Kvenviðmælendum í ljósvakamiðlum fjölgar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2017 10:06 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún er sú kona sem oftast er rætt við í ljósvakamiðlum. vísir/anton brink Kvenviðmælendum í ljósvakamiðlum fjölgar um tvö prósentustig á milli ára og eru nú 35 af hverjum 100 viðmælendum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi kvenna í atvinnulífinu en það er Creditinfo sem mælir stöðu kynjanna í ljósvakamiðlum. Hefur konum fjölgað um fimm prósentustig á síðustu fjórum árum. Oftast er talað við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna. Mæling á hlutföllum kynjanna í ljósvakamiðlum nær til Rás 1, Rás 2, Bylgjunnar, Sjónvarpsins og Stöð 2 á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. Horft er til allra viðmælenda frétta í ljósvakamiðlum. Auk frétta eru helstu þættir mældir. Í tilkynningu segir að færri konur birtist sem viðmælendur í fréttum heldur en þáttum og er hlutfallið 33 prósent sem er þó einu prósentustigi betra en árið á undan. Í þáttum innlendra ljósvakamiðla eru karlar svo 62 prósent viðmælenda þó að konur sæki í sig veðrið og eru tveimur prósentustigum fleiri nú en árið á undan. Þá er ekki marktækur munur á milli sjónvarps- og útvarpsfrétta en fréttatímar RÚV standa sig betur en fréttatímar 365. „Konur eru 37% viðmælenda þar á móti 63% karla. Þær eru fimm prósentustigum færri hjá 365, eða 32% á móti 68%. Þátturinn Samfélagið á Rás 1 stendur sig best. Þar eru konur 51% viðmælenda en karlar 49%. Reykjavík Síðdegis stendur sig verst, með hlutfallið 24% konur á móti 76% karla – og dalar hlutfall kvenna milli ára. Áhugavert er að sjá dreifingu viðmælenda en 3% þeirra komu 15 sinnum eða oftar fyrir í ljósvakamiðlum á tímabilinu 1. september 2016- 31. ágúst 2017. Þar af voru 99 karlar og 52 konur. Sjö konur eru á topp tuttugu vinsælustu viðmælenda. Allar eru þær í stjórnmálum; Katrín Jakobsdóttir þar efst, svo Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Oddný G. Harðardóttir og Sigríður Á. Andersen,“ segir í tilkynningu FKA. Tengdar fréttir Í fréttum er þetta helst ... Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. 4. október 2017 07:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Sjá meira
Kvenviðmælendum í ljósvakamiðlum fjölgar um tvö prósentustig á milli ára og eru nú 35 af hverjum 100 viðmælendum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi kvenna í atvinnulífinu en það er Creditinfo sem mælir stöðu kynjanna í ljósvakamiðlum. Hefur konum fjölgað um fimm prósentustig á síðustu fjórum árum. Oftast er talað við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna. Mæling á hlutföllum kynjanna í ljósvakamiðlum nær til Rás 1, Rás 2, Bylgjunnar, Sjónvarpsins og Stöð 2 á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. Horft er til allra viðmælenda frétta í ljósvakamiðlum. Auk frétta eru helstu þættir mældir. Í tilkynningu segir að færri konur birtist sem viðmælendur í fréttum heldur en þáttum og er hlutfallið 33 prósent sem er þó einu prósentustigi betra en árið á undan. Í þáttum innlendra ljósvakamiðla eru karlar svo 62 prósent viðmælenda þó að konur sæki í sig veðrið og eru tveimur prósentustigum fleiri nú en árið á undan. Þá er ekki marktækur munur á milli sjónvarps- og útvarpsfrétta en fréttatímar RÚV standa sig betur en fréttatímar 365. „Konur eru 37% viðmælenda þar á móti 63% karla. Þær eru fimm prósentustigum færri hjá 365, eða 32% á móti 68%. Þátturinn Samfélagið á Rás 1 stendur sig best. Þar eru konur 51% viðmælenda en karlar 49%. Reykjavík Síðdegis stendur sig verst, með hlutfallið 24% konur á móti 76% karla – og dalar hlutfall kvenna milli ára. Áhugavert er að sjá dreifingu viðmælenda en 3% þeirra komu 15 sinnum eða oftar fyrir í ljósvakamiðlum á tímabilinu 1. september 2016- 31. ágúst 2017. Þar af voru 99 karlar og 52 konur. Sjö konur eru á topp tuttugu vinsælustu viðmælenda. Allar eru þær í stjórnmálum; Katrín Jakobsdóttir þar efst, svo Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Oddný G. Harðardóttir og Sigríður Á. Andersen,“ segir í tilkynningu FKA.
Tengdar fréttir Í fréttum er þetta helst ... Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. 4. október 2017 07:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Sjá meira
Í fréttum er þetta helst ... Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. 4. október 2017 07:00