Kaupmáttur öryrkja Þorsteinn Víglundsson skrifar 23. júní 2017 12:07 Vegna fullyrðinga formanns ÖBÍ um meint ranghermi mín, sem koma fram í grein í Fréttablaðinu 22. júní, þykir mér rétt að eftirfarandi komi fram. Síðustu ár hefur verið unnið að því á vettvangi stjórnmála og á almennum vinnumarkaði að hækka kaupmátt lægstu tekjuhópa í samfélaginu. Þeirri stefnu er haldið áfram af þeim sem nú eru við stjórnvölinn í þessum málaflokki. Í byrjun þessa árs hækkuðu bæði lægstu bætur og lægstu laun í sömu tölu, 280 þúsund kr. Þessar tölur hafa ekki alltaf haldist að, sem dæmi má nefna að 2009 voru lægstu laun umtalsvert lægri en lágmarks framfærsluviðmið. Sé miðað við árið 2009 sem upphafspunkt, líkt og formaður ÖBÍ gerir í grein sinni, má sjá á meðfylgjandi mynd að aukning kaupmáttar öryrkja hefur haldið í við og raunar verið meiri en aukning kaupmáttar lægstu launa og upp á síðkastið hefur kaupmáttaraukning lágmarks framfærsluviðmiðs örorkubóta tekið fram úr launavísitölu í landinu. Í umræðum um fátækt á Alþingi, þann 16. maí síðastliðinn, sagði ég: „Kaupmáttur hefur aukist verulega á undanförnum árum. Kaupmáttur lægstu launa hefur aukist umfram almennan kaupmátt og hefur kaupmáttur bóta að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þús. kr. eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði. Það skiptir allt saman gríðarlega miklu máli í því að bæta stöðu þessa fátækasta hóps.“Við þessi orð stend ég, hvort sem litið er til þróunar á undanförnum árum, eða litið til framtíðar. Loforð er loforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Tengdar fréttir Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. 22. júní 2017 09:30 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Vegna fullyrðinga formanns ÖBÍ um meint ranghermi mín, sem koma fram í grein í Fréttablaðinu 22. júní, þykir mér rétt að eftirfarandi komi fram. Síðustu ár hefur verið unnið að því á vettvangi stjórnmála og á almennum vinnumarkaði að hækka kaupmátt lægstu tekjuhópa í samfélaginu. Þeirri stefnu er haldið áfram af þeim sem nú eru við stjórnvölinn í þessum málaflokki. Í byrjun þessa árs hækkuðu bæði lægstu bætur og lægstu laun í sömu tölu, 280 þúsund kr. Þessar tölur hafa ekki alltaf haldist að, sem dæmi má nefna að 2009 voru lægstu laun umtalsvert lægri en lágmarks framfærsluviðmið. Sé miðað við árið 2009 sem upphafspunkt, líkt og formaður ÖBÍ gerir í grein sinni, má sjá á meðfylgjandi mynd að aukning kaupmáttar öryrkja hefur haldið í við og raunar verið meiri en aukning kaupmáttar lægstu launa og upp á síðkastið hefur kaupmáttaraukning lágmarks framfærsluviðmiðs örorkubóta tekið fram úr launavísitölu í landinu. Í umræðum um fátækt á Alþingi, þann 16. maí síðastliðinn, sagði ég: „Kaupmáttur hefur aukist verulega á undanförnum árum. Kaupmáttur lægstu launa hefur aukist umfram almennan kaupmátt og hefur kaupmáttur bóta að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þús. kr. eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði. Það skiptir allt saman gríðarlega miklu máli í því að bæta stöðu þessa fátækasta hóps.“Við þessi orð stend ég, hvort sem litið er til þróunar á undanförnum árum, eða litið til framtíðar. Loforð er loforð.
Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. 22. júní 2017 09:30
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar