Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2017 08:25 Húsum skolaði út á sjó þegar flóðbylgjan gekk yfir Nuugaatsiaq. Arktisk Kommando/Palle Lauritsen Bandarískir vísindamenn, sem rannsakað hafa svæðið við firðina í kringum grænlensku bæina Uummannaq og Nuugaatsiaq, segja hæstu flóðbylgjuna sem skall á svæðið hafa verið um níutíu metrar á hæð að því er fram kemur í frétt Danska ríkissjónvarpsins. Berghlaup í hlíð í Karrat Isfjorden á Grænlandi olli miklum sjávarflóðum og flóðbylgjum í júní en bæirnir Nuugaatsiaq og Uummanaq urðu einna verst úti í náttúruhamförunum. Hundruð íbúa á svæðinu þurftu að flýja heimili sín og fjórir létust. Vísindamenn við Georgia Tech-háskólann í Bandaríkjunum, sem sendir voru til rannsókna á svæðinu, segja hæstu flóðbylgjuna hafa verið allt að níutíu metrar á hæð og einhverja þær stærstu sem þeir hafi komist í tæri við. Flóðbylgjurnar náðu þó aðeins þessari miklu hæð í stuttan tíma en samkvæmt mælingum vísindamannanna voru einhverjar flóðbylgjanna stærri en þær sem skullu á Japan í kjölfar jarðskjálftans þar í landi árið 2011. Yfir fimmtán þúsund manns létust í þeim hamförum og þá gætir enn áhrifa hryllilegra kjarnorkuslysa sem urðu vegna flóðbylgjanna. Hermann Fritz, einn vísindamannanna í hópnum, sagði einnig að flóðbylgjan hefði skollið mjög hratt á byggð á svæðinu. Íbúar hefðu því ekki haft mikinn tíma til að bregðast við atburðarásinni. Ríkisstjórn Íslands ákvað að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna hamfaranna og þá hafa safnast tugir milljóna í landssöfnuninni Vinátta í verki til styrktar íbúum hamfarasvæðanna. Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir Hvert íslenska sveitarfélagið af öðru leggur söfnuninni lið, og er markmiðið að öll sveitarfélögin 74 myndi eins konar kærleikskeðju hringinn um landið 6. júlí 2017 18:02 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Leit að þeim sem var saknað á Grænlandi hætt Grænlenska lögreglan segir að leit að þremur fullorðnum og barni sem var saknað eftir flóðbylgjuna á þjóðhátíðaradginn hafi verið hætt. Fólkið er talið af. 28. júní 2017 14:28 Flóðbylgjan á Grænlandi: Þrír fullorðnir og barn talin af Grænlenska lögreglan segir að um sé að ræða þrjá fullorðna og eitt barn. 20. júní 2017 21:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Bandarískir vísindamenn, sem rannsakað hafa svæðið við firðina í kringum grænlensku bæina Uummannaq og Nuugaatsiaq, segja hæstu flóðbylgjuna sem skall á svæðið hafa verið um níutíu metrar á hæð að því er fram kemur í frétt Danska ríkissjónvarpsins. Berghlaup í hlíð í Karrat Isfjorden á Grænlandi olli miklum sjávarflóðum og flóðbylgjum í júní en bæirnir Nuugaatsiaq og Uummanaq urðu einna verst úti í náttúruhamförunum. Hundruð íbúa á svæðinu þurftu að flýja heimili sín og fjórir létust. Vísindamenn við Georgia Tech-háskólann í Bandaríkjunum, sem sendir voru til rannsókna á svæðinu, segja hæstu flóðbylgjuna hafa verið allt að níutíu metrar á hæð og einhverja þær stærstu sem þeir hafi komist í tæri við. Flóðbylgjurnar náðu þó aðeins þessari miklu hæð í stuttan tíma en samkvæmt mælingum vísindamannanna voru einhverjar flóðbylgjanna stærri en þær sem skullu á Japan í kjölfar jarðskjálftans þar í landi árið 2011. Yfir fimmtán þúsund manns létust í þeim hamförum og þá gætir enn áhrifa hryllilegra kjarnorkuslysa sem urðu vegna flóðbylgjanna. Hermann Fritz, einn vísindamannanna í hópnum, sagði einnig að flóðbylgjan hefði skollið mjög hratt á byggð á svæðinu. Íbúar hefðu því ekki haft mikinn tíma til að bregðast við atburðarásinni. Ríkisstjórn Íslands ákvað að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna hamfaranna og þá hafa safnast tugir milljóna í landssöfnuninni Vinátta í verki til styrktar íbúum hamfarasvæðanna.
Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir Hvert íslenska sveitarfélagið af öðru leggur söfnuninni lið, og er markmiðið að öll sveitarfélögin 74 myndi eins konar kærleikskeðju hringinn um landið 6. júlí 2017 18:02 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Leit að þeim sem var saknað á Grænlandi hætt Grænlenska lögreglan segir að leit að þremur fullorðnum og barni sem var saknað eftir flóðbylgjuna á þjóðhátíðaradginn hafi verið hætt. Fólkið er talið af. 28. júní 2017 14:28 Flóðbylgjan á Grænlandi: Þrír fullorðnir og barn talin af Grænlenska lögreglan segir að um sé að ræða þrjá fullorðna og eitt barn. 20. júní 2017 21:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00
Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir Hvert íslenska sveitarfélagið af öðru leggur söfnuninni lið, og er markmiðið að öll sveitarfélögin 74 myndi eins konar kærleikskeðju hringinn um landið 6. júlí 2017 18:02
Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21
Leit að þeim sem var saknað á Grænlandi hætt Grænlenska lögreglan segir að leit að þremur fullorðnum og barni sem var saknað eftir flóðbylgjuna á þjóðhátíðaradginn hafi verið hætt. Fólkið er talið af. 28. júní 2017 14:28
Flóðbylgjan á Grænlandi: Þrír fullorðnir og barn talin af Grænlenska lögreglan segir að um sé að ræða þrjá fullorðna og eitt barn. 20. júní 2017 21:01