Sögurnar sem faðir minn sagði gerðust á hóruhúsi Magnús Guðmundsson skrifar 9. september 2017 09:30 Etgar Keret er skemmtilegur sagnamaður og hann verður á Bókmenntahátíð í Reykjavík í dag. Visir/Ernir Heima í Ísrael er það eins og ákveðið hugtak að vera af annarri kynslóð og ef maður er af slíkri kynslóð þá hefur fólk meðaumkun með manni. En ég held að við séum öll af annarri kynslóð einhvers, foreldrar mínir lifðu helförina og foreldrar pabba voru drukkin og skeytingarlaus og þannig mætti áfram telja, við erum öll brothætt og lendum í okkar áföllum á lífsleiðinni. Niðurstaðan er að öll eigum við okkur flókinn bakgrunn,“ segir ísraelski rithöfundurinn Etgar Keret sem er staddur á landinu til þess að taka þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík. Í dag kl. 12 tekur Keret þátt í pallborði ásamt Sjón undir stjórn Rosie Goldsmith þar sem rætt verður um form og fantasíu.Engar barnabækur Keret er þekktur fyrir að nýta sér fjölbreytta miðla en þekktastur er hann fyrir fjölda smásagna en hann hefur einnig skrifað kvikmynda- og sjónvarpshandrit, texta í teiknimyndir og barnasögur svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur segist Keret fyrst og fremst skilgreina sig sem sögumann. „Ég segi svo sögur á því formi sem hentar mér eða höfðar til mín hverju sinni, formið skiptir ekki öllu máli, heldur markmiðið. Að segja söguna.“ Keret segir að sögur hafi alltaf verið stór þáttur í lífi hans. „Foreldrar móður minnar sögðu henni alltaf sögur fyrir svefninn í hennar barnæsku í gettóinu. Þær sögur voru aðeins sagðar munnlega því þau höfðu engan aðgang að barnabókum. Á daginn hugsuðu þau upp sögur sem þau svo sögðu henni um kvöldið þannig að þær voru sérstaklega hugsaðar og sagðar henni einni. Fyrir vikið fannst henni hún vera alveg einstök. Hver saga var sögð aðeins einu sinni og ef hún hlustaði ekki þá myndi sagan hverfa að eilífu. Þegar hún varð svo móðir sjálf þá vildi hún gera það sama fyrir börnin sín. Hún upphugsaði því sögur og sagði okkur þær á kvöldin. Við áttum engar barnabækur því fyrir móður minni þá var það eins og að panta pitsu eða kínverskt, það var bara eitthvað sem löt manneskja mundi gera. Fyrir vikið voru sögur eitthvað alveg sérstakt sem fól í sér nánd og örlæti. Aðeins einhver sem stóð þér mjög nærri hefði fyrir því að búa til og segja þér sögu. Sögurnar voru svo líka til þess að miðla til þín ákveðnu siðferði og hvað væri mikilvægt í lífinu.“Visir/ErnirTilraunastofa fyrir lífið Hvað varðar hina ólíku miðla segir Keret að það sé honum eðlilegt að skrifa smásögur. „Það sem fær mig til þess að fara með sögur á aðra miðla er möguleikinn á samstarfi vegna þess að það eina sem mér líkar ekki við skriftirnar er einsemdin. Ég skrifa um fólk og tilfinningar þess og það er sprottið upp úr félagslegri þörf fyrir samtal. Þannig að þegar ég fæ tækifæri til þess að vinna með einhverjum á borð við kvikmyndagerðarmann eða myndskreyti þá læt ég freistast, ekki formsins vegna heldur samstarfsins. Ég þrái að vera með fólki og eiga í samskiptum við fólk en ég er bara alltaf hræddur við að segja einhverja vitleysu, þannig að sögurnar eru mín leið að því að hafa stjórn á samræðunum ef svo má segja,“ segir Keret og brosir út í annað. Í verkum Kerets er að finna ákveðna eiginleika frá fantasíunni og hann segir að markmiðið sé aldrei að vera raunsær heldur trúr persónunum. „Þegar það er talað um realisma þá er alltaf verið að tala um einhvern frádrátt frá veruleikanum. Segjum að þrjár manneskjur hittist, ein trúir á guð, önnur á spíritisma og þriðja á fljúgandi furðuhluti, þá tökum við það út af borðinu sem við erum ekki á einu máli um. Þessir hlutir eru okkur samt mikilvægir persónulega – okkar veruleiki. Þannig að ef minni persónu líður kannski eins og hún svífi af því að hún er ástfangin þá leyfi ég henni að svífa, það er hennar veruleiki. Stóra málið er ekki hvað getur gerst í raun og veru heldur tilfinningar okkar. Þetta er spurning um stigveldi mikilvægis í frásögninni.“ Keret segir að í þessari afstöðu felist ákveðið frelsi fyrir hann sem rithöfund og manneskju. „Ef mér líður eins og ég vilji drepa einhvern í sögunni þá geri ég það bara. Þetta er ákveðinn léttir fyrir mann eins og mig sem er afskaplega stífur og mikill pappakassi í raun og veru. En grimmdin og ljótleikinn býr innra með okkur og í sögunum get ég líka látið fara illa fyrir þeim sem gera skelfilega hluti. Að skrifa er eins konar tilraunastofa fyrir lífið með öryggisnetinu sem felst í því að þetta eru bara sögur en ekki veruleikinn. Þess vegna verða sumir fyrir vonbrigðum þegar ég mæti á bókmenntahátíðir og er ekki blindfullur í leðurjakka og kem mér svo fljótlega í slagsmál. En ég segi alltaf það sama við þetta fólk: Ef ég lifði þessu lífi þá þyrfti ég ekki að skrifa um það.“Öll mannleg Keret segir að þessi eiginleiki í sögum hans sé ekki síst kominn frá þeim sögum sem faðir hans sagði honum í æsku. „Hann gat ekki samið sögur eins og mamma þannig að þær voru allar raunverulegar og allar gerðust þær á hóruhúsi. Hetjan var svo alltaf einhver glæpon og fyrir mig sem barn finnst mér eftir á að tilgangurinn hafi alltaf verið að gera persónuna mannlega. Það sem persónan gerði var rangt en það var ástæða fyrir því að hún gerði þetta. Seinna sagði faðir minn mér að eftir heimsstyrjöldina hafi foreldrar mínir reynt að komast til Ísraels en verið vísað frá. Þá gekk hann til liðs við neðanjarðarhreyfinguna sem barðist gegn Bretum og var sendur til þess að kaupa vopn af ítölsku mafíunni. Þeir buðu honum að spara peninga með því að gista á hóruhúsi sem þeir áttu og þar sá hann alls konar fólk sem í samanburði við það sem hann hafði upplifað í helförinni var bara mjög almennilegt. Þess vegna átti hann gott með að sjá hið góða og mannlega í fólki og þessum veruleika deildi hann í sögum sínum. Þar var hann líka á ákveðinn hátt talsmaður þessa fólks, talaði um að það væri ekki endilega vont þó svo það væri veiklundað eða vitlaust og hefði gert sín mistök. Fyrir mér er tilgangur þessara sagna að vera talsmaður mannkyns. Að hafa trú á manninum og halda í vonina. Málið er að ég þarf hvorki bækur né kvikmyndir til þess að sjá að fólk er drullusokkar. Ég bý á rétta staðnum til þess að sjá að fólk er drullusokkar og ég þarf ekki annað en að opna glugga í Ísrael til þess að sjá drullusokka gera það sem drullusokkar gera. Þannig að þegar ég heimsæki sögu þá er það ekki til þess að flýja veruleikann heldur til þess að segja að undir þessu sé möguleiki á endurlausn – einhvers konar von. Stundum skrifa ég sögur um fólk sem maður vill ekki hafa sem nágranna eða vini en þegar ég skrifa um þetta fólk þá reyni ég að skilja það og sjá það mannlega í þeim. Minna mig á að þeir sem við erum ekki alltaf sammála og jafnvel þeir sem við berjumst við eru líka mannlegir.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. september. Bókmenntahátíð Bókmenntir Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Heima í Ísrael er það eins og ákveðið hugtak að vera af annarri kynslóð og ef maður er af slíkri kynslóð þá hefur fólk meðaumkun með manni. En ég held að við séum öll af annarri kynslóð einhvers, foreldrar mínir lifðu helförina og foreldrar pabba voru drukkin og skeytingarlaus og þannig mætti áfram telja, við erum öll brothætt og lendum í okkar áföllum á lífsleiðinni. Niðurstaðan er að öll eigum við okkur flókinn bakgrunn,“ segir ísraelski rithöfundurinn Etgar Keret sem er staddur á landinu til þess að taka þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík. Í dag kl. 12 tekur Keret þátt í pallborði ásamt Sjón undir stjórn Rosie Goldsmith þar sem rætt verður um form og fantasíu.Engar barnabækur Keret er þekktur fyrir að nýta sér fjölbreytta miðla en þekktastur er hann fyrir fjölda smásagna en hann hefur einnig skrifað kvikmynda- og sjónvarpshandrit, texta í teiknimyndir og barnasögur svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur segist Keret fyrst og fremst skilgreina sig sem sögumann. „Ég segi svo sögur á því formi sem hentar mér eða höfðar til mín hverju sinni, formið skiptir ekki öllu máli, heldur markmiðið. Að segja söguna.“ Keret segir að sögur hafi alltaf verið stór þáttur í lífi hans. „Foreldrar móður minnar sögðu henni alltaf sögur fyrir svefninn í hennar barnæsku í gettóinu. Þær sögur voru aðeins sagðar munnlega því þau höfðu engan aðgang að barnabókum. Á daginn hugsuðu þau upp sögur sem þau svo sögðu henni um kvöldið þannig að þær voru sérstaklega hugsaðar og sagðar henni einni. Fyrir vikið fannst henni hún vera alveg einstök. Hver saga var sögð aðeins einu sinni og ef hún hlustaði ekki þá myndi sagan hverfa að eilífu. Þegar hún varð svo móðir sjálf þá vildi hún gera það sama fyrir börnin sín. Hún upphugsaði því sögur og sagði okkur þær á kvöldin. Við áttum engar barnabækur því fyrir móður minni þá var það eins og að panta pitsu eða kínverskt, það var bara eitthvað sem löt manneskja mundi gera. Fyrir vikið voru sögur eitthvað alveg sérstakt sem fól í sér nánd og örlæti. Aðeins einhver sem stóð þér mjög nærri hefði fyrir því að búa til og segja þér sögu. Sögurnar voru svo líka til þess að miðla til þín ákveðnu siðferði og hvað væri mikilvægt í lífinu.“Visir/ErnirTilraunastofa fyrir lífið Hvað varðar hina ólíku miðla segir Keret að það sé honum eðlilegt að skrifa smásögur. „Það sem fær mig til þess að fara með sögur á aðra miðla er möguleikinn á samstarfi vegna þess að það eina sem mér líkar ekki við skriftirnar er einsemdin. Ég skrifa um fólk og tilfinningar þess og það er sprottið upp úr félagslegri þörf fyrir samtal. Þannig að þegar ég fæ tækifæri til þess að vinna með einhverjum á borð við kvikmyndagerðarmann eða myndskreyti þá læt ég freistast, ekki formsins vegna heldur samstarfsins. Ég þrái að vera með fólki og eiga í samskiptum við fólk en ég er bara alltaf hræddur við að segja einhverja vitleysu, þannig að sögurnar eru mín leið að því að hafa stjórn á samræðunum ef svo má segja,“ segir Keret og brosir út í annað. Í verkum Kerets er að finna ákveðna eiginleika frá fantasíunni og hann segir að markmiðið sé aldrei að vera raunsær heldur trúr persónunum. „Þegar það er talað um realisma þá er alltaf verið að tala um einhvern frádrátt frá veruleikanum. Segjum að þrjár manneskjur hittist, ein trúir á guð, önnur á spíritisma og þriðja á fljúgandi furðuhluti, þá tökum við það út af borðinu sem við erum ekki á einu máli um. Þessir hlutir eru okkur samt mikilvægir persónulega – okkar veruleiki. Þannig að ef minni persónu líður kannski eins og hún svífi af því að hún er ástfangin þá leyfi ég henni að svífa, það er hennar veruleiki. Stóra málið er ekki hvað getur gerst í raun og veru heldur tilfinningar okkar. Þetta er spurning um stigveldi mikilvægis í frásögninni.“ Keret segir að í þessari afstöðu felist ákveðið frelsi fyrir hann sem rithöfund og manneskju. „Ef mér líður eins og ég vilji drepa einhvern í sögunni þá geri ég það bara. Þetta er ákveðinn léttir fyrir mann eins og mig sem er afskaplega stífur og mikill pappakassi í raun og veru. En grimmdin og ljótleikinn býr innra með okkur og í sögunum get ég líka látið fara illa fyrir þeim sem gera skelfilega hluti. Að skrifa er eins konar tilraunastofa fyrir lífið með öryggisnetinu sem felst í því að þetta eru bara sögur en ekki veruleikinn. Þess vegna verða sumir fyrir vonbrigðum þegar ég mæti á bókmenntahátíðir og er ekki blindfullur í leðurjakka og kem mér svo fljótlega í slagsmál. En ég segi alltaf það sama við þetta fólk: Ef ég lifði þessu lífi þá þyrfti ég ekki að skrifa um það.“Öll mannleg Keret segir að þessi eiginleiki í sögum hans sé ekki síst kominn frá þeim sögum sem faðir hans sagði honum í æsku. „Hann gat ekki samið sögur eins og mamma þannig að þær voru allar raunverulegar og allar gerðust þær á hóruhúsi. Hetjan var svo alltaf einhver glæpon og fyrir mig sem barn finnst mér eftir á að tilgangurinn hafi alltaf verið að gera persónuna mannlega. Það sem persónan gerði var rangt en það var ástæða fyrir því að hún gerði þetta. Seinna sagði faðir minn mér að eftir heimsstyrjöldina hafi foreldrar mínir reynt að komast til Ísraels en verið vísað frá. Þá gekk hann til liðs við neðanjarðarhreyfinguna sem barðist gegn Bretum og var sendur til þess að kaupa vopn af ítölsku mafíunni. Þeir buðu honum að spara peninga með því að gista á hóruhúsi sem þeir áttu og þar sá hann alls konar fólk sem í samanburði við það sem hann hafði upplifað í helförinni var bara mjög almennilegt. Þess vegna átti hann gott með að sjá hið góða og mannlega í fólki og þessum veruleika deildi hann í sögum sínum. Þar var hann líka á ákveðinn hátt talsmaður þessa fólks, talaði um að það væri ekki endilega vont þó svo það væri veiklundað eða vitlaust og hefði gert sín mistök. Fyrir mér er tilgangur þessara sagna að vera talsmaður mannkyns. Að hafa trú á manninum og halda í vonina. Málið er að ég þarf hvorki bækur né kvikmyndir til þess að sjá að fólk er drullusokkar. Ég bý á rétta staðnum til þess að sjá að fólk er drullusokkar og ég þarf ekki annað en að opna glugga í Ísrael til þess að sjá drullusokka gera það sem drullusokkar gera. Þannig að þegar ég heimsæki sögu þá er það ekki til þess að flýja veruleikann heldur til þess að segja að undir þessu sé möguleiki á endurlausn – einhvers konar von. Stundum skrifa ég sögur um fólk sem maður vill ekki hafa sem nágranna eða vini en þegar ég skrifa um þetta fólk þá reyni ég að skilja það og sjá það mannlega í þeim. Minna mig á að þeir sem við erum ekki alltaf sammála og jafnvel þeir sem við berjumst við eru líka mannlegir.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. september.
Bókmenntahátíð Bókmenntir Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira