Handbolti

Seinni bylgjan: Best í september

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
mynd/skjáskot
Í Seinni bylgjunni í gær var opinberað hver væru leikmenn september-mánaðar í Olís-deildum karla og kvenna.

Valið fór fram á Twitter. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, varð hlutskarpastur en hann hefur verið frábær í byrjun tímabils. Björgvin Páll fékk 32% atkvæða og hafði betur í baráttu við samherja sinn, Daníel Þór Ingason, FH-inginn Ásbjörn Friðriksson og Selfyssinginn Elvar Örn Jónsson.

Björgvin Páll, Daníel, Ásbjörn voru í úrvalsliði september-mánaðar í Olís-deild karla. Auk þeirra voru Sturla Ásgeirsson (ÍR), Ægir Hrafn Jónsson (Víkingi), Ari Magnús Þorgeirsson (Stjörnunni) og Óðinn Þór Ríkharðsson (FH) í úrvalsliðinu. Besti þjálfarinn var Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari toppliðs FH.

Perla Ruth Albertsdóttir úr Selfossi var kosin besti leikmaður september-mánaðar í Olís-deild kvenna. Hún fékk 45% atkvæða. Guðrún Ósk Maríasdóttir (Fram), Diana Satkauskaite (Val) og Karólína Bæhrenz Lárudóttir (ÍBV) voru einnig tilnefndar.

Þær voru allar í úrvalsliðinu fyrir september ásamt Sigurbjörgu Jóhannsdóttur (Fram), Kristjönu Björk Steinarsdóttur (Gróttu) og Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur (Stjörnunni). Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var svo valin besti þjálfarinn.

Þá fékk Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu, verðlaun fyrir flottustu tilþrifin í september.

Leikmaður september í Olís-deild karla
Leikmaður september í Olís-deild kvenna
Úrvalslið september í Olís-deild karla
Úrvalslið september í Olís-deild kvenna

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×