Klámútgefandi býður 10 milljónir dala í skiptum fyrir óhróður um Trump Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2017 22:04 Larry Flynt býður fúlgur fjár fyrir óhróður um Trump. Vísir/AFP Bandaríski útgefandinn Larry Flynt býður nú allt að tíu milljónir Bandaríkadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna, hverjum þeim sem býr yfir upplýsingum um Donald Trump Bandaríkjaforseta – að því gefnu að upplýsingarnar leiði til þess að forsetinn hrökklist úr embætti. Flynt, hvers þekktasta útgáfa er klámtímaritið Hustler, auglýsir eftir téðum óhróðri í heilsíðuauglýsingu í sunnudagsblaði hins bandaríska Washington Post, að því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Í forsetakosningunum í fyrra bauð Flynt eina milljón dala, eða um 104 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá í hendurnar myndskeið eða hljóðupptökur sem sýndu fram á ólöglega eða kynferðislega hegðun af hálfu Trumps. Auglýsingin var birt í kjölfar myndbands bandaríska miðilsins Access Hollywood en í því heyrist Trump gorta sig af því að áreita konur kynferðislega. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ heyrðist Trump segja í myndbandinu.Sjá einnig: NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Í auglýsingu sinni biður Flynt um hvers kyns óhróður, sem hæfur sé til birtingar, og komi Trump enn fremur frá völdum. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um málið. Donald Trump Tengdar fréttir NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Framkvæmdastjóri Today Show á NBC segir að Bush eigi sér engar málsbætur vegna þess orðfæris og hegðunar sem hann sýnir á myndbandinu. 10. október 2016 14:17 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Bandaríkjaforseti ræðst af ofsa á sjónvarpskonu á Twitter og segir hana með lága greindarvísitölu og klikkaða. Þá fullyrðir hann að hún hafi verið blæðandi eftir andlitslyftingu um áramótin. 29. júní 2017 15:03 Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Bandaríski útgefandinn Larry Flynt býður nú allt að tíu milljónir Bandaríkadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna, hverjum þeim sem býr yfir upplýsingum um Donald Trump Bandaríkjaforseta – að því gefnu að upplýsingarnar leiði til þess að forsetinn hrökklist úr embætti. Flynt, hvers þekktasta útgáfa er klámtímaritið Hustler, auglýsir eftir téðum óhróðri í heilsíðuauglýsingu í sunnudagsblaði hins bandaríska Washington Post, að því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Í forsetakosningunum í fyrra bauð Flynt eina milljón dala, eða um 104 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá í hendurnar myndskeið eða hljóðupptökur sem sýndu fram á ólöglega eða kynferðislega hegðun af hálfu Trumps. Auglýsingin var birt í kjölfar myndbands bandaríska miðilsins Access Hollywood en í því heyrist Trump gorta sig af því að áreita konur kynferðislega. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ heyrðist Trump segja í myndbandinu.Sjá einnig: NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Í auglýsingu sinni biður Flynt um hvers kyns óhróður, sem hæfur sé til birtingar, og komi Trump enn fremur frá völdum. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um málið.
Donald Trump Tengdar fréttir NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Framkvæmdastjóri Today Show á NBC segir að Bush eigi sér engar málsbætur vegna þess orðfæris og hegðunar sem hann sýnir á myndbandinu. 10. október 2016 14:17 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Bandaríkjaforseti ræðst af ofsa á sjónvarpskonu á Twitter og segir hana með lága greindarvísitölu og klikkaða. Þá fullyrðir hann að hún hafi verið blæðandi eftir andlitslyftingu um áramótin. 29. júní 2017 15:03 Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Framkvæmdastjóri Today Show á NBC segir að Bush eigi sér engar málsbætur vegna þess orðfæris og hegðunar sem hann sýnir á myndbandinu. 10. október 2016 14:17
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Bandaríkjaforseti ræðst af ofsa á sjónvarpskonu á Twitter og segir hana með lága greindarvísitölu og klikkaða. Þá fullyrðir hann að hún hafi verið blæðandi eftir andlitslyftingu um áramótin. 29. júní 2017 15:03
Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46