Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 09:31 Samband Jeff Sessions og Donalds Trump virðist hafa kólnað eftir því sem þrýstingurinn vegna Rússarannsóknarinnar hefur aukist. Vísir/AFP Staða Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú talin þröng. Donald Trump forseti og ráðgjafar hans eru nú sagðir ræða um möguleikann á að skipta Sessions út. Það gæti verið skref í átt að því að Trump reki sérstakan rannsakanda tengsla framboðs hans við Rússa.Washington Post segir að nánustu bandamenn forsetans velti nú fyrir sér eftirmönnum Sessions segi hann af sér eða ákveði Trump að reka hann. Sessions var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við Trump í kosningabaráttunni og hefur verið talinn einn helsti bandamaður hans fram að þessu. Trump hellti hins vegar úr skálum reiði sinnar yfir dómsmálaráðherrann í síðustu viku. Sagðist hann ósáttur við að Sessions hafi stigið til hliðar í rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við þá. Cruz og Giuliani nefndir sem eftirmenn Forsetinn lét Sessions aftur heyra það í gær. Talaði hann um Sessions sem „umsetinn dómsmálaráðherra okkar“. Spurði hann jafnframt hvers vegna Sessions væri ekki að rannsaka „glæpi“ Hillary Clinton og meint tengsl við Rússland. Nafnlausir heimildamenn Washington Post úr innsta hring Trump telja að brotthvarf Sessions væri hluti af áætlun forsetans um að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Ted Cruz virðist hafa jafnað sig fljótt á svívirðingunum sem Trump jós yfir hann í kosningabaráttunni. Hann er nú nefndur sem mögulegur dómsmálaráðherra Trump.Vísir/GettyÁ meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem eftirmenn Sessions í embætti dómsmálaráðherra eru Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og einn helsti bandamaður forsetans, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi andstæðingur Trump í forvali Repúblikanaflokksins í fyrra. Í kosningabaráttunni vændi Trump föður Cruz meðal annars um að hafa átt þátt í því þegar John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, var myrtur árið 1963, og uppnefndi hann „Lygara-Ted“. Cruz kallaði Trump aftur á móti „sjúklegan lygara“ og að nær hvert orð sem kæmi upp úr honum væri lygi. Eftir að Trump varð forseti hefur Cruz hins vegar gengið honum á hönd og varið hann í þeim fjölda hneykslismála sem hafa einkennt stutta valdatíð hans fram að þessu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Staða Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú talin þröng. Donald Trump forseti og ráðgjafar hans eru nú sagðir ræða um möguleikann á að skipta Sessions út. Það gæti verið skref í átt að því að Trump reki sérstakan rannsakanda tengsla framboðs hans við Rússa.Washington Post segir að nánustu bandamenn forsetans velti nú fyrir sér eftirmönnum Sessions segi hann af sér eða ákveði Trump að reka hann. Sessions var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við Trump í kosningabaráttunni og hefur verið talinn einn helsti bandamaður hans fram að þessu. Trump hellti hins vegar úr skálum reiði sinnar yfir dómsmálaráðherrann í síðustu viku. Sagðist hann ósáttur við að Sessions hafi stigið til hliðar í rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við þá. Cruz og Giuliani nefndir sem eftirmenn Forsetinn lét Sessions aftur heyra það í gær. Talaði hann um Sessions sem „umsetinn dómsmálaráðherra okkar“. Spurði hann jafnframt hvers vegna Sessions væri ekki að rannsaka „glæpi“ Hillary Clinton og meint tengsl við Rússland. Nafnlausir heimildamenn Washington Post úr innsta hring Trump telja að brotthvarf Sessions væri hluti af áætlun forsetans um að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Ted Cruz virðist hafa jafnað sig fljótt á svívirðingunum sem Trump jós yfir hann í kosningabaráttunni. Hann er nú nefndur sem mögulegur dómsmálaráðherra Trump.Vísir/GettyÁ meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem eftirmenn Sessions í embætti dómsmálaráðherra eru Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og einn helsti bandamaður forsetans, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi andstæðingur Trump í forvali Repúblikanaflokksins í fyrra. Í kosningabaráttunni vændi Trump föður Cruz meðal annars um að hafa átt þátt í því þegar John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, var myrtur árið 1963, og uppnefndi hann „Lygara-Ted“. Cruz kallaði Trump aftur á móti „sjúklegan lygara“ og að nær hvert orð sem kæmi upp úr honum væri lygi. Eftir að Trump varð forseti hefur Cruz hins vegar gengið honum á hönd og varið hann í þeim fjölda hneykslismála sem hafa einkennt stutta valdatíð hans fram að þessu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00