Segja drottningarviðtöl hafa náð nýjum hæðum Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2017 11:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í fyrrakvöld í sitt 18. viðtal hjá Fox og þriðja á skömmum tíma. Það eru fleiri viðtöl en hann hefur samtals veitt öðrum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Samtals hefur hann farið í 26 sjónvarpsviðtöl samkvæmt Washington Post.Hann hefur farið í fimm viðtöl hjá NBC, MSNBC, ABC og CBS. Þar að auki hefur hann farið í þrjú viðtöl til sjónvarpsstöðva kristinna.Að þessu sinni var hann mættur á Fox Business og Lou Dobbs. Viðtalið hefur vakið mikla athygli en þó aðallega vegna þess hve vinalegt viðtalið var. Það fyrsta sem Dobbs sagði við Trump var: „Á níu mánuðum hefur þú afrekað meira í því að skapa störf. Hreyfingar á mörkuðum hafa verið ótrúlegar og slegið öll met. Allar vísitölur eru í nýjum hæðum, eða nærri þeim. Þú hefur afrekað svo mikið á þessum níu mánuðum. Meðal þess sem Dobbs sagði við Trump í viðtalinu var að hann væri „einn elskaðasti og virtasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna“ og jós hann lofinu yfir forsetann. Þar að auki virtist Dobbs oft á tíðum reyna að hjálpa Trump að svara spurningum sínum. Á næstu mínútum eftir að Dobbs sagði að Trump væri einn elskaðasti forseti Bandaríkjanna sagði hann, samkvæmt eftirriti Fox: „Án efa.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Já, og...“ „Já.“ „Já. Ég. Þú. Þú ert, ef ég má segja svo, allt sem auglýst var þegar þú bauðst þig fram til forseta. Ég kann að meta allt sem þú ert að gera. Takk fyrir kærlega.“ Ástæðan fyrir því að Trump fer einungis í viðtöl hjá Fox gæti verið sú sem Vox bendir á. Það er að síðast þegar hann fór í viðtal hjá öðrum miðli ræddi hann við Lester Holt hjá NBC. Þar viðurkenndi hann að hafa verið að ljúga um ástæðu þess að hann rak James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna.Sú viðurkenning leiddi til þess að Robert Mueller var settur í embætti sérstaks saksóknara og gert að rannsaka Trump og framboð hans. Nokkrir stjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum tóku viðtalið fyrir í gær og gerðu þeir mikið grín að því.Stephen Colbert Seth Meyers Jimmy Kimmel Hér má svo sjá viðtalið í heild sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í fyrrakvöld í sitt 18. viðtal hjá Fox og þriðja á skömmum tíma. Það eru fleiri viðtöl en hann hefur samtals veitt öðrum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Samtals hefur hann farið í 26 sjónvarpsviðtöl samkvæmt Washington Post.Hann hefur farið í fimm viðtöl hjá NBC, MSNBC, ABC og CBS. Þar að auki hefur hann farið í þrjú viðtöl til sjónvarpsstöðva kristinna.Að þessu sinni var hann mættur á Fox Business og Lou Dobbs. Viðtalið hefur vakið mikla athygli en þó aðallega vegna þess hve vinalegt viðtalið var. Það fyrsta sem Dobbs sagði við Trump var: „Á níu mánuðum hefur þú afrekað meira í því að skapa störf. Hreyfingar á mörkuðum hafa verið ótrúlegar og slegið öll met. Allar vísitölur eru í nýjum hæðum, eða nærri þeim. Þú hefur afrekað svo mikið á þessum níu mánuðum. Meðal þess sem Dobbs sagði við Trump í viðtalinu var að hann væri „einn elskaðasti og virtasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna“ og jós hann lofinu yfir forsetann. Þar að auki virtist Dobbs oft á tíðum reyna að hjálpa Trump að svara spurningum sínum. Á næstu mínútum eftir að Dobbs sagði að Trump væri einn elskaðasti forseti Bandaríkjanna sagði hann, samkvæmt eftirriti Fox: „Án efa.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Já, og...“ „Já.“ „Já. Ég. Þú. Þú ert, ef ég má segja svo, allt sem auglýst var þegar þú bauðst þig fram til forseta. Ég kann að meta allt sem þú ert að gera. Takk fyrir kærlega.“ Ástæðan fyrir því að Trump fer einungis í viðtöl hjá Fox gæti verið sú sem Vox bendir á. Það er að síðast þegar hann fór í viðtal hjá öðrum miðli ræddi hann við Lester Holt hjá NBC. Þar viðurkenndi hann að hafa verið að ljúga um ástæðu þess að hann rak James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna.Sú viðurkenning leiddi til þess að Robert Mueller var settur í embætti sérstaks saksóknara og gert að rannsaka Trump og framboð hans. Nokkrir stjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum tóku viðtalið fyrir í gær og gerðu þeir mikið grín að því.Stephen Colbert Seth Meyers Jimmy Kimmel Hér má svo sjá viðtalið í heild sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira