Rashford í aðalhlutverki í sigri Englendinga á Slóvökum | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2017 20:45 Englendingar fóru langt með að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi með 2-1 sigri á Slóvökum á Wembley í F-riðli undankeppninnar í kvöld. Marcus Rashford var í aðalhlutverki hjá enska liðinu sem hefur nú unnið 12 heimaleiki í röð í undankeppni HM og EM. Stanislac Lobotka kom Slóvakíu yfir strax á 3. mínútu en Eric Dier jafnaði metin átta mínútum fyrir hálfleik með góðu skoti eftir hornspyrnu Rashfords. England var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik eftir misjafna frammistöðu í þeim fyrri. Rashford skoraði sigurmark Englendinga með skoti fyrir utan teig á 59. mínútu. Þetta var hans annað mark fyrir enska landsliðið. England er með 20 stig á toppi F-riðils, fimm stigum á undan Slóvakíu sem er í 2. sætinu. HM 2018 í Rússlandi
Englendingar fóru langt með að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi með 2-1 sigri á Slóvökum á Wembley í F-riðli undankeppninnar í kvöld. Marcus Rashford var í aðalhlutverki hjá enska liðinu sem hefur nú unnið 12 heimaleiki í röð í undankeppni HM og EM. Stanislac Lobotka kom Slóvakíu yfir strax á 3. mínútu en Eric Dier jafnaði metin átta mínútum fyrir hálfleik með góðu skoti eftir hornspyrnu Rashfords. England var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik eftir misjafna frammistöðu í þeim fyrri. Rashford skoraði sigurmark Englendinga með skoti fyrir utan teig á 59. mínútu. Þetta var hans annað mark fyrir enska landsliðið. England er með 20 stig á toppi F-riðils, fimm stigum á undan Slóvakíu sem er í 2. sætinu.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti