Ekkert hálfkák í sauðfjárrækt Eva Pandora Baldursdóttir skrifar 4. september 2017 15:55 Við stöndum nú frammi fyrir þeirri stöðu að sauðfjárrækt er í miklum vanda. Offramleiðsla er á kindakjöti, boðað hefur verið til lækkunar á afurðaverði til bænda, horft er fram á gríðarlega offrambirgðir hjá afurðastöðvum ásamt því að gengi krónunnar og lokaðir markaðir gera sölu erlendis erfiða. Þungt hljóð er í flestum sem að greininni koma. Er það rétt að sú staða sem upp er komin í dag hafi læðst upp að okkur líkt og ósýnilegur draugur sem allt í einu greip köldum krumlum sínum um greinina? Eða gæti verið að blikur hafi verið á lofti um vanda í greininni um nokkurt skeið og stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt við? Innanlandsmarkaður látinn mæta afgangi Á árunum eftir kreppu voru bændur hvattir til þess að framleiða meira lambakjöt þar sem skilyrðin á markaðnum væru góð. Ýmsum framleiðsluhvetjandi aðgerðum var hrundið af stað og tókust þær vel. Sala á erlendum mörkuðum gekk vel, enda gengi krónunnar hagstætt fyrir útflutning. Þegar framleiðslu- og útflutningstölur fyrri ára eru skoðaðar er ljóst að mikil von var bundin við útflutning. Neysla innanlands hefur farið minnkandi í áratugi en þó hefur framleiðsla haldist frekar stöðug. Árið 2014 var 47% af heildarframleiðslu á kinda- og lambakjötsafurðum seldar á erlendum mörkuðum. Eftir að útflutningur fór á flug var höfuð áherslan í markaðssetningu á íslensku lambakjöti sett erlendis og innanlandsmarkaður var látinn mæta afgangi. Stuttu seinna lokaðist á marga erlenda markaði, gengi krónunnar hækkaði aftur en þá var ekki aftur snúið. Kominn var upp bráðavandi. Sem ef til vill var ekki svo bráður. Heildstæð nálgun á vandann Stjórnvöld hafa boðað aðgerðir til þess að takast á við langtímavandann. Því ber að fagna og gott er að sjá stjórnmálamenn sem hugsa til framtíðar og vilja koma með lausnir til lengri tíma en eftir stendur að til þess að hægt sé að færa sauðfjárræktina inn í framtíðina þarf einnig að takast á við skammtímavandann. Þær aðgerðir sem samtök bænda hafa óskað eftir eru annars vegar uppkaup og hins vegar útflutningsskylda. Þessum verkfærum hefur verið beitt áður og gagnast sannarlega til þess að takast á við skammtímavandamálum en svo virðist sem ekki hafi verið litið nægilega heildstætt á vandamálin til þess að reyna að koma á langtímastöðugleika í greininni. Þróumst í takt við nútímann Til þess að hægt sé að byggja upp framtíðar grein sem stenst veður og vinda þarf grunnurinn að vera traustur. Taka þarf á skammtímavandanum í greininni, á einn hátt eða annan, en láta þar ekki staðar numið heldur halda áfram og hjálpa greininni að þróast í takt við nútímann. Stuðla að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hjá bændum og standa við bakið á þeim í framleiðslu og markaðssetningu sem gagnast landsmönnum öllum. Með því að fara samhliða í skammtíma- og langtímaverkefni væri hægt að skapa greininni þá framtíð sem hún á skilið. Ef einungis er horft á langtímamarkmiðin getur ástandið í nútímanum orðið til þess að ekkert verði eftir til þess að þróa áfram og íslenskur sauðfjárbúskapur verði menningarleg arfleifð frá fjarlægri fortíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Pandora Baldursdóttir Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Klerkaveldi, trú og stjórnmál Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Við stöndum nú frammi fyrir þeirri stöðu að sauðfjárrækt er í miklum vanda. Offramleiðsla er á kindakjöti, boðað hefur verið til lækkunar á afurðaverði til bænda, horft er fram á gríðarlega offrambirgðir hjá afurðastöðvum ásamt því að gengi krónunnar og lokaðir markaðir gera sölu erlendis erfiða. Þungt hljóð er í flestum sem að greininni koma. Er það rétt að sú staða sem upp er komin í dag hafi læðst upp að okkur líkt og ósýnilegur draugur sem allt í einu greip köldum krumlum sínum um greinina? Eða gæti verið að blikur hafi verið á lofti um vanda í greininni um nokkurt skeið og stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt við? Innanlandsmarkaður látinn mæta afgangi Á árunum eftir kreppu voru bændur hvattir til þess að framleiða meira lambakjöt þar sem skilyrðin á markaðnum væru góð. Ýmsum framleiðsluhvetjandi aðgerðum var hrundið af stað og tókust þær vel. Sala á erlendum mörkuðum gekk vel, enda gengi krónunnar hagstætt fyrir útflutning. Þegar framleiðslu- og útflutningstölur fyrri ára eru skoðaðar er ljóst að mikil von var bundin við útflutning. Neysla innanlands hefur farið minnkandi í áratugi en þó hefur framleiðsla haldist frekar stöðug. Árið 2014 var 47% af heildarframleiðslu á kinda- og lambakjötsafurðum seldar á erlendum mörkuðum. Eftir að útflutningur fór á flug var höfuð áherslan í markaðssetningu á íslensku lambakjöti sett erlendis og innanlandsmarkaður var látinn mæta afgangi. Stuttu seinna lokaðist á marga erlenda markaði, gengi krónunnar hækkaði aftur en þá var ekki aftur snúið. Kominn var upp bráðavandi. Sem ef til vill var ekki svo bráður. Heildstæð nálgun á vandann Stjórnvöld hafa boðað aðgerðir til þess að takast á við langtímavandann. Því ber að fagna og gott er að sjá stjórnmálamenn sem hugsa til framtíðar og vilja koma með lausnir til lengri tíma en eftir stendur að til þess að hægt sé að færa sauðfjárræktina inn í framtíðina þarf einnig að takast á við skammtímavandann. Þær aðgerðir sem samtök bænda hafa óskað eftir eru annars vegar uppkaup og hins vegar útflutningsskylda. Þessum verkfærum hefur verið beitt áður og gagnast sannarlega til þess að takast á við skammtímavandamálum en svo virðist sem ekki hafi verið litið nægilega heildstætt á vandamálin til þess að reyna að koma á langtímastöðugleika í greininni. Þróumst í takt við nútímann Til þess að hægt sé að byggja upp framtíðar grein sem stenst veður og vinda þarf grunnurinn að vera traustur. Taka þarf á skammtímavandanum í greininni, á einn hátt eða annan, en láta þar ekki staðar numið heldur halda áfram og hjálpa greininni að þróast í takt við nútímann. Stuðla að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hjá bændum og standa við bakið á þeim í framleiðslu og markaðssetningu sem gagnast landsmönnum öllum. Með því að fara samhliða í skammtíma- og langtímaverkefni væri hægt að skapa greininni þá framtíð sem hún á skilið. Ef einungis er horft á langtímamarkmiðin getur ástandið í nútímanum orðið til þess að ekkert verði eftir til þess að þróa áfram og íslenskur sauðfjárbúskapur verði menningarleg arfleifð frá fjarlægri fortíð.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun