Nýt mín best á stærsta sviðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Aron Pálmarson í leiknum um þriðja sætið í gær. Vísir/Getty Aron Pálmarsson og félagar hans í ungverska meistaraliðinu Veszprem þurftu að láta sér að góðu verða að vinna bronsverðlaun í Meistaradeild Evrópu þetta árið, eftir sigur á stórliði Barcelona í bronsleiknum í úrslitahelgi keppninnar í Köln. Veszprem varð naumlega af sæti í úrslitaleiknum eftir eins marks tap fyrir PSG frá Frakklandi. Aron var að spila í sjötta sinn í Final Four, eins og úrslitahelgin er kölluð, á ferlinum. Tvívegis varð hann Evrópumeistari með Kiel en í hvorugt skiptið tókst honum að verða meistari með Veszprem síðan hann fór til Ungverjalands sumarið 2015. „Þessi helgi var mér gríðarleg vonbrigði. Við spiluðum að vísu vel og gerðum vel með því að vinna leikinn um þriðja sætið en það gerir ekkert fyrir mig. Það eina sem það gerði var að auðvelda ferðalagið heim til Ungverjalands,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, frá heimili sínu ytra. „Tapið fyrir PSG á laugardag var afar erfitt. Betra liðið fór ekki áfram,“ sagði Aron ákveðinn. „Allir eru sammála um að PSG er með sterkara lið á pappírnum en mér fannst þeir ekki standa undir þeim væntingum sem eru gerðar til liðsins í þessum leik. Mér fannst þeir ekki spila betur en við.“ Hann segir einnig að það hafi verið erfitt að sætta sig við dómgæslu makedónska parsins Nikolov og Nachevski í leiknum. „Ég hef nú ekki sagt þetta opinberlega hingað til en mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Ég er harður á því.“Vísir/GettyReyni að gefa af mér Aron hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar og sýndi mögnuð tilþrif, enn og aftur, um helgina. Gegn PSG átti hann annan tug stoðsendinga og gegn Barcelona í bronsleiknum var hann markahæstur með átta mörk og dró vagninn á lokakaflanum, er Veszprem tryggði sér fjögurra marka sigur. „Mér finnst hrikalega skemmtilegt að spila í Köln,“ segir Aron aðspurður um hvað það er sem laði fram það besta í honum þegar hann spilar þar. „Það eru 20 þúsund manns að horfa, mikil og stór umgjörð og allir að fylgjast með. Ég nærist mest á þessu. Ég er nú búinn að fara oft á Final Four og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri – hér eru bestu liðin og pressan mest.“ Hann segist ekki koðna niður þegar álagið er sem mest, þvert á móti. „Auðvitað er ég með fiðrildi í maganum fyrir leiki en eins og ég hef áður sagt þá læt ég ekki stress skemma fyrir mér. Ég nýt þess frekar, að spila með bestu leikmönnum heims fyrir framan allt þetta fólk. Ég fer brosandi inn í leikina og nýt hvers augnabliks. Ég reyni að gefa af mér til fólksins sem borgar sig inn á leikina.“Vísir/GettyFramtíðin skýrist á næstu vikum Aron á eitt ár eftir af samningi sínum við Veszprem en óvíst er hvort hann klári hann. Líkur eru á því að leikurinn um helgina hafi verið hans síðasti með ungverska liðinu en hann hefur sterklega verið orðaður við Barcelona síðustu vikur og mánuði. Sjálfur vill hann ekkert segja um það. „Ég get sagt að þetta muni allt skýrast á næstu tveimur vikum. Þá mun ég tilkynna hvað verður um mig, hvort ég fari núna eða á næsta ári. Ég get ekki sagt meira í bili,“ segir hann sposkur. Hann segist þrátt fyrir allt sáttur við þessi tvö ár í Ungverjalandi, sama hvað verður í sumar. „Ég viðurkenni þó að ég er vonsvikinn yfir að hafa ekki unnið Meistaradeildina. Það var stóra markmiðið. Það er ömurlegt að ná því ekki eftir að hafa verið svo nálægt því.“ Handbolti Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Aron Pálmarsson og félagar hans í ungverska meistaraliðinu Veszprem þurftu að láta sér að góðu verða að vinna bronsverðlaun í Meistaradeild Evrópu þetta árið, eftir sigur á stórliði Barcelona í bronsleiknum í úrslitahelgi keppninnar í Köln. Veszprem varð naumlega af sæti í úrslitaleiknum eftir eins marks tap fyrir PSG frá Frakklandi. Aron var að spila í sjötta sinn í Final Four, eins og úrslitahelgin er kölluð, á ferlinum. Tvívegis varð hann Evrópumeistari með Kiel en í hvorugt skiptið tókst honum að verða meistari með Veszprem síðan hann fór til Ungverjalands sumarið 2015. „Þessi helgi var mér gríðarleg vonbrigði. Við spiluðum að vísu vel og gerðum vel með því að vinna leikinn um þriðja sætið en það gerir ekkert fyrir mig. Það eina sem það gerði var að auðvelda ferðalagið heim til Ungverjalands,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, frá heimili sínu ytra. „Tapið fyrir PSG á laugardag var afar erfitt. Betra liðið fór ekki áfram,“ sagði Aron ákveðinn. „Allir eru sammála um að PSG er með sterkara lið á pappírnum en mér fannst þeir ekki standa undir þeim væntingum sem eru gerðar til liðsins í þessum leik. Mér fannst þeir ekki spila betur en við.“ Hann segir einnig að það hafi verið erfitt að sætta sig við dómgæslu makedónska parsins Nikolov og Nachevski í leiknum. „Ég hef nú ekki sagt þetta opinberlega hingað til en mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Ég er harður á því.“Vísir/GettyReyni að gefa af mér Aron hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar og sýndi mögnuð tilþrif, enn og aftur, um helgina. Gegn PSG átti hann annan tug stoðsendinga og gegn Barcelona í bronsleiknum var hann markahæstur með átta mörk og dró vagninn á lokakaflanum, er Veszprem tryggði sér fjögurra marka sigur. „Mér finnst hrikalega skemmtilegt að spila í Köln,“ segir Aron aðspurður um hvað það er sem laði fram það besta í honum þegar hann spilar þar. „Það eru 20 þúsund manns að horfa, mikil og stór umgjörð og allir að fylgjast með. Ég nærist mest á þessu. Ég er nú búinn að fara oft á Final Four og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri – hér eru bestu liðin og pressan mest.“ Hann segist ekki koðna niður þegar álagið er sem mest, þvert á móti. „Auðvitað er ég með fiðrildi í maganum fyrir leiki en eins og ég hef áður sagt þá læt ég ekki stress skemma fyrir mér. Ég nýt þess frekar, að spila með bestu leikmönnum heims fyrir framan allt þetta fólk. Ég fer brosandi inn í leikina og nýt hvers augnabliks. Ég reyni að gefa af mér til fólksins sem borgar sig inn á leikina.“Vísir/GettyFramtíðin skýrist á næstu vikum Aron á eitt ár eftir af samningi sínum við Veszprem en óvíst er hvort hann klári hann. Líkur eru á því að leikurinn um helgina hafi verið hans síðasti með ungverska liðinu en hann hefur sterklega verið orðaður við Barcelona síðustu vikur og mánuði. Sjálfur vill hann ekkert segja um það. „Ég get sagt að þetta muni allt skýrast á næstu tveimur vikum. Þá mun ég tilkynna hvað verður um mig, hvort ég fari núna eða á næsta ári. Ég get ekki sagt meira í bili,“ segir hann sposkur. Hann segist þrátt fyrir allt sáttur við þessi tvö ár í Ungverjalandi, sama hvað verður í sumar. „Ég viðurkenni þó að ég er vonsvikinn yfir að hafa ekki unnið Meistaradeildina. Það var stóra markmiðið. Það er ömurlegt að ná því ekki eftir að hafa verið svo nálægt því.“
Handbolti Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira