Hugsanaflutningur mögulegur fyrr en okkur grunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2017 11:23 Skýringarmyndir Openwater eru eins og úr vísindaskáldskap. Openwater Ímyndaðu þér að hugsanaflutningur væri raunverulegur. Þú gætir til að mynda flutt hugsanir þínar í tölvu eða til annarrar manneskju - með hugsuninni einni saman. Stofnandi fyrirtækisins Openwater, Mary Lou Jepsen, segir að fólk þurfi ekki að bíða í meira en 8 ár áður en þetta verði orðið að veruleika. Jepsen en sprenglærð og á langan feril í tæknigeiranum. Hún hefur til að mynda starfað fyrir Facebook, sýndarveruleikafyrirtækið Oculus, Google og Intel. Þá hefur hún einnig kennt í MIT og er eigandi rúmlega 100 einkaleyfa. Hún sagði skilið við Facebook árið 2016 til að stofna Openwater. Markmið fyrirtækisins er að draga úr kostnaði við hverskyns myndatökur í heilbrigðiskerfinu. „Við komumst í stuttu máli að því hvernig hægt væri að setja tæknina að baki segulómun - sem alla jafna er bundin við tæki sem kostar milljónir dala - inn í húfu, sagði Jepsen í samtali við CNBC en hún vinnur nú að frumgerð tækninnar.Mary Lou Jepsen á langan feril í tæknigeiranum að baki.Vísir/gettyEn hvað hefur það með hugsanalestur að gera? Jepsen útskýrir að segulómunartæknin getur nú þegar lesið hugsanir þínar. „Ef ég setti þig í segulómtæki núna gæti ég sagði þér hvað þú værir að fara að segja, hvaða myndir þú sæir fyrir þér og hvaða tónlist þú værir að hugsa um,“ segir Jepsen. „Þetta er tæknin í dag og ég er að smækka hana.“ Hún segir að markmiði sé að tæknin, sem komið hefur verið fyrir í húfunni, geti einn daginn bæði lesið okkar eigin hugsanir, sem og hugsanir annarra. Draumurinn sé að hægt verði síðan flytja þessar hugsanir á milli. Ef draumur hennar verður að veruleika má gera ráð fyrir því að þegar hægt verði að deila hugmyndum og hugsunum á ógnarhraða muni það flýta öllu ferlinu á bakvið sköpun, lærdóm og samskipti. Það taki sinn tíma í dag að deila hugmyndum, hvort sem það er skriflega eða með öðrum samskiptum. Hugsanaflutningur er hins vegar tafarlaus. Nánar má fræðast um rannsóknir Jepsen á vef CNBC. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ímyndaðu þér að hugsanaflutningur væri raunverulegur. Þú gætir til að mynda flutt hugsanir þínar í tölvu eða til annarrar manneskju - með hugsuninni einni saman. Stofnandi fyrirtækisins Openwater, Mary Lou Jepsen, segir að fólk þurfi ekki að bíða í meira en 8 ár áður en þetta verði orðið að veruleika. Jepsen en sprenglærð og á langan feril í tæknigeiranum. Hún hefur til að mynda starfað fyrir Facebook, sýndarveruleikafyrirtækið Oculus, Google og Intel. Þá hefur hún einnig kennt í MIT og er eigandi rúmlega 100 einkaleyfa. Hún sagði skilið við Facebook árið 2016 til að stofna Openwater. Markmið fyrirtækisins er að draga úr kostnaði við hverskyns myndatökur í heilbrigðiskerfinu. „Við komumst í stuttu máli að því hvernig hægt væri að setja tæknina að baki segulómun - sem alla jafna er bundin við tæki sem kostar milljónir dala - inn í húfu, sagði Jepsen í samtali við CNBC en hún vinnur nú að frumgerð tækninnar.Mary Lou Jepsen á langan feril í tæknigeiranum að baki.Vísir/gettyEn hvað hefur það með hugsanalestur að gera? Jepsen útskýrir að segulómunartæknin getur nú þegar lesið hugsanir þínar. „Ef ég setti þig í segulómtæki núna gæti ég sagði þér hvað þú værir að fara að segja, hvaða myndir þú sæir fyrir þér og hvaða tónlist þú værir að hugsa um,“ segir Jepsen. „Þetta er tæknin í dag og ég er að smækka hana.“ Hún segir að markmiði sé að tæknin, sem komið hefur verið fyrir í húfunni, geti einn daginn bæði lesið okkar eigin hugsanir, sem og hugsanir annarra. Draumurinn sé að hægt verði síðan flytja þessar hugsanir á milli. Ef draumur hennar verður að veruleika má gera ráð fyrir því að þegar hægt verði að deila hugmyndum og hugsunum á ógnarhraða muni það flýta öllu ferlinu á bakvið sköpun, lærdóm og samskipti. Það taki sinn tíma í dag að deila hugmyndum, hvort sem það er skriflega eða með öðrum samskiptum. Hugsanaflutningur er hins vegar tafarlaus. Nánar má fræðast um rannsóknir Jepsen á vef CNBC.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira