Telur hækkun fasteignagjalda óeðlilega Sæunn Gísladóttir skrifar 4. júlí 2017 06:00 Að öllu óbreyttu mun fasteignagjald í Reykjavík hækka ríflega um áramótin. vísir/anton brink Útlit er fyrir að um næstu áramót muni fasteignagjöld hækka umtalsvert vegna hækkunar fasteignamats sem tekur gildi 1. janúar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kallar eftir því að sveitarfélög lækki álagningarprósentuna til mótvægis við hækkanir. Í sama streng tekur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, hann segir þetta sjálfskapað vandamál sveitarfélaganna. „Þetta eru óeðlilegar hækkanir, það er óeðlilegt að fyrirtæki og heimili þurfi að bera þetta ár eftir ár,“ segir Halldór sem lagði fram tillögu í borgarráði um miðjan júní þess efnis að álagningarprósentan verði lækkuð vegna hækkunar fasteignamats umfram eðlilega verðlagsþróun. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að nýtt fasteignamat tekur gildi 1. janúar 2018 þar sem meðalhækkun á höfuðborgarsvæðinu er 14,5 prósent.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg.vísir/daníel„Það hefur ekki verið vilji til lækkunar til þessa. En meirihlutinn felldi allavega ekki þessa tillögu heldur vísaði henni í þessa vinnu þannig að ég ætla bara að vona,“ segir Halldór. „En það má segja að þetta sé heimatilbúinn vandi. Það hefur verið viðvarandi lóðaskortur alveg sama hvað hver segir. Þegar vantar 5.000 íbúðir er það að hluta til vegna lóðaskorts. Lóðaskortur hefur áhrif á hækkunina líka,“ segir Halldór. Gylfi Arnbjörnsson segist algjörlega hvetja til þess að álagningarprósentan verði lækkuð. „Sveitarfélögin hafa áður með plúsum og mínusum breytt hlutfallinu þannig að skatturinn sem slíkur, það sem fólk borgar, sé ekki að taka óeðlilegum breytingum. Ég tel að það séu allir sem krefjist þess og ég minni á að það eru kosningar á næsta vori. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnarmenn þurfa að íhuga.“Samkvæmt upplýsingum frá stærstu sveitarfélögum landsins verða mögulegar lækkanir ræddar í tengslum við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaganna í haust. Það getur þó verið vandasamt vegna mismunandi hækkunar milli hverfa. Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem munu skoða málið í haust, en þar er útlit fyrir að fasteignamat hækki um 11,25 prósent, en lóðamat um 12 prósent. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um þróun mála í borginni en benti á S. Björn Blöndal, formann borgarráðs, sem sagði lækkun vera í skoðun. „Við höfum verið að skoða þetta og viðrað skoðanir okkar undanfarin ár. Ég minni á það að við lækkuðum fasteignagjöld árið 2011. Við erum alltaf vakandi fyrir þessu. Við erum með mjög lágt hlutfall af gjöldum miðað við önnur sveitarfélög en fasteignagjöld eru eðlilega hæst hér,“ segir Björn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Mynd/Larus Karl IngasonHjá Hafnarfjarðarbæ er gert ráð fyrir því að láta tekjur af fasteignagjöldum hækka í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu og þar af leiðandi mun álagningarprósentan lækka þar sem fasteignamatið hefur hækkað umtalsvert meira en vísitalan á milli áranna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir líkt og aðrir bæjarstjórar að málið verði rætt í haust. Þá verði allir tekjupóstar og álagningarpóstar teknir til umræðu. Reykjanesbær hefur staðið frammi fyrir verulegum skuldum og skuldbindingum sem sveitarfélag en hann segist þó ekki geta rætt það hvort svigrúm sé til lækkunar miðað við þær skuldbindingar. „Það er ein hlið málsins sem hefur ekki verið rædd þannig að ég get ekki sagt um það og vil ekki tjá mig um það.“ Húsnæðismál Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Útlit er fyrir að um næstu áramót muni fasteignagjöld hækka umtalsvert vegna hækkunar fasteignamats sem tekur gildi 1. janúar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kallar eftir því að sveitarfélög lækki álagningarprósentuna til mótvægis við hækkanir. Í sama streng tekur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, hann segir þetta sjálfskapað vandamál sveitarfélaganna. „Þetta eru óeðlilegar hækkanir, það er óeðlilegt að fyrirtæki og heimili þurfi að bera þetta ár eftir ár,“ segir Halldór sem lagði fram tillögu í borgarráði um miðjan júní þess efnis að álagningarprósentan verði lækkuð vegna hækkunar fasteignamats umfram eðlilega verðlagsþróun. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að nýtt fasteignamat tekur gildi 1. janúar 2018 þar sem meðalhækkun á höfuðborgarsvæðinu er 14,5 prósent.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg.vísir/daníel„Það hefur ekki verið vilji til lækkunar til þessa. En meirihlutinn felldi allavega ekki þessa tillögu heldur vísaði henni í þessa vinnu þannig að ég ætla bara að vona,“ segir Halldór. „En það má segja að þetta sé heimatilbúinn vandi. Það hefur verið viðvarandi lóðaskortur alveg sama hvað hver segir. Þegar vantar 5.000 íbúðir er það að hluta til vegna lóðaskorts. Lóðaskortur hefur áhrif á hækkunina líka,“ segir Halldór. Gylfi Arnbjörnsson segist algjörlega hvetja til þess að álagningarprósentan verði lækkuð. „Sveitarfélögin hafa áður með plúsum og mínusum breytt hlutfallinu þannig að skatturinn sem slíkur, það sem fólk borgar, sé ekki að taka óeðlilegum breytingum. Ég tel að það séu allir sem krefjist þess og ég minni á að það eru kosningar á næsta vori. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnarmenn þurfa að íhuga.“Samkvæmt upplýsingum frá stærstu sveitarfélögum landsins verða mögulegar lækkanir ræddar í tengslum við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaganna í haust. Það getur þó verið vandasamt vegna mismunandi hækkunar milli hverfa. Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem munu skoða málið í haust, en þar er útlit fyrir að fasteignamat hækki um 11,25 prósent, en lóðamat um 12 prósent. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um þróun mála í borginni en benti á S. Björn Blöndal, formann borgarráðs, sem sagði lækkun vera í skoðun. „Við höfum verið að skoða þetta og viðrað skoðanir okkar undanfarin ár. Ég minni á það að við lækkuðum fasteignagjöld árið 2011. Við erum alltaf vakandi fyrir þessu. Við erum með mjög lágt hlutfall af gjöldum miðað við önnur sveitarfélög en fasteignagjöld eru eðlilega hæst hér,“ segir Björn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Mynd/Larus Karl IngasonHjá Hafnarfjarðarbæ er gert ráð fyrir því að láta tekjur af fasteignagjöldum hækka í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu og þar af leiðandi mun álagningarprósentan lækka þar sem fasteignamatið hefur hækkað umtalsvert meira en vísitalan á milli áranna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir líkt og aðrir bæjarstjórar að málið verði rætt í haust. Þá verði allir tekjupóstar og álagningarpóstar teknir til umræðu. Reykjanesbær hefur staðið frammi fyrir verulegum skuldum og skuldbindingum sem sveitarfélag en hann segist þó ekki geta rætt það hvort svigrúm sé til lækkunar miðað við þær skuldbindingar. „Það er ein hlið málsins sem hefur ekki verið rædd þannig að ég get ekki sagt um það og vil ekki tjá mig um það.“
Húsnæðismál Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent