Búið að landa ellefu hrefnum Haraldur Guðmundsson skrifar 5. júlí 2017 06:00 Gunnar Bergmann Jónsson mundar hrefnubyssuna. VÍSIR/VILHELM Hrefnuveiðimenn hafa aðeins veitt ellefu dýr það sem af er sumri og er útlit fyrir að markmið um 46 dýr á yfirstandandi vertíð náist ekki. Tveir bátar, Hrafnreyður KÓ og Rokkarinn KE, eru að veiðum í Faxaflóa en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Það hefur gengið þokkalega en þetta fór ekki af stað fyrr en í byrjun júní,“ sagði Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Veiðarnar hófust um mánaðamótin apríl-maí en fyrsta dýrinu var ekki landað fyrr en í annarri viku júnímánaðar. „Það fer eftir veðri og vindum hvernig þetta þróast en báðir bátarnir eru úti núna og hvorugur kominn með neitt. Svo virðist veðrið ætla að verða leiðinlegt fram yfir helgi. Við stefndum að jafn mörgum dýrum og í fyrra eða 46. Það er ekki útlit fyrir að það náist enda þyrfti ansi margt að ganga upp til að svo yrði,“ segir Gunnar Bergmann. IP-útgerð gerir Hrafnreyði út og rekur vinnslu í Hafnarfirði. Fyrirtæki Gunnars hafa flutt inn hrefnukjöt frá Noregi þegar framboð hefur ekki annað eftirspurn. Að hans sögn hefur IP-útgerð ekki keypt neitt kjöt að utan á þessu ári. „Þetta rétt slapp í vor en það var naumt. Við kláruðum allt okkar kjöt í byrjun maí og svo kom nýtt inn í byrjun júní. Við höfum því ekki þurft að flytja inn kjöt á þessu ári.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Hrefnuveiðimenn hafa aðeins veitt ellefu dýr það sem af er sumri og er útlit fyrir að markmið um 46 dýr á yfirstandandi vertíð náist ekki. Tveir bátar, Hrafnreyður KÓ og Rokkarinn KE, eru að veiðum í Faxaflóa en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Það hefur gengið þokkalega en þetta fór ekki af stað fyrr en í byrjun júní,“ sagði Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Veiðarnar hófust um mánaðamótin apríl-maí en fyrsta dýrinu var ekki landað fyrr en í annarri viku júnímánaðar. „Það fer eftir veðri og vindum hvernig þetta þróast en báðir bátarnir eru úti núna og hvorugur kominn með neitt. Svo virðist veðrið ætla að verða leiðinlegt fram yfir helgi. Við stefndum að jafn mörgum dýrum og í fyrra eða 46. Það er ekki útlit fyrir að það náist enda þyrfti ansi margt að ganga upp til að svo yrði,“ segir Gunnar Bergmann. IP-útgerð gerir Hrafnreyði út og rekur vinnslu í Hafnarfirði. Fyrirtæki Gunnars hafa flutt inn hrefnukjöt frá Noregi þegar framboð hefur ekki annað eftirspurn. Að hans sögn hefur IP-útgerð ekki keypt neitt kjöt að utan á þessu ári. „Þetta rétt slapp í vor en það var naumt. Við kláruðum allt okkar kjöt í byrjun maí og svo kom nýtt inn í byrjun júní. Við höfum því ekki þurft að flytja inn kjöt á þessu ári.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira