Hvað, ef og hefði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 06:00 Hvað gerist þegar ríkisstjórnir springa? Það fer auðvitað eftir tímapunktinum en í tilfelli fráfarandi stjórnar er ljóst að gríðarmikil vinna fer til spillis. Síðustu mánuðir hafa verið hálfgert undirbúningstímabil fyrir komandi þingvetur. Það tekur tíma fyrir nýkjörna alþingismenn og ráðherra að setja sig inn í flókin mál, undirbúa frumvörp og átta sig á hvaða reglugerðum þarf að breyta. Alþingi og ráðuneyti eru formfastir vinnustaðir sem þurfa að aðlagast þegar skipt er um fólk í brúnni. Atvinnulífið er auðvitað ekki undanskilið í þessum efnum því þegar ríkisstjórnir springa eða miklir umhleypingar verða í kjölfar kosninga hægist á öllu, fólk forðast óþarfa áhættu og margt fer aftur á byrjunarreit. Þjóðin borgar brúsann því okkur hinum tókst ekki að klára verkefnið sem við tókum að okkur. Í lýðræðisríkjum er þessi endurnýjun auðvitað að mörgu leyti heilbrigð, en líklega ekki á eins árs fresti. Ef við hefðum nú bara gert þetta svona og hitt hinsegin eru hugsanir sem lýsa ágætlega síðustu dögum. Hvernig hefðum við í ríkisstjórninni getað vandað okkur betur, átt í betri samskiptum, staðið þéttar saman? Það er auðvelt að vera vitur eftir á og lofa bót og betrun. Tækifærið er farið og kemur ekki aftur í sömu mynd. „Hefði þetta mál ekki sprengt stjórnina þá hefði eitthvað annað gert það,“ er eitthvað sem ég hef heyrt oft á síðustu dögum. En það var þetta mál sem sprengdi stjórnina og við skulum ekki vanmeta það, heldur horfast í augu við það og draga af því lærdóm. Vantraustið sem ríkir til stjórnmálanna gerir það að verkum að þolinmæði almennings gagnvart eigin kjörnum fulltrúum er afskaplega takmörkuð. Að mínu mati er eina leiðin fram á við að opna stjórnkerfið eins og kostur er í öllum málaflokkum. Að sýna fram á hið margumtalaða gagnsæi á borði en ekki bara í orði. Í myrkrinu leynist tortryggnin og leiðin til að eyða henni er að hleypa ljósinu inn og leyfa birtunni að flæða. Þá kemur traustið.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Hvað gerist þegar ríkisstjórnir springa? Það fer auðvitað eftir tímapunktinum en í tilfelli fráfarandi stjórnar er ljóst að gríðarmikil vinna fer til spillis. Síðustu mánuðir hafa verið hálfgert undirbúningstímabil fyrir komandi þingvetur. Það tekur tíma fyrir nýkjörna alþingismenn og ráðherra að setja sig inn í flókin mál, undirbúa frumvörp og átta sig á hvaða reglugerðum þarf að breyta. Alþingi og ráðuneyti eru formfastir vinnustaðir sem þurfa að aðlagast þegar skipt er um fólk í brúnni. Atvinnulífið er auðvitað ekki undanskilið í þessum efnum því þegar ríkisstjórnir springa eða miklir umhleypingar verða í kjölfar kosninga hægist á öllu, fólk forðast óþarfa áhættu og margt fer aftur á byrjunarreit. Þjóðin borgar brúsann því okkur hinum tókst ekki að klára verkefnið sem við tókum að okkur. Í lýðræðisríkjum er þessi endurnýjun auðvitað að mörgu leyti heilbrigð, en líklega ekki á eins árs fresti. Ef við hefðum nú bara gert þetta svona og hitt hinsegin eru hugsanir sem lýsa ágætlega síðustu dögum. Hvernig hefðum við í ríkisstjórninni getað vandað okkur betur, átt í betri samskiptum, staðið þéttar saman? Það er auðvelt að vera vitur eftir á og lofa bót og betrun. Tækifærið er farið og kemur ekki aftur í sömu mynd. „Hefði þetta mál ekki sprengt stjórnina þá hefði eitthvað annað gert það,“ er eitthvað sem ég hef heyrt oft á síðustu dögum. En það var þetta mál sem sprengdi stjórnina og við skulum ekki vanmeta það, heldur horfast í augu við það og draga af því lærdóm. Vantraustið sem ríkir til stjórnmálanna gerir það að verkum að þolinmæði almennings gagnvart eigin kjörnum fulltrúum er afskaplega takmörkuð. Að mínu mati er eina leiðin fram á við að opna stjórnkerfið eins og kostur er í öllum málaflokkum. Að sýna fram á hið margumtalaða gagnsæi á borði en ekki bara í orði. Í myrkrinu leynist tortryggnin og leiðin til að eyða henni er að hleypa ljósinu inn og leyfa birtunni að flæða. Þá kemur traustið.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar