Innlent

Farþegar WOW í Miami komast heim í dag

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Farþegar WOW air sem hafa beðið í Miami síðan á þriðjudag komast til Íslands seinna í dag.
Farþegar WOW air sem hafa beðið í Miami síðan á þriðjudag komast til Íslands seinna í dag. Vísir/Vilhelm
Farþegar WOW air sem áttu að fljúga frá Miami til Keflavíkur á þriðjudagskvöld komast heim í dag. Þetta segir Svana Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW air í samtali við Vísi. Á þriðjudagskvöld rakst hleðsluvagn utan í vél WOW á flugvellinum í Miami og þurftu því farþegar sem áttu að fljúga með vélinni til Íslands að dvelja lengur í Miami.

Farþegar voru í fyrstu mjög áhyggjufullir þar sem á heimasíðu WOW mátti sjá að næsta lausa flug til Íslands væri þann 7. september. WOW air ákvað svo að senda aukavél út til Miami svo allir farþegarnir sem ekki völdu að fara heim með öðrum leiðum, komast til Íslands í dag.



„WOW hefur haft samband við alla farþega og það eru tvær vélar sem fljúga frá Miami um fimmleytið í dag. Farþegar þurfa bara að hafa samband við þjónustuver, en þessar upplýsingar fengu farþegarnir í skilaboðum klukkan tvö í nótt,“ segir Svana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×