Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2017 19:45 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir útgerðina ekki standa undir hærri veiðigjöldum eins og margir boði nú fyrir kosningar. Þótt útgerðin hafi skilaði methagnaði á síðasta ári segi það ekki alla söguna og fjölmörg útgerðarfyrirtæki muni ekki þola milljarða hækkun veiðigjalds á þessu ári. Þegar helstu kennitölur sjávarútvegsins fyrir síðasta ár eru skoðaðar lítur út á yfirborðinu alla vega að staðan í sjávarútvegi sé mjög góð. Skuldir hafa verið greiddar niður, það er verið að fjárfesta og hagnaður virðist vera mikill.Heildarhagnaður í sjávarútvegi í fyrra var 55 milljarðar króna en hann kemur alls ekki allur frá rekstri útgerðanna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir það ekki segja alla söguna að horfa einungis á heildarhagnaðinn sem vissulega hafi verið mikill árið 2016. „En stór hluti þess hagnaðar, 29 milljarðar af 55, eru einskiptis aðgerðir. Gengishagnaður, leiðrétting lána, söluhagnaður fasteigna. Þannig að ef maður skoðar þetta leiðrétt fyrir því og lítur bara á hagnað af rekstri þá hefur hann ekki verið svona lítill frá árinu 2010, segir Heiðrún Lind. Frá hruni hefur sjávarútvegurinn náð að greiða niður skuldir upp á 175 milljarða og eru þær 319 milljarðar í dag. Svigrúm hefur síðan verið notað til fjárfestinga, sem setið hafði á hakanum í langan tíma.Þrátt fyrir methagnað hafa tekjur dregist saman Heiðrún Lind segir tekjur hafa dregist saman um 22 prósent að loknum vaxtagreiðslum, afskriftum, sköttum og gjöldum. Heildartekjur hafi dregist saman um 10 prósent á síðasta ári og útlit fyrir áframhald á því á þessu ári. Þetta geti aukið enn frekar á samþjöppun í sjávarútvegi. Þá segi áðurnefndar tölur ekki alla söguna. „Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind.Miklar flokkspólitískar deilur hafa staðið árum saman um veiðigjald útgerðanna, sem var um 6.4 milljarðar á síðasta ári. Margir stjórnmálaflokkar telja mögulegt að hækka tekjur af því verulega. Heiðrún Lind segir slíkar fullyrðingar valda vonbrigðum í aðdraganda kosninga. Í dag greiði sjávarútveginn á bilinu 36 til 38 prósent af hagnaði í tekjuskatt og veiðigjald á meðan önnur fyrirtæki greiði 20 prósent í tekjuskatt. „Mér er það til efs að fyrirtæki almennt geti greitt í raun tvöfaldan tekjuskatt til langs tíma. En árið 2016 voru veiðigjöldin 6,4 milljarðar. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að veiðigjöld verði yfir 11 milljarðar árið 2017. Miðað við stöðu fjölda fyrirtækja hef ég miklar efasemdir um að menn geti staðið undir þeirri gjaldtöku,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Sjávarútvegur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir útgerðina ekki standa undir hærri veiðigjöldum eins og margir boði nú fyrir kosningar. Þótt útgerðin hafi skilaði methagnaði á síðasta ári segi það ekki alla söguna og fjölmörg útgerðarfyrirtæki muni ekki þola milljarða hækkun veiðigjalds á þessu ári. Þegar helstu kennitölur sjávarútvegsins fyrir síðasta ár eru skoðaðar lítur út á yfirborðinu alla vega að staðan í sjávarútvegi sé mjög góð. Skuldir hafa verið greiddar niður, það er verið að fjárfesta og hagnaður virðist vera mikill.Heildarhagnaður í sjávarútvegi í fyrra var 55 milljarðar króna en hann kemur alls ekki allur frá rekstri útgerðanna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir það ekki segja alla söguna að horfa einungis á heildarhagnaðinn sem vissulega hafi verið mikill árið 2016. „En stór hluti þess hagnaðar, 29 milljarðar af 55, eru einskiptis aðgerðir. Gengishagnaður, leiðrétting lána, söluhagnaður fasteigna. Þannig að ef maður skoðar þetta leiðrétt fyrir því og lítur bara á hagnað af rekstri þá hefur hann ekki verið svona lítill frá árinu 2010, segir Heiðrún Lind. Frá hruni hefur sjávarútvegurinn náð að greiða niður skuldir upp á 175 milljarða og eru þær 319 milljarðar í dag. Svigrúm hefur síðan verið notað til fjárfestinga, sem setið hafði á hakanum í langan tíma.Þrátt fyrir methagnað hafa tekjur dregist saman Heiðrún Lind segir tekjur hafa dregist saman um 22 prósent að loknum vaxtagreiðslum, afskriftum, sköttum og gjöldum. Heildartekjur hafi dregist saman um 10 prósent á síðasta ári og útlit fyrir áframhald á því á þessu ári. Þetta geti aukið enn frekar á samþjöppun í sjávarútvegi. Þá segi áðurnefndar tölur ekki alla söguna. „Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind.Miklar flokkspólitískar deilur hafa staðið árum saman um veiðigjald útgerðanna, sem var um 6.4 milljarðar á síðasta ári. Margir stjórnmálaflokkar telja mögulegt að hækka tekjur af því verulega. Heiðrún Lind segir slíkar fullyrðingar valda vonbrigðum í aðdraganda kosninga. Í dag greiði sjávarútveginn á bilinu 36 til 38 prósent af hagnaði í tekjuskatt og veiðigjald á meðan önnur fyrirtæki greiði 20 prósent í tekjuskatt. „Mér er það til efs að fyrirtæki almennt geti greitt í raun tvöfaldan tekjuskatt til langs tíma. En árið 2016 voru veiðigjöldin 6,4 milljarðar. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að veiðigjöld verði yfir 11 milljarðar árið 2017. Miðað við stöðu fjölda fyrirtækja hef ég miklar efasemdir um að menn geti staðið undir þeirri gjaldtöku,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Sjávarútvegur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira