Klámútgefandi býður 10 milljónir dala í skiptum fyrir óhróður um Trump Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2017 22:04 Larry Flynt býður fúlgur fjár fyrir óhróður um Trump. Vísir/AFP Bandaríski útgefandinn Larry Flynt býður nú allt að tíu milljónir Bandaríkadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna, hverjum þeim sem býr yfir upplýsingum um Donald Trump Bandaríkjaforseta – að því gefnu að upplýsingarnar leiði til þess að forsetinn hrökklist úr embætti. Flynt, hvers þekktasta útgáfa er klámtímaritið Hustler, auglýsir eftir téðum óhróðri í heilsíðuauglýsingu í sunnudagsblaði hins bandaríska Washington Post, að því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Í forsetakosningunum í fyrra bauð Flynt eina milljón dala, eða um 104 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá í hendurnar myndskeið eða hljóðupptökur sem sýndu fram á ólöglega eða kynferðislega hegðun af hálfu Trumps. Auglýsingin var birt í kjölfar myndbands bandaríska miðilsins Access Hollywood en í því heyrist Trump gorta sig af því að áreita konur kynferðislega. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ heyrðist Trump segja í myndbandinu.Sjá einnig: NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Í auglýsingu sinni biður Flynt um hvers kyns óhróður, sem hæfur sé til birtingar, og komi Trump enn fremur frá völdum. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um málið. Donald Trump Tengdar fréttir NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Framkvæmdastjóri Today Show á NBC segir að Bush eigi sér engar málsbætur vegna þess orðfæris og hegðunar sem hann sýnir á myndbandinu. 10. október 2016 14:17 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Bandaríkjaforseti ræðst af ofsa á sjónvarpskonu á Twitter og segir hana með lága greindarvísitölu og klikkaða. Þá fullyrðir hann að hún hafi verið blæðandi eftir andlitslyftingu um áramótin. 29. júní 2017 15:03 Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Bandaríski útgefandinn Larry Flynt býður nú allt að tíu milljónir Bandaríkadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna, hverjum þeim sem býr yfir upplýsingum um Donald Trump Bandaríkjaforseta – að því gefnu að upplýsingarnar leiði til þess að forsetinn hrökklist úr embætti. Flynt, hvers þekktasta útgáfa er klámtímaritið Hustler, auglýsir eftir téðum óhróðri í heilsíðuauglýsingu í sunnudagsblaði hins bandaríska Washington Post, að því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Í forsetakosningunum í fyrra bauð Flynt eina milljón dala, eða um 104 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá í hendurnar myndskeið eða hljóðupptökur sem sýndu fram á ólöglega eða kynferðislega hegðun af hálfu Trumps. Auglýsingin var birt í kjölfar myndbands bandaríska miðilsins Access Hollywood en í því heyrist Trump gorta sig af því að áreita konur kynferðislega. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ heyrðist Trump segja í myndbandinu.Sjá einnig: NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Í auglýsingu sinni biður Flynt um hvers kyns óhróður, sem hæfur sé til birtingar, og komi Trump enn fremur frá völdum. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um málið.
Donald Trump Tengdar fréttir NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Framkvæmdastjóri Today Show á NBC segir að Bush eigi sér engar málsbætur vegna þess orðfæris og hegðunar sem hann sýnir á myndbandinu. 10. október 2016 14:17 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Bandaríkjaforseti ræðst af ofsa á sjónvarpskonu á Twitter og segir hana með lága greindarvísitölu og klikkaða. Þá fullyrðir hann að hún hafi verið blæðandi eftir andlitslyftingu um áramótin. 29. júní 2017 15:03 Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Framkvæmdastjóri Today Show á NBC segir að Bush eigi sér engar málsbætur vegna þess orðfæris og hegðunar sem hann sýnir á myndbandinu. 10. október 2016 14:17
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Bandaríkjaforseti ræðst af ofsa á sjónvarpskonu á Twitter og segir hana með lága greindarvísitölu og klikkaða. Þá fullyrðir hann að hún hafi verið blæðandi eftir andlitslyftingu um áramótin. 29. júní 2017 15:03
Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46