Dæmdur í fangelsi fyrir mútugreiðslur Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Vogunarsjóðurinn Och-Ziff er skráður í kauphöllina í New York. Vísir/EPA Sonur fyrrverandi forsætisráðherra Gabon hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að aðstoða bandaríska vogunarsjóðinn Och-Ziff Capital Management við að múta háttsettum afrískum embættismönnum. Sjóðurinn keypti í mars á þessu ári 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Maðurinn, Samuel Mebiame, játaði sök í lok síðasta árs og viðurkenndi að hafa boðið embættismönnum mútur í umboði vogunarsjóðsins. Í staðinn fékk Och-Ziff greiðan aðgang að embættismönnunum sem tryggði sjóðnum mjög ábatasama viðskiptasamninga víða í álfunni. Í frétt Reuters segir að Mebiame hafi meðal annars boðið embættismönnum fé, yfir eitt hundrað milljónir dala, sportbíla og leiguflugvélar. Och-Ziff og forstjóri sjóðsins, Daniel Och, féllust í september í fyrra á að greiða 412 milljónir dala, sem jafngildir um 55 milljörðum íslenskra króna, í sekt vegna málsins. Um var að ræða hæstu sekt sem lögð hefur verið á vogunarsjóð vegna mútugreiðslna. Bandaríska verðbréfaeftirlitið hefur jafnframt ákært tvo fyrrverandi stjórnendur sjóðsins fyrir hlut þeirra í málinu. Fyrr í sumar var greint frá því að Och-Ziff hefði ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka ef sjóðurinn kýs að nýta sér kauprétt síðar á árinu og eignast þannig stærri hlut í bankanum. Virkur telst sá eignarhlutur sem er tíu prósent hlutafjár eða meira. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins mun sjóðurinn hafa fengið ábendingu um að ekki væri víst að hann myndi hljóta náð fyrir augum FME sem virkur eigandi í bankanum. Einkum valdi þar sú staðreynd að umtalsvert rót hafi verið á sjóðnum eftir háværa umræðu um mútugreiðslurnar í Afríku. Birtist í Fréttablaðinu Gabon Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sonur fyrrverandi forsætisráðherra Gabon hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að aðstoða bandaríska vogunarsjóðinn Och-Ziff Capital Management við að múta háttsettum afrískum embættismönnum. Sjóðurinn keypti í mars á þessu ári 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Maðurinn, Samuel Mebiame, játaði sök í lok síðasta árs og viðurkenndi að hafa boðið embættismönnum mútur í umboði vogunarsjóðsins. Í staðinn fékk Och-Ziff greiðan aðgang að embættismönnunum sem tryggði sjóðnum mjög ábatasama viðskiptasamninga víða í álfunni. Í frétt Reuters segir að Mebiame hafi meðal annars boðið embættismönnum fé, yfir eitt hundrað milljónir dala, sportbíla og leiguflugvélar. Och-Ziff og forstjóri sjóðsins, Daniel Och, féllust í september í fyrra á að greiða 412 milljónir dala, sem jafngildir um 55 milljörðum íslenskra króna, í sekt vegna málsins. Um var að ræða hæstu sekt sem lögð hefur verið á vogunarsjóð vegna mútugreiðslna. Bandaríska verðbréfaeftirlitið hefur jafnframt ákært tvo fyrrverandi stjórnendur sjóðsins fyrir hlut þeirra í málinu. Fyrr í sumar var greint frá því að Och-Ziff hefði ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka ef sjóðurinn kýs að nýta sér kauprétt síðar á árinu og eignast þannig stærri hlut í bankanum. Virkur telst sá eignarhlutur sem er tíu prósent hlutafjár eða meira. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins mun sjóðurinn hafa fengið ábendingu um að ekki væri víst að hann myndi hljóta náð fyrir augum FME sem virkur eigandi í bankanum. Einkum valdi þar sú staðreynd að umtalsvert rót hafi verið á sjóðnum eftir háværa umræðu um mútugreiðslurnar í Afríku.
Birtist í Fréttablaðinu Gabon Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf