Ætlar að verða rappari Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2017 09:15 Ég parkora líka og ætla örugglega að fara að æfa það í haust, segir Daníel Kjartan Smart. Vísir/Eyþór Árnason Daníel Kjartan Smart er með smá lit á puttunum þegar ég hitti hann. „Ég er svo oft að teikna,“ útskýrir hann og sýnir mér karl sem prýðir vinstra handarbakið. Hann hefur engar áhyggjur af því þó hann hverfi. „Ég hef hann bara þangað til hann fer,“ segir hann. Sennilega er stutt í að teikningin hverfi því Daníel Kjartan er á förum til Spánar og þar fara flestir á ströndina á þessum árstíma. „Það verður örugglega heitt en það verður vatnsgarður nálægt staðnum sem við verðum á,“ segir hann og kveðst hlakka til. Hefurðu farið áður til Spánar? „Já, ég hef farið einu sinni áður, ég var á síðasta ári í leikskóla þá. Núna er ég tíu ára.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Að leika úti með vinum mínum og vera með fjölskyldunni.“ Hvaðan kemur eftirnafnið þitt Smart? „Það er skoskt og kemur frá afa mínum. Ég á tvær mömmur, báðar íslenskar en önnur á skoskan pabba.“ Heldur þú upp á einhvern sérstakan tónlistamann? „Já, Eminem, hann er rappari.“ Kanntu einhverja texta með honum? „Ég kann Lose yourself og smá í Not afraid. Vinur minn er líka hrifinn af Eminem og við ætlum að verða rapparar þegar við verðum stórir. Við erum búnir að ákveða nöfn. Hann heitir Emminemmi og ég Demminemm og við ætlum að rappa saman.“ Eruð þið byrjaðir að æfa? „Nei, við ætluðum að æfa okkur eftir eitt afmæli en svo breyttist planið og hann fór til Danmerkur en hann kemur aftur.“ Ertu eitthvað í íþróttum? „Já, ég æfði körfubolta, breikdans og klifur í vetur. Ég parkoura líka og er örugglega að fara að æfa það í haust.“ Hvað er parkour? „Það er svona stökkíþrótt, þeir sem eru komnir langt stökkva milli bygginga.“ Krakkar Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Daníel Kjartan Smart er með smá lit á puttunum þegar ég hitti hann. „Ég er svo oft að teikna,“ útskýrir hann og sýnir mér karl sem prýðir vinstra handarbakið. Hann hefur engar áhyggjur af því þó hann hverfi. „Ég hef hann bara þangað til hann fer,“ segir hann. Sennilega er stutt í að teikningin hverfi því Daníel Kjartan er á förum til Spánar og þar fara flestir á ströndina á þessum árstíma. „Það verður örugglega heitt en það verður vatnsgarður nálægt staðnum sem við verðum á,“ segir hann og kveðst hlakka til. Hefurðu farið áður til Spánar? „Já, ég hef farið einu sinni áður, ég var á síðasta ári í leikskóla þá. Núna er ég tíu ára.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Að leika úti með vinum mínum og vera með fjölskyldunni.“ Hvaðan kemur eftirnafnið þitt Smart? „Það er skoskt og kemur frá afa mínum. Ég á tvær mömmur, báðar íslenskar en önnur á skoskan pabba.“ Heldur þú upp á einhvern sérstakan tónlistamann? „Já, Eminem, hann er rappari.“ Kanntu einhverja texta með honum? „Ég kann Lose yourself og smá í Not afraid. Vinur minn er líka hrifinn af Eminem og við ætlum að verða rapparar þegar við verðum stórir. Við erum búnir að ákveða nöfn. Hann heitir Emminemmi og ég Demminemm og við ætlum að rappa saman.“ Eruð þið byrjaðir að æfa? „Nei, við ætluðum að æfa okkur eftir eitt afmæli en svo breyttist planið og hann fór til Danmerkur en hann kemur aftur.“ Ertu eitthvað í íþróttum? „Já, ég æfði körfubolta, breikdans og klifur í vetur. Ég parkoura líka og er örugglega að fara að æfa það í haust.“ Hvað er parkour? „Það er svona stökkíþrótt, þeir sem eru komnir langt stökkva milli bygginga.“
Krakkar Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira