Rannsóknarnefnd ítrekar að kanna skuli sleppibúnað björgunarbáta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2017 06:00 Frá því í júní í fyrra þegar Jón Hákon BA var dreginn af hafsbotni. mynd/landhelgisgæslan Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) ítrekar í nýrri skýrslu sinni að þegar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem slík tillaga er send Samgöngustofu í öryggissátt. Fyrir helgi birti nefndin niðurstöðu sína úr rannsókn á banaslysi sem varð í maí í fyrra þegar Brekkunesi ÍS 110 hvolfdi á Vestfjarðarmiðum. Færið var vont og hafði skipstjóri, og jafnframt eini skipverji, strandveiðibátsins hætt sér á svæði sem aðrir bátar vildu eigi fara á. Talið er að alda hafi komið á bátinn en áverkar á hinum látna og ummerki á bátnum benda til þess. Enginn var til frásagnar um atvik. Sjálfvirkur sleppibúnaður Brekkunessins virkaði ekki en hann var á um 2,5 metra dýpi meðan báturinn var á hvolfi. Við prófun virkaði hann á 3,5 metra dýpi. Sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði heldur ekki sem skyldi þegar Jóni Hákoni hvolfdi á svipuðum stað í júlí 2015. Einn fórst í því slysi og þrír komust lífs af við illan leik. RNSA ítrekar eina tillögu sína sem gerð var í niðurlagi skýrslu um atvikið en henni var skilað í febrúar. „Nefndin telur óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir,“ segir í skýrslunni. „[Þ]egar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. 12. maí 2016 11:44 Rannsókn lokið á Jóni Hákoni BA: Ofhlaðinn með viðvarandi stjórnborðshalla Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað af sér skýrslu. 24. febrúar 2017 16:08 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) ítrekar í nýrri skýrslu sinni að þegar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem slík tillaga er send Samgöngustofu í öryggissátt. Fyrir helgi birti nefndin niðurstöðu sína úr rannsókn á banaslysi sem varð í maí í fyrra þegar Brekkunesi ÍS 110 hvolfdi á Vestfjarðarmiðum. Færið var vont og hafði skipstjóri, og jafnframt eini skipverji, strandveiðibátsins hætt sér á svæði sem aðrir bátar vildu eigi fara á. Talið er að alda hafi komið á bátinn en áverkar á hinum látna og ummerki á bátnum benda til þess. Enginn var til frásagnar um atvik. Sjálfvirkur sleppibúnaður Brekkunessins virkaði ekki en hann var á um 2,5 metra dýpi meðan báturinn var á hvolfi. Við prófun virkaði hann á 3,5 metra dýpi. Sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði heldur ekki sem skyldi þegar Jóni Hákoni hvolfdi á svipuðum stað í júlí 2015. Einn fórst í því slysi og þrír komust lífs af við illan leik. RNSA ítrekar eina tillögu sína sem gerð var í niðurlagi skýrslu um atvikið en henni var skilað í febrúar. „Nefndin telur óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir,“ segir í skýrslunni. „[Þ]egar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. 12. maí 2016 11:44 Rannsókn lokið á Jóni Hákoni BA: Ofhlaðinn með viðvarandi stjórnborðshalla Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað af sér skýrslu. 24. febrúar 2017 16:08 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. 12. maí 2016 11:44
Rannsókn lokið á Jóni Hákoni BA: Ofhlaðinn með viðvarandi stjórnborðshalla Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað af sér skýrslu. 24. febrúar 2017 16:08