Fótbolti

Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Freyr Alexandersson ætlar í félagsliðaþjálfun aftur.
Freyr Alexandersson ætlar í félagsliðaþjálfun aftur. vísir/eyþór
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, fékk símtöl úr Pepsi-deildinni nú eftir að henni lauk í síðasta mánuði en það stóð aldrei til hjá honum að yfirgefa kvennalandsliðið á þessum tímapunkti.

Miklar þjálfarabreytingar hafa verið í Pepsi-deildinni en Ágúst Gylfason tók við Breiðabliki, Rúnar Kristinsson við KR og þá er laus staðan hjá FH eftir að Heimi Guðjónssyni var sagt upp störfum. Ólafur Páll Snorrason tók svo við Fjölni í gær.

„Það höfðu menn samband við mig og ég kann vel að meta að einhver lið hafi áhuga. Ég mun klárlega fara aftur í félagsliðaboltann því það er ótrúlega skemmtilegt. En núna er ég í flottu og stóru starfi hjá knattspyrnusambandinu og einbeiti mér algjörlega að kvennalandsliðinu. Ég ræddi við góða menn en það fór ekkert lengra en það,“ sagði Freyr.

Breiðhyltingurinn kynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina á móti Tékklandi og Þýskalandi í undankeppni HM 2019 en hann er einnig njósnari fyrir karlalandsliðið.


Tengdar fréttir

Einn nýliði í landsliðshópi Freys

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×