Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2017 17:00 Með hækkandi sjávarstöðu og hlýnandi jörðu eykst hættan á öflugum fellibyljum og flóðum. Myndin er frá Jacksonville þar sem ár flæddu yfir bakka sína í gær. Vísir/AFP Heimavarnaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að ríkisstjórn hans taki afleiðingar loftslagsbreytinga alvarlega en ekki orsakir þeirra. Hann segir að bíða þurfi betri tíma um tengsl hnattrænnar hlýnunar við tvo öfluga fellibyli sem hafa skollið á Bandaríkjunum með skömmu millibili. Töluvert hefur verið rætt um hvernig hnattræn hlýnun af völdum manna gæti hafa aukið styrk fellibyljanna Harvey og Irmu sem hafa valdið mannskaða og eyðileggingu í sunnanverðum Bandaríkjunum á skömmum tíma. Vísindamenn hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar valdi ekki myndun fellibyljanna þá geri hlýrri sjór og loft þeim kleift að verða öflugari en ella.Segist þurfa að rannsaka tengslin beturSlík umræða er þó eitur í beinum ríkisstjórnar Trump og fjölda repúblikana en meirihluti þeirra afneitar vísindalegri þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga. Þannig sagði Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), að það væri „tillitsleysi“ í garð Texas-búa að ræða um hvort að loftslagsbreytingar hafi gert fellibylinn Harvey enn öflugri. Pruitt hefur áður sagst ekki trúa því að koltvísýringur sé aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar, þvert á það sem loftslagsvísindamenn, þar á meðal hans eigin stofnunar, segja.Bossert sagðist ekki hafa getu til að greina orsakir fellibyljanna í Bandaríkjanna að svo stöddu.Vísir/AFPÁ blaðamannafundi Hvíta hússins í gær var Tom Bossert, heimavarnaráðgjafi Trump, spurður út í tengsl loftslagsbreytinga við veðuröfgarnar. Sagði hann of snemmt að segja til um það og að ríkisstjórnin þyrfti að ráðast í greiningu á hver leitnin væri í þeim efnum „við síðara tæifæri“. „Við höldum áfram að taka loftslagsbreytingar alvarlega, ekki orsakir þeirra, heldur það sem við sjáum,“ sagði Bossert, að því er kemur fram í frétt CNN.Ætla að taka mið af framtíðaraðstæðumRíkisstjórn Trump hefur haft hraðar hendur við að afnema ýmsar reglur sem settar voru á til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og aðlagast þeim frá því að hann tók við völdum. Þannig hefur verið á það bent að Trump afnam reglur um að taka þyrfti tillit til framtíðarflóða í hlýnandi heimi við mannvirkjagerð sem alríkisstjórnin leggur fé í rétt áður en Harvey olli sögulegum flóðum í Texas. Bossert tók þó fram á fundinum að Trump ætlaði að ganga úr skugga um að alríkisfé yrði ekki notað til að endurreisa hluti sem yrðu í hættu í framtíðinni eða yrðu ekki hannaðir til að standa af sér frekari flóð. Donald Trump Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Heimavarnaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að ríkisstjórn hans taki afleiðingar loftslagsbreytinga alvarlega en ekki orsakir þeirra. Hann segir að bíða þurfi betri tíma um tengsl hnattrænnar hlýnunar við tvo öfluga fellibyli sem hafa skollið á Bandaríkjunum með skömmu millibili. Töluvert hefur verið rætt um hvernig hnattræn hlýnun af völdum manna gæti hafa aukið styrk fellibyljanna Harvey og Irmu sem hafa valdið mannskaða og eyðileggingu í sunnanverðum Bandaríkjunum á skömmum tíma. Vísindamenn hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar valdi ekki myndun fellibyljanna þá geri hlýrri sjór og loft þeim kleift að verða öflugari en ella.Segist þurfa að rannsaka tengslin beturSlík umræða er þó eitur í beinum ríkisstjórnar Trump og fjölda repúblikana en meirihluti þeirra afneitar vísindalegri þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga. Þannig sagði Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), að það væri „tillitsleysi“ í garð Texas-búa að ræða um hvort að loftslagsbreytingar hafi gert fellibylinn Harvey enn öflugri. Pruitt hefur áður sagst ekki trúa því að koltvísýringur sé aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar, þvert á það sem loftslagsvísindamenn, þar á meðal hans eigin stofnunar, segja.Bossert sagðist ekki hafa getu til að greina orsakir fellibyljanna í Bandaríkjanna að svo stöddu.Vísir/AFPÁ blaðamannafundi Hvíta hússins í gær var Tom Bossert, heimavarnaráðgjafi Trump, spurður út í tengsl loftslagsbreytinga við veðuröfgarnar. Sagði hann of snemmt að segja til um það og að ríkisstjórnin þyrfti að ráðast í greiningu á hver leitnin væri í þeim efnum „við síðara tæifæri“. „Við höldum áfram að taka loftslagsbreytingar alvarlega, ekki orsakir þeirra, heldur það sem við sjáum,“ sagði Bossert, að því er kemur fram í frétt CNN.Ætla að taka mið af framtíðaraðstæðumRíkisstjórn Trump hefur haft hraðar hendur við að afnema ýmsar reglur sem settar voru á til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og aðlagast þeim frá því að hann tók við völdum. Þannig hefur verið á það bent að Trump afnam reglur um að taka þyrfti tillit til framtíðarflóða í hlýnandi heimi við mannvirkjagerð sem alríkisstjórnin leggur fé í rétt áður en Harvey olli sögulegum flóðum í Texas. Bossert tók þó fram á fundinum að Trump ætlaði að ganga úr skugga um að alríkisfé yrði ekki notað til að endurreisa hluti sem yrðu í hættu í framtíðinni eða yrðu ekki hannaðir til að standa af sér frekari flóð.
Donald Trump Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira