Seðlabankastjóri Bretlands, Mark Carney, varaði við því í gær að óvissa vegna væntanlegrar úrgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu væri nú þegar farin að hafa alvarleg áhrif á efnahag ríkisins. Lét Carney þau ummæli falla í kjölfar þess að seðlabankinn lækkaði hagvaxtarspár sínar.
Áður var hagvaxtarspá fyrir árið 1,9 prósent en hún var lækkuð í 1,7 prósent í gær. Þá var spáin fyrir árið 2018 lækkuð úr 1,7 prósentum niður í 1,6 prósent. Þá ákvað bankinn að halda stýrivöxtum í 0,25 prósentum en þeir hafa verið jafnháir í um ár.
Breska pundið féll einnig í verði í gær um 0,76 prósent gagnvart evru. Hefur pundið ekki verið lægra gagnvart evru í níu mánuði.
„Það er alveg ljóst af samtölum okkar við fyrirtæki í landinu að óvissan um væntanlegt samband okkar við Evrópusambandið hefur áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækja,“ sagði Carney. Hann bætti því við að fjárfestingar á Bretlandi væru minni en áður og að afleiðingar óvissunnar væru að hrannast upp.
Áhyggjur af áhrifum Brexit
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mest lesið

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent


Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent