Vefverslun og erlendir risar Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. september 2017 07:00 Konur nýta sér þjónustu erlendra vefverslana 20% oftar en karlar en fyrir helmingi lægri upphæð í hvert skipti. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar rótað er í gögnum um erlenda vefverslun Íslendinga. Vegna minna vöruúrvals í heimabyggð mættum við kannski eiga von á að íbúar landsbyggðarinnar sýndu Ali Express, Amazon og fleiri vefverslunum meiri áhuga en við sem búum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti eru viðskiptin helmingi minni á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, ræddi á fjármálaþingi bankans í gær. Tilefnið var þær miklu breytingar sem eru að verða á smásölumarkaði. Við höfum öll tekið eftir auknum áhuga erlendra verslunarrisa á landinu en á sama tíma má segja að vefverslun sé loksins að verða almenn. 79% þátttakenda í könnun Gallup í vor sögðust hafa verslað á netinu undanfarið ár. Erlend velta hefur tvöfaldast frá árinu 2014 og kemur eflaust til með að aukast enn frekar eftir því sem tækninni fleygir fram. Þetta gerist þrátt fyrir tolla og háan flutningskostnað. Það er herjað á íslenska smásöluaðila úr tveimur áttum í einu og breytingarnar gerast á ógnarhraða. Viðbrögðin hafa meðal annars verið tilraunir (sem ýmist tókust eða ekki) til sameininga og hagræðingar en í einhverjum tilvikum hefur samkeppnislöggjöf gert aðilum erfitt um vik. Viðskiptaráð Íslands hittir naglann á höfuðið í nýlegri umsögn sinni sem ber heitið Samkeppni í breyttri heimsmynd. Þar er lögð áhersla á að samkeppnisyfirvöld taki tillit til stærðar erlendra aðila sem koma inn á okkar litla örmarkað og viðurkenni vefverslun sem hluta innlends markaðar. Samkeppnin er orðin alþjóðleg og nær inn á mun fleiri svið en matvöru, eldsneyti og föt, sem hvað mest hafa verið í umræðunni. Samkeppnisaðilar Icelandair eru fleiri en íslenska flugfélagið WOW. 365 lítur eflaust ekki síður til Netflix, Hulu og Amazon en Símans og RÚV þegar bitist er um markaðshlutdeild. Þessi nýi heimur er kominn til að vera og erlendir samkeppnisaðilar sem búa við allt aðra stærðarhagkvæmni og fjárhagslegt umhverfi eru komnir niður úr stúkunni og farnir að taka aukinn og áberandi þátt í leiknum. Leikurinn þarf að vera sanngjarn. Vonandi ber framtíðin í skauti sér lægri innflutningskostnað, skilvirkari póstsendingar, meiri erlenda fjárfestingu og aukna vefverslun. Íslensk fyrirtæki þurfa að aðlagast þessum breytingum en það sama má segja um regluramma stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Markaðir Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Konur nýta sér þjónustu erlendra vefverslana 20% oftar en karlar en fyrir helmingi lægri upphæð í hvert skipti. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar rótað er í gögnum um erlenda vefverslun Íslendinga. Vegna minna vöruúrvals í heimabyggð mættum við kannski eiga von á að íbúar landsbyggðarinnar sýndu Ali Express, Amazon og fleiri vefverslunum meiri áhuga en við sem búum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti eru viðskiptin helmingi minni á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, ræddi á fjármálaþingi bankans í gær. Tilefnið var þær miklu breytingar sem eru að verða á smásölumarkaði. Við höfum öll tekið eftir auknum áhuga erlendra verslunarrisa á landinu en á sama tíma má segja að vefverslun sé loksins að verða almenn. 79% þátttakenda í könnun Gallup í vor sögðust hafa verslað á netinu undanfarið ár. Erlend velta hefur tvöfaldast frá árinu 2014 og kemur eflaust til með að aukast enn frekar eftir því sem tækninni fleygir fram. Þetta gerist þrátt fyrir tolla og háan flutningskostnað. Það er herjað á íslenska smásöluaðila úr tveimur áttum í einu og breytingarnar gerast á ógnarhraða. Viðbrögðin hafa meðal annars verið tilraunir (sem ýmist tókust eða ekki) til sameininga og hagræðingar en í einhverjum tilvikum hefur samkeppnislöggjöf gert aðilum erfitt um vik. Viðskiptaráð Íslands hittir naglann á höfuðið í nýlegri umsögn sinni sem ber heitið Samkeppni í breyttri heimsmynd. Þar er lögð áhersla á að samkeppnisyfirvöld taki tillit til stærðar erlendra aðila sem koma inn á okkar litla örmarkað og viðurkenni vefverslun sem hluta innlends markaðar. Samkeppnin er orðin alþjóðleg og nær inn á mun fleiri svið en matvöru, eldsneyti og föt, sem hvað mest hafa verið í umræðunni. Samkeppnisaðilar Icelandair eru fleiri en íslenska flugfélagið WOW. 365 lítur eflaust ekki síður til Netflix, Hulu og Amazon en Símans og RÚV þegar bitist er um markaðshlutdeild. Þessi nýi heimur er kominn til að vera og erlendir samkeppnisaðilar sem búa við allt aðra stærðarhagkvæmni og fjárhagslegt umhverfi eru komnir niður úr stúkunni og farnir að taka aukinn og áberandi þátt í leiknum. Leikurinn þarf að vera sanngjarn. Vonandi ber framtíðin í skauti sér lægri innflutningskostnað, skilvirkari póstsendingar, meiri erlenda fjárfestingu og aukna vefverslun. Íslensk fyrirtæki þurfa að aðlagast þessum breytingum en það sama má segja um regluramma stjórnvalda.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun