Eina kerfið sem veit best Pawel Bartoszek skrifar 4. október 2017 07:00 Ég hef lesið margar greinar á ákveðnum hægrisíðum þar sem kerfinu er bölvað. Í greinunum kemur fyrir vondur embættismaður sem, umboðslaus, stöðvar allar framfarir og gerir venjulegu fólki lífið leitt. Embættismaður á Samgöngustofu neitar bátum um leyfi til að flytja fólk á þjóðhátíð. Skriffinnar hjá Umhverfisstofnun tefja einhverjar atvinnuskapandi framkvæmdir. Jafnréttisstofa ofsækir heiðvirð fyrirtæki og Samkeppnisstofnun leggst gegn sjálfsagðri hagræðingu í rekstri. Kerfið að henda skrúfjárni í gangverk framfara. Vonda kerfið! „Faglegar ráðningar“ eru helst ekki nefndar nema innan gæsalappa. Þegar kerfið leggur til dómara að loknu ákveðnu ferli þá má ekki eftirláta kerfinu einu það vald. Nei, stjórnmálamaðurinn hefur umboðið. Hann hefur ábyrgðina og þar með valdið. Það er eðlilegt að hann ráði þessu. Því að við vitum að „fagmenn“ eru innst inni bara fólk. Það þýðir ekki að treysta í blindni á kerfið. En í einum málaflokki er kerfið frábært. Það eru útlendingamálin. Þar verður kerfið að fá að stjórna. Ef menn draga niðurstöður kerfisins í efa þá eru menn að ráðast á fagfólkið. Ef menn vilja breyta þeim reglum sem kerfið starfar eftir þá eru menn að ráðast á kerfið. Ef menn fylgja ekki ráðleggingum embættismanna þá eru menn í afneitun. Ef menn bregðast við fréttaflutningi og vilja kafa ofan í einstök mál þá eru menn að grafa undan kerfinu. Tilraunir til að setja sig á móti niðurstöðum kerfisins, útlendingakerfisins, eru uppnefndar sem geðþóttaákvarðanir. Geðþóttaákvarðanir sem drifnar eru áfram á tilfinningum og barnslegri linkind. Tilraunum til að hnekkja á niðurstöðum annarra kerfa er aldrei andmælt með þessum hætti. Að lokum, eitt dæmi um þessa kerfisdýrkun: Í dag fá flestir ríkisborgararétt gegnum Útlendingastofnum. Enn er þó er glufa sem heimilar Alþingi að veita íslenskan ríkisborgararétt þeim sem uppfylla ekki skilyrði laganna. Þetta er heimild sem er nýtt í undantekningartilfellum. Þessari glufu vill sumt fólk loka. Því í þessum málaflokki þá verða lögin bara að gilda, punktur. Í þessum málaflokki vita fagmennirnir best. Í þessum málaflokki verður allt vald að vera hjá kerfinu. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lesið margar greinar á ákveðnum hægrisíðum þar sem kerfinu er bölvað. Í greinunum kemur fyrir vondur embættismaður sem, umboðslaus, stöðvar allar framfarir og gerir venjulegu fólki lífið leitt. Embættismaður á Samgöngustofu neitar bátum um leyfi til að flytja fólk á þjóðhátíð. Skriffinnar hjá Umhverfisstofnun tefja einhverjar atvinnuskapandi framkvæmdir. Jafnréttisstofa ofsækir heiðvirð fyrirtæki og Samkeppnisstofnun leggst gegn sjálfsagðri hagræðingu í rekstri. Kerfið að henda skrúfjárni í gangverk framfara. Vonda kerfið! „Faglegar ráðningar“ eru helst ekki nefndar nema innan gæsalappa. Þegar kerfið leggur til dómara að loknu ákveðnu ferli þá má ekki eftirláta kerfinu einu það vald. Nei, stjórnmálamaðurinn hefur umboðið. Hann hefur ábyrgðina og þar með valdið. Það er eðlilegt að hann ráði þessu. Því að við vitum að „fagmenn“ eru innst inni bara fólk. Það þýðir ekki að treysta í blindni á kerfið. En í einum málaflokki er kerfið frábært. Það eru útlendingamálin. Þar verður kerfið að fá að stjórna. Ef menn draga niðurstöður kerfisins í efa þá eru menn að ráðast á fagfólkið. Ef menn vilja breyta þeim reglum sem kerfið starfar eftir þá eru menn að ráðast á kerfið. Ef menn fylgja ekki ráðleggingum embættismanna þá eru menn í afneitun. Ef menn bregðast við fréttaflutningi og vilja kafa ofan í einstök mál þá eru menn að grafa undan kerfinu. Tilraunir til að setja sig á móti niðurstöðum kerfisins, útlendingakerfisins, eru uppnefndar sem geðþóttaákvarðanir. Geðþóttaákvarðanir sem drifnar eru áfram á tilfinningum og barnslegri linkind. Tilraunum til að hnekkja á niðurstöðum annarra kerfa er aldrei andmælt með þessum hætti. Að lokum, eitt dæmi um þessa kerfisdýrkun: Í dag fá flestir ríkisborgararétt gegnum Útlendingastofnum. Enn er þó er glufa sem heimilar Alþingi að veita íslenskan ríkisborgararétt þeim sem uppfylla ekki skilyrði laganna. Þetta er heimild sem er nýtt í undantekningartilfellum. Þessari glufu vill sumt fólk loka. Því í þessum málaflokki þá verða lögin bara að gilda, punktur. Í þessum málaflokki vita fagmennirnir best. Í þessum málaflokki verður allt vald að vera hjá kerfinu. Höfundur er alþingismaður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun