Þögnin er rofin – núna þarf að auka öryggið Bjarni Karlsson skrifar 11. júlí 2017 07:00 Þessa daga fer fram mikilvæg umræða um það hvað geti verið eðlileg viðbrögð í samfélagi okkar gagnvart kynferðisofbeldi einkum þegar það snýr að börnum. Kveikjan að umræðunni er spurningin um uppreist æru lögfræðings sem í framhaldinu vill endurheimta lögmannsréttindi sín og þorra almennings í landinu er misboðið, því eitt er að mega vinna fyrir sér og annað að njóta þess ríka trúnaðar sem lögmannsréttindi fela í sér. Það var stórkostleg breyting á 10. áratug síðustu aldar þegar þolendur kynferðisofbeldis hættu að skammast sín fyrir ofbeldið sem þau höfðu orðið fyrir og byrjuðu að segja frá. Núna vita þau sem beita kynferðisofbeldi að líklega muni verk þeirra ekki liggja í þagnargildi. Það er mikilvægt. Enn er þó langt í land og kynferðisofbeldi virðist ekki í rénun þrátt fyrir þessa breytingu. Í því sambandi langar mig að benda á þætti sem ég held að við þurfum að bæta í því skyni að ná meiri árangri. Ég hef starfað við sálgæslu sem prestur frá 1990 og hef enga tölu á þeim hundruðum þolenda, gerenda og ástvina beggja vegna borðs sem ég hef horfst í augu við á þeim tíma. Af öllum kynferðisglæpum er barnaníð ömurlegast og skuggarnir oft langir sem það varpar inn á æviveginn og til eru kynferðisglæpamenn sem aldrei nokkurn tímann ná þeim þroska að skilja alvöru gjörða sinna og þann skaða sem þeir hafa valdið. Hins vegar er það líka svo í lífi mjög margra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi í æsku að óttinn við að segja frá tengist ekki síst áhyggjum af viðbrögðum umhverfisins sem, þrátt fyrir að hafa batnað mikið hin síðari ár, einkennast enn af of miklum upphrópunum og einföldunum sem ekki hjálpa. Þolendur barnaníðs fá t.d. gjarnan þau skilaboð að þau hafi orðið fyrir sálarmorði eða að vegna ofbeldisins eigi þau hreinlega enga æsku til að minnast. Gerendur í barnaníðsmálum eru sömuleiðis skilgreindir í einn flokk og um þá fullyrt með fáum stórum orðum. Sá sem eitt sinn hefur níðst á barni er að eilífu skilgreindur af því verki sínu og því ítrekað haldið fram að slíkt fólk geti ekki breyst og aldrei batnað. Við gleymum því hins vegar gjarnan að flestir barnaníðingar eru á táningsaldri þegar verknaður er framinn og eru oft náskyldir fórnarlömbum sínum. Fjölskylduboð og sumarbústaðaferðir eru líklega algengustu vettvangar glæpanna. Flestum gerendum endist ekki ævin til að harma gjörðir sínar eftir að þeir ná þroska og verða nýtir þjóðfélagsþegnar. Og flestir þolendur ná þrátt fyrir allt og allt að eiga gott líf sem ekki einkennist af níðinu þótt afleiðingarnar séu alltaf alvarlegar. Ég álít að núna sé tími kominn til að ná meiri árangri í því að stöðva barnaníð í samfélagi okkar og auka kynferðislegt öryggi. Mikilvægur liður í því væri að minnka ofsann í þessum málum en efla samtal, fræðslu og opið aðhald á öllum sviðum og stigum samfélagsins þannig að færri þolendur finni sig knúna til að læsa reynslu sína inni og henda lyklinum og færri gerendur komist upp með athæfi sitt heldur séu gripnir, haldið ábyrgum þegar í stað og refsað með raunhæfum hætti. Fjöldi þolenda þorir ekki að ræða sín mál af því að þau geta ekki treyst umhverfinu til að vera skynsamt. Helstu úrræðin sem við eigum eru refsingar en þegar kemur að því að halda fólki ábyrgu og auka öryggi erum við fákunnandi. Útkoman er sú að fjölmargar stórfjölskyldur lifa í ískaldri þögn vegna óuppgerðra kynferðisofbeldismála sem enginn veit hvernig á að vinna úr. Ófáir menn eru útlægir frá landinu vegna þess að þeir voru einu sinni dæmdir og ef þeir voga sér að heimsækja ástvini eru þeir varla komnir í gegnum tollinn fyrr en þeir eru teknir fyrir á samfélagsmiðlum og allt um þá er rifjað upp því netið gleymir engu. Í raun handjárnum við gerendur og þolendur saman í órjúfanlegum sársauka og skömm með því að við gefum ofbeldisglæpnum eilíft líf. Og ef einhver imprar á þáttum eins og fyrirgefningu eða mannúðlegri meðhöndlun barnaníðinga er sá sami ásakaður um að gera lítið úr þjáningu fórnarlamba og draga taum ofbeldismanna. Þegar þolandi ofbeldis finnur fyrirgefningu vaxa fram í lífi sínu merkir það ekki að hann hafi skipt um skoðun á því sem gerðist og nú sé það orðið í lagi. Fyrirgefning er það þegar ofbeldið hefur ekki lengur vald yfir lífi þolandans. Ef við viljum raunverulega auka öryggi barna í samfélagi okkar og draga úr kynferðisofbeldi gagnvart þeim er einangrun og útskúfun fólks sem haldið er barnagirnd vond hugmynd og til þess fallin að auka á líkur á brotum. Raunhæfara væri að fela heilbrigðisyfirvöldum að annast þjónustu og eftirlit með brotlegum aðilum sem tekið hafa út sína refsingu og nálgast málefnið sem sértækan heilsuvanda. Nú teldi ég eðlilegt í ljósi samfélagsumræðunnar um þessi mál, sem augljóslega liggur á okkur öllum, að lögreglu- og heilbrigðisyfirvöld tefldu fram þar til bærum fulltrúum sem lýstu því fyrir þjóðinni hvaða viðbrögð séu talin líklegust til árangurs í þessum efnum. Við höfum náð þeim árangri að þolendur eru hættir að þegja og skammast sín. Núna þarf að auka öryggið.Höfundur er MA í kynlífssiðfræði og prestur við sálgæslu- og sálfræðistofuna Haf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Þessa daga fer fram mikilvæg umræða um það hvað geti verið eðlileg viðbrögð í samfélagi okkar gagnvart kynferðisofbeldi einkum þegar það snýr að börnum. Kveikjan að umræðunni er spurningin um uppreist æru lögfræðings sem í framhaldinu vill endurheimta lögmannsréttindi sín og þorra almennings í landinu er misboðið, því eitt er að mega vinna fyrir sér og annað að njóta þess ríka trúnaðar sem lögmannsréttindi fela í sér. Það var stórkostleg breyting á 10. áratug síðustu aldar þegar þolendur kynferðisofbeldis hættu að skammast sín fyrir ofbeldið sem þau höfðu orðið fyrir og byrjuðu að segja frá. Núna vita þau sem beita kynferðisofbeldi að líklega muni verk þeirra ekki liggja í þagnargildi. Það er mikilvægt. Enn er þó langt í land og kynferðisofbeldi virðist ekki í rénun þrátt fyrir þessa breytingu. Í því sambandi langar mig að benda á þætti sem ég held að við þurfum að bæta í því skyni að ná meiri árangri. Ég hef starfað við sálgæslu sem prestur frá 1990 og hef enga tölu á þeim hundruðum þolenda, gerenda og ástvina beggja vegna borðs sem ég hef horfst í augu við á þeim tíma. Af öllum kynferðisglæpum er barnaníð ömurlegast og skuggarnir oft langir sem það varpar inn á æviveginn og til eru kynferðisglæpamenn sem aldrei nokkurn tímann ná þeim þroska að skilja alvöru gjörða sinna og þann skaða sem þeir hafa valdið. Hins vegar er það líka svo í lífi mjög margra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi í æsku að óttinn við að segja frá tengist ekki síst áhyggjum af viðbrögðum umhverfisins sem, þrátt fyrir að hafa batnað mikið hin síðari ár, einkennast enn af of miklum upphrópunum og einföldunum sem ekki hjálpa. Þolendur barnaníðs fá t.d. gjarnan þau skilaboð að þau hafi orðið fyrir sálarmorði eða að vegna ofbeldisins eigi þau hreinlega enga æsku til að minnast. Gerendur í barnaníðsmálum eru sömuleiðis skilgreindir í einn flokk og um þá fullyrt með fáum stórum orðum. Sá sem eitt sinn hefur níðst á barni er að eilífu skilgreindur af því verki sínu og því ítrekað haldið fram að slíkt fólk geti ekki breyst og aldrei batnað. Við gleymum því hins vegar gjarnan að flestir barnaníðingar eru á táningsaldri þegar verknaður er framinn og eru oft náskyldir fórnarlömbum sínum. Fjölskylduboð og sumarbústaðaferðir eru líklega algengustu vettvangar glæpanna. Flestum gerendum endist ekki ævin til að harma gjörðir sínar eftir að þeir ná þroska og verða nýtir þjóðfélagsþegnar. Og flestir þolendur ná þrátt fyrir allt og allt að eiga gott líf sem ekki einkennist af níðinu þótt afleiðingarnar séu alltaf alvarlegar. Ég álít að núna sé tími kominn til að ná meiri árangri í því að stöðva barnaníð í samfélagi okkar og auka kynferðislegt öryggi. Mikilvægur liður í því væri að minnka ofsann í þessum málum en efla samtal, fræðslu og opið aðhald á öllum sviðum og stigum samfélagsins þannig að færri þolendur finni sig knúna til að læsa reynslu sína inni og henda lyklinum og færri gerendur komist upp með athæfi sitt heldur séu gripnir, haldið ábyrgum þegar í stað og refsað með raunhæfum hætti. Fjöldi þolenda þorir ekki að ræða sín mál af því að þau geta ekki treyst umhverfinu til að vera skynsamt. Helstu úrræðin sem við eigum eru refsingar en þegar kemur að því að halda fólki ábyrgu og auka öryggi erum við fákunnandi. Útkoman er sú að fjölmargar stórfjölskyldur lifa í ískaldri þögn vegna óuppgerðra kynferðisofbeldismála sem enginn veit hvernig á að vinna úr. Ófáir menn eru útlægir frá landinu vegna þess að þeir voru einu sinni dæmdir og ef þeir voga sér að heimsækja ástvini eru þeir varla komnir í gegnum tollinn fyrr en þeir eru teknir fyrir á samfélagsmiðlum og allt um þá er rifjað upp því netið gleymir engu. Í raun handjárnum við gerendur og þolendur saman í órjúfanlegum sársauka og skömm með því að við gefum ofbeldisglæpnum eilíft líf. Og ef einhver imprar á þáttum eins og fyrirgefningu eða mannúðlegri meðhöndlun barnaníðinga er sá sami ásakaður um að gera lítið úr þjáningu fórnarlamba og draga taum ofbeldismanna. Þegar þolandi ofbeldis finnur fyrirgefningu vaxa fram í lífi sínu merkir það ekki að hann hafi skipt um skoðun á því sem gerðist og nú sé það orðið í lagi. Fyrirgefning er það þegar ofbeldið hefur ekki lengur vald yfir lífi þolandans. Ef við viljum raunverulega auka öryggi barna í samfélagi okkar og draga úr kynferðisofbeldi gagnvart þeim er einangrun og útskúfun fólks sem haldið er barnagirnd vond hugmynd og til þess fallin að auka á líkur á brotum. Raunhæfara væri að fela heilbrigðisyfirvöldum að annast þjónustu og eftirlit með brotlegum aðilum sem tekið hafa út sína refsingu og nálgast málefnið sem sértækan heilsuvanda. Nú teldi ég eðlilegt í ljósi samfélagsumræðunnar um þessi mál, sem augljóslega liggur á okkur öllum, að lögreglu- og heilbrigðisyfirvöld tefldu fram þar til bærum fulltrúum sem lýstu því fyrir þjóðinni hvaða viðbrögð séu talin líklegust til árangurs í þessum efnum. Við höfum náð þeim árangri að þolendur eru hættir að þegja og skammast sín. Núna þarf að auka öryggið.Höfundur er MA í kynlífssiðfræði og prestur við sálgæslu- og sálfræðistofuna Haf.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun