Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júní 2017 15:30 Búist er við að Comey staðfesti meintan þrýsting Trump. vísir/epa James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Þar er búist við að hann muni staðfesta ásakanir um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi þrýst á hann til þess að hætta rannsókn á meintum tengslum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Mikill titringur er í bandarískum stjórnmálum vegna málsins, en fundur öldungadeildarinnar verður fyrir opnum tjöldum.Aðdragandinn að uppsögninni Comey hefur mikið verið í sviðsljósinu og ítrekað komið sér í fréttir eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Trump sagði Comey upp störfum í síðasta mánuði eftir tillögu þess efnis frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions. Comey starfaði sem forstjóri í þrjú ár, en þetta er í annað sinn sem forstjóri FBI er rekinn úr starfi.Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lagði fram minnisblað þar sem hann ráðlagði Bandaríkjaforseta að láta forstjóra FBI fara.vísir/epaSarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, sagði í framhaldinu að Comey hefði verið rúinn trausti og að Trump hefði um nokkurt skeið íhugað að láta Comey fara. Seinna meir lýsti Hvíta húsið því yfir að Comey hefði verið látinn fjúka vegna rannsóknar á tölvupóstum móframbjóðanda Trump, Hillary Clinton. Það sem vakti hins vegar nokkra furðu var að Trump hafði áður lýst yfir fullu trausti á forstjórann en það var í kosningabaráttu hans eftir að FBI tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton yrði hafin á ný. Trump virtist hafa horn í síðu Comey um nokkurt skeið áður en hann lét verða af því að víkja honum úr starfi, en áður hafði forstjórinn hafnað ásökunum Trump um að Obama hefði hlerað Trump í kosningabaráttunni.Hillary Clinton spilar stórt hlutverk í atburðarrás Comey og Trump.vísir/epaUppgefin ástæða brottrekstursins er talin nokkuð ótrúverðug því talið er nær fullvíst að rannsókn alríkislögreglunnar á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við stjórnvöld í Rússlandi sé skýringin, og að þannig hafi Trump ætlað að stöðva rannsóknina. Þetta hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum þó aldrei viljað staðfesta. Comey hefur einnig verið sakaður um óeðlileg afskipti af kosningabaráttunni og bar hann vitni vegna þeirra ásakana en þar sagðist honum verða óglatt við tilhugsunina um að hafa hugsanlega haft áhrif á úrslit kosninganna.Óvæntar stefnur Comey frétti sjálfur af uppsögn sinni þegar hann var að flytja ræðu fyrir starfsmenn alríkislögreglunnar. Fréttir af uppsögninni birtust þar á sjónvarpsskjá fyrir aftan hann og taldi Comey að um hafi verið að ræða hrekk.Michael Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Hann hafði átt í samskiptum við Rússa - en laug því að hafa ekki gert það.vísir/afpMálið hefur tekið fleiri óvæntar stefnur en þar má meðal annars nefna að eftir að rannsókn á meintum tengslum Rússa hófst kom í ljós að Michael Flynn, þá verandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hafði átt í óeðlilegum samskiptum við sendiherra Rússlands – og sagt ósatt um þau. Flynn var í kjölfarið látinn fjúka.Vildi ekki vingast við forsetannNew York Times segist hafa heimildir fyrir því að Donald Trump hafi fari þess á leit við Comey að rannsókn á Flynn þjóðaröryggisráðgjafa yrði hætt: „I hope you can let this go,“ á Trump að hafa sagt við Comey. Má því gera ráð fyrir að þau mál beri á góma á fundinum á morgun. Miðað við framvindu mála síðastliðna mánuði er alls ekki óvíst að málið taki frekari stefnu, en líkt og fyrr segir er styrr vegna málsins á bandaríska þinginu.Trump tilnefndi í dag nýjan forstjóra FBI en það er lögfræðingurinn Christopher A. Wray. Donald Trump Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Þar er búist við að hann muni staðfesta ásakanir um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi þrýst á hann til þess að hætta rannsókn á meintum tengslum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Mikill titringur er í bandarískum stjórnmálum vegna málsins, en fundur öldungadeildarinnar verður fyrir opnum tjöldum.Aðdragandinn að uppsögninni Comey hefur mikið verið í sviðsljósinu og ítrekað komið sér í fréttir eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Trump sagði Comey upp störfum í síðasta mánuði eftir tillögu þess efnis frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions. Comey starfaði sem forstjóri í þrjú ár, en þetta er í annað sinn sem forstjóri FBI er rekinn úr starfi.Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lagði fram minnisblað þar sem hann ráðlagði Bandaríkjaforseta að láta forstjóra FBI fara.vísir/epaSarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, sagði í framhaldinu að Comey hefði verið rúinn trausti og að Trump hefði um nokkurt skeið íhugað að láta Comey fara. Seinna meir lýsti Hvíta húsið því yfir að Comey hefði verið látinn fjúka vegna rannsóknar á tölvupóstum móframbjóðanda Trump, Hillary Clinton. Það sem vakti hins vegar nokkra furðu var að Trump hafði áður lýst yfir fullu trausti á forstjórann en það var í kosningabaráttu hans eftir að FBI tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton yrði hafin á ný. Trump virtist hafa horn í síðu Comey um nokkurt skeið áður en hann lét verða af því að víkja honum úr starfi, en áður hafði forstjórinn hafnað ásökunum Trump um að Obama hefði hlerað Trump í kosningabaráttunni.Hillary Clinton spilar stórt hlutverk í atburðarrás Comey og Trump.vísir/epaUppgefin ástæða brottrekstursins er talin nokkuð ótrúverðug því talið er nær fullvíst að rannsókn alríkislögreglunnar á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við stjórnvöld í Rússlandi sé skýringin, og að þannig hafi Trump ætlað að stöðva rannsóknina. Þetta hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum þó aldrei viljað staðfesta. Comey hefur einnig verið sakaður um óeðlileg afskipti af kosningabaráttunni og bar hann vitni vegna þeirra ásakana en þar sagðist honum verða óglatt við tilhugsunina um að hafa hugsanlega haft áhrif á úrslit kosninganna.Óvæntar stefnur Comey frétti sjálfur af uppsögn sinni þegar hann var að flytja ræðu fyrir starfsmenn alríkislögreglunnar. Fréttir af uppsögninni birtust þar á sjónvarpsskjá fyrir aftan hann og taldi Comey að um hafi verið að ræða hrekk.Michael Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Hann hafði átt í samskiptum við Rússa - en laug því að hafa ekki gert það.vísir/afpMálið hefur tekið fleiri óvæntar stefnur en þar má meðal annars nefna að eftir að rannsókn á meintum tengslum Rússa hófst kom í ljós að Michael Flynn, þá verandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hafði átt í óeðlilegum samskiptum við sendiherra Rússlands – og sagt ósatt um þau. Flynn var í kjölfarið látinn fjúka.Vildi ekki vingast við forsetannNew York Times segist hafa heimildir fyrir því að Donald Trump hafi fari þess á leit við Comey að rannsókn á Flynn þjóðaröryggisráðgjafa yrði hætt: „I hope you can let this go,“ á Trump að hafa sagt við Comey. Má því gera ráð fyrir að þau mál beri á góma á fundinum á morgun. Miðað við framvindu mála síðastliðna mánuði er alls ekki óvíst að málið taki frekari stefnu, en líkt og fyrr segir er styrr vegna málsins á bandaríska þinginu.Trump tilnefndi í dag nýjan forstjóra FBI en það er lögfræðingurinn Christopher A. Wray.
Donald Trump Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira