Yfirlýsingar Bandaríkjanna áfall fyrir Bombardier Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2017 07:51 Bombardier er með umfangsmikla framleiðslu í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Bombardier Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans Bombardier umtalsvert. Fyrirtækið er eitt stærsta fyrirtæki Norður-Írlands með um 4100 manns á launaskrá. Óttast er að tollahækkun bandarískra stjórnvalda, sem gæti numið 220 prósentum á hinar svokölluðu C-vélar fyrirtækisins, muni leiða til minni viðskipta, umsvifa og þar af leiðandi uppsagna hjá Bombardier. May segir stjórnvöld ætla að vinna náið með fyrirtækinu til að vernda þau „mikilvægu“ störf sem annars gætu glatast. Stéttarfélög sem og yfirvöld á Norður-Írlandi óttast að tollahækkunin gæti orðið til þess að Bombardier fari með starfsemi sína annað. Það væri þó hægara sagt en gert. Fyrirtækið byggði meðal annars sérstaka verksmiðju á Norður-Írlandi fyrir framleiðslu vélanna. Talið er að hún hafi kostað ríflega 520 milljónir punda, rúmlega 75 milljarða króna. Yfirlýsingar bandaríska samgönguráðuneytisins um tollahækkun gætu þrefaldað kaupverðið á Bombardier-vélum í Bandaríkjunum. Það myndi jafnframt setja kaupsamning fyrirtækisins og bandaríska flugfélagsins Delta í uppnám. Samningurinn, sem undirritaður var í fyrra, hljóðaði upp á kaup á 125 vélum fyrir rúmlega 4 milljarða punda, næstum 600 milljarða króna. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans Bombardier umtalsvert. Fyrirtækið er eitt stærsta fyrirtæki Norður-Írlands með um 4100 manns á launaskrá. Óttast er að tollahækkun bandarískra stjórnvalda, sem gæti numið 220 prósentum á hinar svokölluðu C-vélar fyrirtækisins, muni leiða til minni viðskipta, umsvifa og þar af leiðandi uppsagna hjá Bombardier. May segir stjórnvöld ætla að vinna náið með fyrirtækinu til að vernda þau „mikilvægu“ störf sem annars gætu glatast. Stéttarfélög sem og yfirvöld á Norður-Írlandi óttast að tollahækkunin gæti orðið til þess að Bombardier fari með starfsemi sína annað. Það væri þó hægara sagt en gert. Fyrirtækið byggði meðal annars sérstaka verksmiðju á Norður-Írlandi fyrir framleiðslu vélanna. Talið er að hún hafi kostað ríflega 520 milljónir punda, rúmlega 75 milljarða króna. Yfirlýsingar bandaríska samgönguráðuneytisins um tollahækkun gætu þrefaldað kaupverðið á Bombardier-vélum í Bandaríkjunum. Það myndi jafnframt setja kaupsamning fyrirtækisins og bandaríska flugfélagsins Delta í uppnám. Samningurinn, sem undirritaður var í fyrra, hljóðaði upp á kaup á 125 vélum fyrir rúmlega 4 milljarða punda, næstum 600 milljarða króna.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira