Breska flugfélagið Monarch lagði í morgun upp laupana og hefur 300 þúsund bókunum félagsins verið aflýst. Talið er að rúmlega 110 þúsund Bretar sem staddir eru erlendis hafi átt pantað flug heim með félaginu. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit við flugmálayfirvöld að leigðar verði hið minnsta þrjátíu þotur til að ferja fólk aftur til síns heima.
Ef fer sem horfir er um að ræða umfangsmestu heimsendingu fólks á friðartímum í sögu Bretlandseyja.
Talið er að 2100 starfsmenn Monarch komi til með að missa vinnuna en félagið var rekið með 291 milljón punda tapi, sem nemur um 41 milljarði króna, í fyrra.
Sérfræðingar segja lágt fargjaldaverð, hækkandi olíuverð og veika stöðu breska pundsins hafa orðið félaginu að falli. Stjórnendur félagsins kenna hinsvegar hryðjuverkaárásum í Egpyptalandi og Túnis, sem var stór markaður fyrir félagið auk þess sem ástandið í Tyrklandi hafi gert fólk afhuga ferðalöngum þangað.
Félagið var fimmta stærsta flugfélag Bretlandseyja og er það hið stærsta sem farið hefur á hausinn. Engin vél á vegum félagsins er nú í umferð og var farþegum tilkynnt með smáskilaboðum í morgun að öllum flugferðum hafi verið aflýst. Talið er að fyrrnefndar 300 þúsund bókanir geti náð til allt að 750 þúsund farþega.
Stærsta gjaldþrot í flugsögu Bretlands
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent