Samfélagið og annað tækifæri Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 19. júní 2017 10:28 Tilfinningar geta truflað umræðu um viðkvæm mál og stundum missir fólk sjónar á skóginum og sér bara eitt tré úr fjöldanum. Fyrir félag sem berst fyrir betrunarstefnu í fangelsismálum er slæmt þegar mál eins einstaklings er dregið fram í dagsljósið og forseti landsins lýsir því yfir að almenningur allur vilji að hann – og hans líkar – verði lokaðir ævilangt inni. Með yfirlýsingu sinni fullyrti forseti Íslands að þjóðin vilji hverfa frá betrunarstefnu í fangelsismálum þegar kemur að mönnum sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum. Þjóðin telji að með brotum sínum hafi þeir fyrirgert rétti sínum til að búa meðal annarra íbúa og skuli lokaðir inni til dauðadags. Afstaða telur að forsetinn hafi ekki séð heildarmyndina þegar hann tjáði sig um málefnið við fjölmiðla og hafi mögulega oftúlkað vilja þjóðarinnar. Vel menntuð og upplýst samfélög hafa nefnilega horfið frá refsistefnu í anda miðalda. Þau átta sig á mikilvægi þess að reyna betra menn sem brotið hafa af sér, burtséð frá brotaflokkum, og umbuna þeim sem greiða skuld sína við samfélagið með afplánun refsingar og góðri hegðun í framhaldinu. Betrunarstefnan gengur út á refsingu með frelsissviptingu, endurhæfingu með meðferðum, námi og starfsþjálfun og svo aðlögun að samfélaginu á nýjan leik. Ef viðkomandi sýnir að hann getur tekið þátt í samfélagi manna án þess að brjóta af sér og vinnur sér aftur inn traust getur hann sótt um að fá full réttindi að nýju, að í lagalegum skilningi sé mannorðið óflekkað. Hafa ber í huga að betrunarstefnan nær yfir alla þá sem brjóta af sér, ekki er hægt að gera upp á milli afbrota eða handvelja þá sem fá tækifæri til betrunar. Allir eiga skilið annað tækifæri. Hér á landi er hins vegar betrunarstefnan langt frá því að vera virk og er aðeins smá vísir af henni miðað við Norðurlöndin og það er það sem almenningur ætti að hafa áhyggjur af. Ef ráðherra dómsmála hefur áhuga á að breyta einhverju í þessum málum ætti hún strax að hefjast handa við að tryggja að fangar fái viðeigandi meðferðir og eftirfylgni eftir afplánun og að hún hefji strax samtal um að heildarendurskoða betrunarstefnuna, því aðalmarkmiðið með henni hlýtur alltaf að vera að fækka brotaþolendum, kostnaði og glæpum.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Tilfinningar geta truflað umræðu um viðkvæm mál og stundum missir fólk sjónar á skóginum og sér bara eitt tré úr fjöldanum. Fyrir félag sem berst fyrir betrunarstefnu í fangelsismálum er slæmt þegar mál eins einstaklings er dregið fram í dagsljósið og forseti landsins lýsir því yfir að almenningur allur vilji að hann – og hans líkar – verði lokaðir ævilangt inni. Með yfirlýsingu sinni fullyrti forseti Íslands að þjóðin vilji hverfa frá betrunarstefnu í fangelsismálum þegar kemur að mönnum sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum. Þjóðin telji að með brotum sínum hafi þeir fyrirgert rétti sínum til að búa meðal annarra íbúa og skuli lokaðir inni til dauðadags. Afstaða telur að forsetinn hafi ekki séð heildarmyndina þegar hann tjáði sig um málefnið við fjölmiðla og hafi mögulega oftúlkað vilja þjóðarinnar. Vel menntuð og upplýst samfélög hafa nefnilega horfið frá refsistefnu í anda miðalda. Þau átta sig á mikilvægi þess að reyna betra menn sem brotið hafa af sér, burtséð frá brotaflokkum, og umbuna þeim sem greiða skuld sína við samfélagið með afplánun refsingar og góðri hegðun í framhaldinu. Betrunarstefnan gengur út á refsingu með frelsissviptingu, endurhæfingu með meðferðum, námi og starfsþjálfun og svo aðlögun að samfélaginu á nýjan leik. Ef viðkomandi sýnir að hann getur tekið þátt í samfélagi manna án þess að brjóta af sér og vinnur sér aftur inn traust getur hann sótt um að fá full réttindi að nýju, að í lagalegum skilningi sé mannorðið óflekkað. Hafa ber í huga að betrunarstefnan nær yfir alla þá sem brjóta af sér, ekki er hægt að gera upp á milli afbrota eða handvelja þá sem fá tækifæri til betrunar. Allir eiga skilið annað tækifæri. Hér á landi er hins vegar betrunarstefnan langt frá því að vera virk og er aðeins smá vísir af henni miðað við Norðurlöndin og það er það sem almenningur ætti að hafa áhyggjur af. Ef ráðherra dómsmála hefur áhuga á að breyta einhverju í þessum málum ætti hún strax að hefjast handa við að tryggja að fangar fái viðeigandi meðferðir og eftirfylgni eftir afplánun og að hún hefji strax samtal um að heildarendurskoða betrunarstefnuna, því aðalmarkmiðið með henni hlýtur alltaf að vera að fækka brotaþolendum, kostnaði og glæpum.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun