Handbolti

Seinni bylgjan: Guðrún er besti markvörður deildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Ósk Maríasdóttir átti góðan leik í marki Fram þegar liðið gerði jafntefli, 28-28, við Stjörnuna í stórleik 2. umferðar Olís-deildar kvenna í gær.

Guðrún Ósk varði 17 skot í leiknum, eða 37,8% þeirra skota sem hún fékk á sig.

Landsliðsmarkvörðurinn hefur spilað vel undanfarin ár og sýnt mikinn stöðugleika.

„Það sem mér finnst gera hana að besta markverði deildarinnar, ef við tölum um þessa blessuðu prósentu, þá er mjög sjaldgæft að hún fari undir 40% markvörslu,“ sagði Sebastian Alexandersson í Seinni bylgjunni í gær.

„Hún tekur alltaf sitt. Þú vilt vera með markvörð sem þú treystir á að taki allavega 35% eða meira. Og á góðum degi vel yfir 40%. Það er alvöru markvörður,“ bætti Sebastian við.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×