Segja drottningarviðtöl hafa náð nýjum hæðum Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2017 11:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í fyrrakvöld í sitt 18. viðtal hjá Fox og þriðja á skömmum tíma. Það eru fleiri viðtöl en hann hefur samtals veitt öðrum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Samtals hefur hann farið í 26 sjónvarpsviðtöl samkvæmt Washington Post.Hann hefur farið í fimm viðtöl hjá NBC, MSNBC, ABC og CBS. Þar að auki hefur hann farið í þrjú viðtöl til sjónvarpsstöðva kristinna.Að þessu sinni var hann mættur á Fox Business og Lou Dobbs. Viðtalið hefur vakið mikla athygli en þó aðallega vegna þess hve vinalegt viðtalið var. Það fyrsta sem Dobbs sagði við Trump var: „Á níu mánuðum hefur þú afrekað meira í því að skapa störf. Hreyfingar á mörkuðum hafa verið ótrúlegar og slegið öll met. Allar vísitölur eru í nýjum hæðum, eða nærri þeim. Þú hefur afrekað svo mikið á þessum níu mánuðum. Meðal þess sem Dobbs sagði við Trump í viðtalinu var að hann væri „einn elskaðasti og virtasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna“ og jós hann lofinu yfir forsetann. Þar að auki virtist Dobbs oft á tíðum reyna að hjálpa Trump að svara spurningum sínum. Á næstu mínútum eftir að Dobbs sagði að Trump væri einn elskaðasti forseti Bandaríkjanna sagði hann, samkvæmt eftirriti Fox: „Án efa.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Já, og...“ „Já.“ „Já. Ég. Þú. Þú ert, ef ég má segja svo, allt sem auglýst var þegar þú bauðst þig fram til forseta. Ég kann að meta allt sem þú ert að gera. Takk fyrir kærlega.“ Ástæðan fyrir því að Trump fer einungis í viðtöl hjá Fox gæti verið sú sem Vox bendir á. Það er að síðast þegar hann fór í viðtal hjá öðrum miðli ræddi hann við Lester Holt hjá NBC. Þar viðurkenndi hann að hafa verið að ljúga um ástæðu þess að hann rak James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna.Sú viðurkenning leiddi til þess að Robert Mueller var settur í embætti sérstaks saksóknara og gert að rannsaka Trump og framboð hans. Nokkrir stjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum tóku viðtalið fyrir í gær og gerðu þeir mikið grín að því.Stephen Colbert Seth Meyers Jimmy Kimmel Hér má svo sjá viðtalið í heild sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í fyrrakvöld í sitt 18. viðtal hjá Fox og þriðja á skömmum tíma. Það eru fleiri viðtöl en hann hefur samtals veitt öðrum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Samtals hefur hann farið í 26 sjónvarpsviðtöl samkvæmt Washington Post.Hann hefur farið í fimm viðtöl hjá NBC, MSNBC, ABC og CBS. Þar að auki hefur hann farið í þrjú viðtöl til sjónvarpsstöðva kristinna.Að þessu sinni var hann mættur á Fox Business og Lou Dobbs. Viðtalið hefur vakið mikla athygli en þó aðallega vegna þess hve vinalegt viðtalið var. Það fyrsta sem Dobbs sagði við Trump var: „Á níu mánuðum hefur þú afrekað meira í því að skapa störf. Hreyfingar á mörkuðum hafa verið ótrúlegar og slegið öll met. Allar vísitölur eru í nýjum hæðum, eða nærri þeim. Þú hefur afrekað svo mikið á þessum níu mánuðum. Meðal þess sem Dobbs sagði við Trump í viðtalinu var að hann væri „einn elskaðasti og virtasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna“ og jós hann lofinu yfir forsetann. Þar að auki virtist Dobbs oft á tíðum reyna að hjálpa Trump að svara spurningum sínum. Á næstu mínútum eftir að Dobbs sagði að Trump væri einn elskaðasti forseti Bandaríkjanna sagði hann, samkvæmt eftirriti Fox: „Án efa.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Já, og...“ „Já.“ „Já. Ég. Þú. Þú ert, ef ég má segja svo, allt sem auglýst var þegar þú bauðst þig fram til forseta. Ég kann að meta allt sem þú ert að gera. Takk fyrir kærlega.“ Ástæðan fyrir því að Trump fer einungis í viðtöl hjá Fox gæti verið sú sem Vox bendir á. Það er að síðast þegar hann fór í viðtal hjá öðrum miðli ræddi hann við Lester Holt hjá NBC. Þar viðurkenndi hann að hafa verið að ljúga um ástæðu þess að hann rak James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna.Sú viðurkenning leiddi til þess að Robert Mueller var settur í embætti sérstaks saksóknara og gert að rannsaka Trump og framboð hans. Nokkrir stjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum tóku viðtalið fyrir í gær og gerðu þeir mikið grín að því.Stephen Colbert Seth Meyers Jimmy Kimmel Hér má svo sjá viðtalið í heild sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira