Ákærður fyrir fimm sýruárásir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2017 23:21 Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum. vísir/afp Sextán ára unglingspiltur hefur verið ákærður af bresku lögreglunni fyrir fimm sýruárásir í London síðastliðið fimmtudagskvöld. Ákæran er í fimmtán liðum en hann er meðal annars sakaður um að hafa valdið alvarlegum líkamlegum skaða, fyrir rán og fjórar tilraunir til ráns. Árásirnar áttu sér stað á níutíu mínútna tímabili í norðausturhluta Lundúna. Annar piltur, fimmtán ára, var handtekinn í tengslum við þær en honum var sleppt úr haldi, gegn tryggingu, í morgun. Hinn ákærði sætir enn gæsluvarðhaldi. Fyrsta árásin var gerð laust fyrir klukkan 22.30 að staðartíma. Þá réðust tveir menn á matarsendilinn Jabed Hussain þar sem hann ók bifhjóli sínu eftir Hackney Road. Þeir eru sagðir hafa skvett sýru í andlit hans og stolið vespunni í kjölfarið.Enginn vildi aðstoða Hussain segist í samtali við Guardian ekki hafa áttað sig á því í fyrstu að um sýru hefði verið að ræða. „Ég áttaði mig ekki á að þetta væri sýra. Síðan byrjaði hún að svíða. Ég sá að þeir ætluðu að skvetta framan í mig aftur þannig að ég stökk af hjólinu og reyndi að fela mig bak við bíla,“ segir hann og bætir við að árásir á hendur matarsendlum hafi aukist nokkuð upp á síðkastið, sérstaklega á þessu tiltekna svæði. Hussain segist í framhaldinu hafa hlaupið að næstu umferðarljósum og grátbeðið ökumenn um að hjálpa sér. „Ég öskraði eftir hjálp og vatni. En enginn vildi opna bílhurðina eða gluggann,“ segir hann. Að lokum stoppaði ein kona og ók honum á næsta spítala. Hussain er ekki talinn alvarlega slasaður. Aðeins tuttugu mínútum síðar var ráðist á annan mann, en hann var sömuleiðis á litlu bifhjóli. Um fjörutíu mínútum eftir fyrstu árásina varð þriðja manneskjan fyrir sýruárás, og um 23.20 barst lögreglu tilkynning um Cazenove Road í Stoke Newington. Sýru hafði verið skvett í andlit manns á vettvangi. Áverkar hans eru sagðir koma til með að breyta lífi hans til frambúðar. Síðasta árásin var gerð á mann á bifhjóli og var hjólinu í kjölfarið stolið.Sýruárásum fjölgað Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum, en tilkynnt hefur verið um hátt í tvö þúsund slíkar árásir frá árinu 2010. Þar af bárust 454 tilkynningar á síðasta ári, samanborið við 261 árið 2015. Lögreglustjóri London hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála. Tengdar fréttir Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48 Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Sextán ára unglingspiltur hefur verið ákærður af bresku lögreglunni fyrir fimm sýruárásir í London síðastliðið fimmtudagskvöld. Ákæran er í fimmtán liðum en hann er meðal annars sakaður um að hafa valdið alvarlegum líkamlegum skaða, fyrir rán og fjórar tilraunir til ráns. Árásirnar áttu sér stað á níutíu mínútna tímabili í norðausturhluta Lundúna. Annar piltur, fimmtán ára, var handtekinn í tengslum við þær en honum var sleppt úr haldi, gegn tryggingu, í morgun. Hinn ákærði sætir enn gæsluvarðhaldi. Fyrsta árásin var gerð laust fyrir klukkan 22.30 að staðartíma. Þá réðust tveir menn á matarsendilinn Jabed Hussain þar sem hann ók bifhjóli sínu eftir Hackney Road. Þeir eru sagðir hafa skvett sýru í andlit hans og stolið vespunni í kjölfarið.Enginn vildi aðstoða Hussain segist í samtali við Guardian ekki hafa áttað sig á því í fyrstu að um sýru hefði verið að ræða. „Ég áttaði mig ekki á að þetta væri sýra. Síðan byrjaði hún að svíða. Ég sá að þeir ætluðu að skvetta framan í mig aftur þannig að ég stökk af hjólinu og reyndi að fela mig bak við bíla,“ segir hann og bætir við að árásir á hendur matarsendlum hafi aukist nokkuð upp á síðkastið, sérstaklega á þessu tiltekna svæði. Hussain segist í framhaldinu hafa hlaupið að næstu umferðarljósum og grátbeðið ökumenn um að hjálpa sér. „Ég öskraði eftir hjálp og vatni. En enginn vildi opna bílhurðina eða gluggann,“ segir hann. Að lokum stoppaði ein kona og ók honum á næsta spítala. Hussain er ekki talinn alvarlega slasaður. Aðeins tuttugu mínútum síðar var ráðist á annan mann, en hann var sömuleiðis á litlu bifhjóli. Um fjörutíu mínútum eftir fyrstu árásina varð þriðja manneskjan fyrir sýruárás, og um 23.20 barst lögreglu tilkynning um Cazenove Road í Stoke Newington. Sýru hafði verið skvett í andlit manns á vettvangi. Áverkar hans eru sagðir koma til með að breyta lífi hans til frambúðar. Síðasta árásin var gerð á mann á bifhjóli og var hjólinu í kjölfarið stolið.Sýruárásum fjölgað Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum, en tilkynnt hefur verið um hátt í tvö þúsund slíkar árásir frá árinu 2010. Þar af bárust 454 tilkynningar á síðasta ári, samanborið við 261 árið 2015. Lögreglustjóri London hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála.
Tengdar fréttir Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48 Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48
Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24