Rússar hóta að loka á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 14:25 Rússar munu ekki komast á Facebook á næsta ári ef fyrirtækið flytur ekki persónuupplýsingar notenda yfir á rússneska netþjóna. Vísir/AFP Yfirvöld í Rússlandi ætla að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlinum Facebook nema að fyrirtækið visti persónuupplýsingar um Rússa á netþjónum þar í landi eins og rússnesk lög kveða á um. Það var fjarskiptastofnun Rússlands sem gaf út hótunina í dag. Sama stofnun lokaði fyrir aðgang að vefsíðu LinkedIn í nóvember fyrir sömu sakir og hún ber nú upp á stjórnendur Facebook, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stjórnendur Twitter hafa þegar tjáð rússneskum yfirvöldum að þeir ætli að færa persónuupplýsingar rússneskra notenda yfir á netþjóna í Rússlandi fyrri mitt næsta ár. „Við skiljum vel að Facebook á sér verulegan fjölda notenda á yfirráðasvæði Rússneska sambandsríksins. Á hinn bóginn skiljum við að þetta er ekki einstök þjónusta og að það eru til fleiri samfélagsmiðlar,“ segir Alexander Zharov, forstjóri Roskomnadzor, fjarskiptastofnunar Rússlands. Rússnesk yfirvöld segja að lögunum sé ætlað að verja persónuupplýsingar Rússa með því að knýja erlend samfélagsmiðlafyrirtæki til að geyma gögn um notendur í Rússlandi. Gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml telja aftur á móti að ástæðan sé frekar sú að þau vilji eiga greiðari aðgang að gögnunum sjálf. Útsendarar rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa notað auglýsingar á Facebook til þess að ala á sundrungu og hafa áhrif á kjósendur í bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Facebook Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi ætla að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlinum Facebook nema að fyrirtækið visti persónuupplýsingar um Rússa á netþjónum þar í landi eins og rússnesk lög kveða á um. Það var fjarskiptastofnun Rússlands sem gaf út hótunina í dag. Sama stofnun lokaði fyrir aðgang að vefsíðu LinkedIn í nóvember fyrir sömu sakir og hún ber nú upp á stjórnendur Facebook, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stjórnendur Twitter hafa þegar tjáð rússneskum yfirvöldum að þeir ætli að færa persónuupplýsingar rússneskra notenda yfir á netþjóna í Rússlandi fyrri mitt næsta ár. „Við skiljum vel að Facebook á sér verulegan fjölda notenda á yfirráðasvæði Rússneska sambandsríksins. Á hinn bóginn skiljum við að þetta er ekki einstök þjónusta og að það eru til fleiri samfélagsmiðlar,“ segir Alexander Zharov, forstjóri Roskomnadzor, fjarskiptastofnunar Rússlands. Rússnesk yfirvöld segja að lögunum sé ætlað að verja persónuupplýsingar Rússa með því að knýja erlend samfélagsmiðlafyrirtæki til að geyma gögn um notendur í Rússlandi. Gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml telja aftur á móti að ástæðan sé frekar sú að þau vilji eiga greiðari aðgang að gögnunum sjálf. Útsendarar rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa notað auglýsingar á Facebook til þess að ala á sundrungu og hafa áhrif á kjósendur í bandarísku forsetakosningunum í fyrra.
Facebook Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira