Íslandsbanka stefnt út af lógódeilu í turninum Haraldur Guðmundsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Íslandsbanki fór fram á að nafni Norðurturnsins yrði breytt í Íslandsbankaturninn. Sú krafa féll í grýtta jörð. vísir/gva LS Retail hefur stefnt eiganda Norðurturnsins við Smáralind og Íslandsbanka eftir að kröfu hugbúnaðarfyrirtækisins um að það fái að hengja vörumerki sitt utan á bygginguna var hafnað. Stefnan verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag. Harðar deilur milli leigutaka í Norðurturninum komu, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, upp eftir að Íslandsbanki tilkynnti að höfuðstöðvar fyrirtækisins yrðu fluttar í Norðurturninn. Samkvæmt stefnunni, sem blaðið hefur undir höndum, gerir LS Retail kröfu um að ógild verði með dómi ákvörðun Norðurturnsins hf. um að Íslandsbanki megi einn leigutaka setja upp vörumerki á stigahús hennar. Hugbúnaðarfyrirtækið gerir kröfu um að lógó Íslandsbanka verði fært niður og að vörumerki LS Retail verði staðsett fyrir ofan það. Samkvæmt stefnunni var LS Retail, sem er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki og leigir fimm hæðir í turninum, fyrsti leigutakinn til að ganga til samninga við Norðurturninn eða í nóvember 2015. Á þeim tíma hafi eingöngu staðið til að turninn yrði merktur lógói Smáralindar. Það hafi síðan breyst með tilkynningu Íslandsbanka í apríl í fyrra. Stjórnendur LS Retail hafi einnig í júní 2016 mótmælt harðlega áformum um að heiti byggingarinnar yrði breytt í Íslandsbankaturninn og að lógó dótturfélaganna Ergo og VÍB yrðu einnig hengd utan á hana. LS Retail skorar í stefnunni á Norðurturninn að leggja fram uppfærða hluthafaskrá Norðurturnsins en Íslandsbanki er einn eigenda byggingarinnar og átti í mars 2016 alls 22,85 prósenta hlut. Einnig að Íslandsbanki leggi fram lánasamninga hans við Norðurturninn og leigusamning Íslandsbanka. Sigrún Dóra Sævinsdóttir, rekstrarstjóri LS Retail, sagði í samtali við Fréttablaðið þann 16. júní að fyrirtækið fari fram á að jafnræðis verði gætt varðandi merkingar utan á húsinu. LS Retail hafi ítrekað lagt fram málamiðlunartillögur sem hafi verið hafnað. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, vildi þá ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
LS Retail hefur stefnt eiganda Norðurturnsins við Smáralind og Íslandsbanka eftir að kröfu hugbúnaðarfyrirtækisins um að það fái að hengja vörumerki sitt utan á bygginguna var hafnað. Stefnan verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag. Harðar deilur milli leigutaka í Norðurturninum komu, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, upp eftir að Íslandsbanki tilkynnti að höfuðstöðvar fyrirtækisins yrðu fluttar í Norðurturninn. Samkvæmt stefnunni, sem blaðið hefur undir höndum, gerir LS Retail kröfu um að ógild verði með dómi ákvörðun Norðurturnsins hf. um að Íslandsbanki megi einn leigutaka setja upp vörumerki á stigahús hennar. Hugbúnaðarfyrirtækið gerir kröfu um að lógó Íslandsbanka verði fært niður og að vörumerki LS Retail verði staðsett fyrir ofan það. Samkvæmt stefnunni var LS Retail, sem er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki og leigir fimm hæðir í turninum, fyrsti leigutakinn til að ganga til samninga við Norðurturninn eða í nóvember 2015. Á þeim tíma hafi eingöngu staðið til að turninn yrði merktur lógói Smáralindar. Það hafi síðan breyst með tilkynningu Íslandsbanka í apríl í fyrra. Stjórnendur LS Retail hafi einnig í júní 2016 mótmælt harðlega áformum um að heiti byggingarinnar yrði breytt í Íslandsbankaturninn og að lógó dótturfélaganna Ergo og VÍB yrðu einnig hengd utan á hana. LS Retail skorar í stefnunni á Norðurturninn að leggja fram uppfærða hluthafaskrá Norðurturnsins en Íslandsbanki er einn eigenda byggingarinnar og átti í mars 2016 alls 22,85 prósenta hlut. Einnig að Íslandsbanki leggi fram lánasamninga hans við Norðurturninn og leigusamning Íslandsbanka. Sigrún Dóra Sævinsdóttir, rekstrarstjóri LS Retail, sagði í samtali við Fréttablaðið þann 16. júní að fyrirtækið fari fram á að jafnræðis verði gætt varðandi merkingar utan á húsinu. LS Retail hafi ítrekað lagt fram málamiðlunartillögur sem hafi verið hafnað. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, vildi þá ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira