Fjárfestum í leikskólum landsins – þar er arður framtíðarinnar Anna Karólína Vilhjálmsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Special Olympics á Íslandi hóf árið 2015 innleiðingu YAP á Íslandi en það er alþjóðaverkefni sem hefur að markmiði að öll börn, fái nauðsynlega hreyfiþjálfun. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi og vonast er til að innleiðing YAP eða Young Athlete Project hafi áhrif til framtíðar varðandi þátttöku barna í íþróttastarfi. Alþjóðasamtök Special Olympics voru sett á fót af Kennedy fjölskyldunni árið 1968. Öll verkefni taka mið af því að hægt sé að skapa aðstæður til að allir geti notið sín á eigin verðleikum. YAP var þróað í samstarfi við háskóla í Boston, myndrænt og einfalt aðgengi er að ókeypis fræðsluefni en taka þurfti mið af mismunandi aðstæðum í aðildarlöndum SOI. www.specialolympics.org Með einföldu prófi er skoðað hvort ástæða sé til að börnin fái aukatíma í hreyfiþjálfun en einnig getur markviss hreyfiþjálfun sem fléttast inn í dagleg verkefni haft jákvæð áhrif. Áhersla er lögð á að bregðast við sé ástæða til þannig að börnin fái tækifæri til að eflast og styrkjast. Auk þess sem aðildarfélög ÍF hafa verið hvött til að efla starf fyrir ung börn hefur verið lögð mikil áhersla á samstarf við leikskóla og að öll börn séu þar þátttakendur. YAP verkefnið hefur verið kynnt í leikskólum í nokkrum sveitarfélögum og kynningardagar hafa verið haldnir í Reykjanesbæ og á Akureyri. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að upplifa þann mikla áhuga og eldmóð sem er til staðar hjá leikskólastjórum og starfsfólki sem er mjög meðvitað um gildi snemmtækrar íhlutunar. Þrátt fyrir að margir leikskólar á Íslandi hafi starfað markvisst að hreyfiþjálfun barna, ekki síst heilsuleikskólar, hefur undantekningarlaust verið áhugi á að nýta YAP-fræðsluefnið. Mörg aðildarlönd SOI taka þátt í YAP og því gefst tækifæri til alþjóðasamstarfs. Fyrst og fremst er þó markmið að efla og styrkja hreyfifærni ungra barna og stuðla að færni til framtíðar. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að fá tækifæri til að heimsækja leikskóla landsins og hitta fólk sem brennur af áhuga og eldmóði þegar kemur að hagsmunum barna. Á sama tíma og stefna er sett um heilsueflandi sveitarfélög, skóla og stofnanir er mikilvægt að horfa til þess starfs sem er að skila markvissum arði til framtíðar. Að skapa umhverfi og aðstæður sem gera kleift að efla og auka hreyfifærni ungra barna hlýtur að vera forvarnarstarf sem skilar ómældum arði til framtíðar. Yfirumsjón með hreyfiþjálfun þyrfti að vera í höndum sérmenntaðs starfsmanns, það hlýtur að vera sérhæft faglegt verkefni að bera ábyrgð á markvissri hreyfiþjálfun barna í leikskólum landsins. Af einhverjum ástæðum virðist ekki gert ráð fyrir starfsheitinu „íþróttafræðingur“ í leikskólum. Nokkrir leikskólar hafa þó ráðið íþróttafræðing og aðrir reyna að leita ýmissa leiða til að bæta upp þennan þátt með aðstoð starfsfólks sem hefur reynslu af íþróttastarfi og þjálfun. Stefnt er að því að halda áfram kynningarstarfi YAP á Íslandi í öllum landshlutum og koma á samstarfi við íþróttahreyfinguna um að fylgja eftir þessu starfi. Íþróttafélög, sérsambönd, ungmennafélög og ÍSÍ auk ÍF þurfa að taka sameiginlega ábyrgð á því að öll börn fái tækifæri til að taka virkan þátt í markvissri hreyfiþjálfun. Eftir útskrift úr leikskóla verður ferlið óljóst og þar er verk að vinna. Það eru ekki síst þjálfarar sem gegna lykilhlutverki í því að börn njóti íþróttaæfinga. Börn með sérþarfir eða skerta hreyfifærni eiga eins og önnur börn að njóta sín í íþróttastarfi, sama hvar á landinu þau búa. Um leið og þakkir eru færðar til samstarfsaðila YAP á Íslandi þá óskar Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi, leikskólastjórum og starfsfólki til hamingju með frábært starf. Starf sem skilar ómældum arði og er fjárfesting til framtíðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Special Olympics á Íslandi hóf árið 2015 innleiðingu YAP á Íslandi en það er alþjóðaverkefni sem hefur að markmiði að öll börn, fái nauðsynlega hreyfiþjálfun. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi og vonast er til að innleiðing YAP eða Young Athlete Project hafi áhrif til framtíðar varðandi þátttöku barna í íþróttastarfi. Alþjóðasamtök Special Olympics voru sett á fót af Kennedy fjölskyldunni árið 1968. Öll verkefni taka mið af því að hægt sé að skapa aðstæður til að allir geti notið sín á eigin verðleikum. YAP var þróað í samstarfi við háskóla í Boston, myndrænt og einfalt aðgengi er að ókeypis fræðsluefni en taka þurfti mið af mismunandi aðstæðum í aðildarlöndum SOI. www.specialolympics.org Með einföldu prófi er skoðað hvort ástæða sé til að börnin fái aukatíma í hreyfiþjálfun en einnig getur markviss hreyfiþjálfun sem fléttast inn í dagleg verkefni haft jákvæð áhrif. Áhersla er lögð á að bregðast við sé ástæða til þannig að börnin fái tækifæri til að eflast og styrkjast. Auk þess sem aðildarfélög ÍF hafa verið hvött til að efla starf fyrir ung börn hefur verið lögð mikil áhersla á samstarf við leikskóla og að öll börn séu þar þátttakendur. YAP verkefnið hefur verið kynnt í leikskólum í nokkrum sveitarfélögum og kynningardagar hafa verið haldnir í Reykjanesbæ og á Akureyri. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að upplifa þann mikla áhuga og eldmóð sem er til staðar hjá leikskólastjórum og starfsfólki sem er mjög meðvitað um gildi snemmtækrar íhlutunar. Þrátt fyrir að margir leikskólar á Íslandi hafi starfað markvisst að hreyfiþjálfun barna, ekki síst heilsuleikskólar, hefur undantekningarlaust verið áhugi á að nýta YAP-fræðsluefnið. Mörg aðildarlönd SOI taka þátt í YAP og því gefst tækifæri til alþjóðasamstarfs. Fyrst og fremst er þó markmið að efla og styrkja hreyfifærni ungra barna og stuðla að færni til framtíðar. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að fá tækifæri til að heimsækja leikskóla landsins og hitta fólk sem brennur af áhuga og eldmóði þegar kemur að hagsmunum barna. Á sama tíma og stefna er sett um heilsueflandi sveitarfélög, skóla og stofnanir er mikilvægt að horfa til þess starfs sem er að skila markvissum arði til framtíðar. Að skapa umhverfi og aðstæður sem gera kleift að efla og auka hreyfifærni ungra barna hlýtur að vera forvarnarstarf sem skilar ómældum arði til framtíðar. Yfirumsjón með hreyfiþjálfun þyrfti að vera í höndum sérmenntaðs starfsmanns, það hlýtur að vera sérhæft faglegt verkefni að bera ábyrgð á markvissri hreyfiþjálfun barna í leikskólum landsins. Af einhverjum ástæðum virðist ekki gert ráð fyrir starfsheitinu „íþróttafræðingur“ í leikskólum. Nokkrir leikskólar hafa þó ráðið íþróttafræðing og aðrir reyna að leita ýmissa leiða til að bæta upp þennan þátt með aðstoð starfsfólks sem hefur reynslu af íþróttastarfi og þjálfun. Stefnt er að því að halda áfram kynningarstarfi YAP á Íslandi í öllum landshlutum og koma á samstarfi við íþróttahreyfinguna um að fylgja eftir þessu starfi. Íþróttafélög, sérsambönd, ungmennafélög og ÍSÍ auk ÍF þurfa að taka sameiginlega ábyrgð á því að öll börn fái tækifæri til að taka virkan þátt í markvissri hreyfiþjálfun. Eftir útskrift úr leikskóla verður ferlið óljóst og þar er verk að vinna. Það eru ekki síst þjálfarar sem gegna lykilhlutverki í því að börn njóti íþróttaæfinga. Börn með sérþarfir eða skerta hreyfifærni eiga eins og önnur börn að njóta sín í íþróttastarfi, sama hvar á landinu þau búa. Um leið og þakkir eru færðar til samstarfsaðila YAP á Íslandi þá óskar Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi, leikskólastjórum og starfsfólki til hamingju með frábært starf. Starf sem skilar ómældum arði og er fjárfesting til framtíðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun