Stjórnarkreppa í kortunum Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2017 11:15 Það gæti orðið erfitt verkefni fyrir flokka að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir kosningar, ef þær fara eins og kannanir gefa til kynna. Vísir Það gæti reynst ansi snúið að mynda ríkisstjórn ef úrslit kosninganna á laugardag verða í ætt við könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka sem birtist í dag. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með mesta fylgið, 24 prósent, og fengi þá sautján fulltrúa á þing. Vinstri græn kemur þar á eftir með rúm nítján prósent og fjórtán fulltrúa á þingi. Fyrir neðan þá flokka eru Samfylkingin með 14,3 prósent og tíu þingmenn, Miðflokkurinn með tæp tíu prósent og sjö fulltrúa, Píratar með rúm 9 prósent og sex fulltrúa, Viðreisn með tæp átta prósent og fimm fulltrúa, Framsókn með rúm sex prósent og fjóra þingmenn. Björt framtíð hverfur af þingi og Flokkur fólksins kæmist ekki á þing.Aukning Sjálfstæðisflokksins áhugaverð Sagnfræðiprófessorinn Guðmundur Hálfdánarson segir mikið flökt á fylgi flokka í könnunum en það hefur vakið athygli hans hversu mikið Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið á í könnunum. „Það fylgir auðvitað mynstrinu frá síðustu kosningum. Á lokametrunum sígur fylgið til Sjálfstæðisflokksins. Þeir fengu miklu betri kosningu síðast en allar skoðanakannanir gerðu ráð fyrir,“ segir Guðmundur. Spurður hver ástæðan getur verið fyrir þessari fylgisaukningu svarar Guðmundur að hann haldi nú að þessi kosningabarátta í ár hafi ekki sannfært marga um eitt eða neitt. „Þetta virðist vera þetta mengi Sjálfstæðisflokksins sem á mikið fylgi og hefur verið stærsti flokkurinn á Íslandi svona gegnum gangandi áratugum saman. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að hann komi sterkur út.“Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.VísirVinstri græn urðu að skotmarki Vinstri græn tóku flug í skoðanakönnunum í upphafi kosningabaráttunnar en hafa eilítið gefið eftir síðustu daga. Fari kosningarnar þó þannig að VG fengi rúm nítján prósenta fylgi myndi þingmönnum þeirra fjölga um fjóra. Guðmundur segir ekki óvenjulegt að flokkar sem taka flugið snemma í kosningabaráttunni fari að láta á sjá þegar kosningar nálgast. „Það er ýmislegt sem hefur þar áhrif. Það er erfitt að viðhalda stemningunni svona lengi og svo gerist það oft að kosningabaráttan fer að beinast gegn þessum flokkum sem svífa hátt í könnunum. Það hefur til dæmis verið lögð mikil áhersla á mögulegar skattahækkanir Vinstri grænan og það gæti hafa haft áhrif á kjósendur.“ Hann segir Samfylkinguna vera að staðfesta fylgi sitt á bilinu þrettán til fimmtán prósent í síðustu kosningum og að flokkurinn geti vel við unað, þrátt fyrir að það sé talsvert minna en flokkurinn fékk þegar hann var sem stærstur.Algjörlega ljóst að Björt framtíð hverfur af þingi Björt framtíð mun falla af þingi, það sé algjörlega ljóst að mati Guðmundar. Hann segir stjórnarsetu Bjartrar framtíðar með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn hafa skaðað flokkinn mikið, en tilvera hans hafi fyrir verið frekar óljós. Flokkurinn hafi verið afar líkur Samfylkingunni og fengið mikið fylgi þaðan, sem virðist vera skila sér aftur heim til Samfylkingarinnar. Hann segir að það muni reynast erfitt að mynda starfhæfa ríkisstjórn að kosningum loknum, verði þetta niðurstaðan þar sem margir flokkar eru á þingi. Reynslan af þriggja flokka stjórnum með tæpan meirihluta hafi ekki verið sérstök. „Reynslan af meirihluta með mörgum flokkum sem hafa tæpan meirihluta kann ekki góðri lukku að stýra. Það verður svo auðvelt að hlaupa undan merkjum.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45 Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Það gæti reynst ansi snúið að mynda ríkisstjórn ef úrslit kosninganna á laugardag verða í ætt við könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka sem birtist í dag. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með mesta fylgið, 24 prósent, og fengi þá sautján fulltrúa á þing. Vinstri græn kemur þar á eftir með rúm nítján prósent og fjórtán fulltrúa á þingi. Fyrir neðan þá flokka eru Samfylkingin með 14,3 prósent og tíu þingmenn, Miðflokkurinn með tæp tíu prósent og sjö fulltrúa, Píratar með rúm 9 prósent og sex fulltrúa, Viðreisn með tæp átta prósent og fimm fulltrúa, Framsókn með rúm sex prósent og fjóra þingmenn. Björt framtíð hverfur af þingi og Flokkur fólksins kæmist ekki á þing.Aukning Sjálfstæðisflokksins áhugaverð Sagnfræðiprófessorinn Guðmundur Hálfdánarson segir mikið flökt á fylgi flokka í könnunum en það hefur vakið athygli hans hversu mikið Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið á í könnunum. „Það fylgir auðvitað mynstrinu frá síðustu kosningum. Á lokametrunum sígur fylgið til Sjálfstæðisflokksins. Þeir fengu miklu betri kosningu síðast en allar skoðanakannanir gerðu ráð fyrir,“ segir Guðmundur. Spurður hver ástæðan getur verið fyrir þessari fylgisaukningu svarar Guðmundur að hann haldi nú að þessi kosningabarátta í ár hafi ekki sannfært marga um eitt eða neitt. „Þetta virðist vera þetta mengi Sjálfstæðisflokksins sem á mikið fylgi og hefur verið stærsti flokkurinn á Íslandi svona gegnum gangandi áratugum saman. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að hann komi sterkur út.“Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.VísirVinstri græn urðu að skotmarki Vinstri græn tóku flug í skoðanakönnunum í upphafi kosningabaráttunnar en hafa eilítið gefið eftir síðustu daga. Fari kosningarnar þó þannig að VG fengi rúm nítján prósenta fylgi myndi þingmönnum þeirra fjölga um fjóra. Guðmundur segir ekki óvenjulegt að flokkar sem taka flugið snemma í kosningabaráttunni fari að láta á sjá þegar kosningar nálgast. „Það er ýmislegt sem hefur þar áhrif. Það er erfitt að viðhalda stemningunni svona lengi og svo gerist það oft að kosningabaráttan fer að beinast gegn þessum flokkum sem svífa hátt í könnunum. Það hefur til dæmis verið lögð mikil áhersla á mögulegar skattahækkanir Vinstri grænan og það gæti hafa haft áhrif á kjósendur.“ Hann segir Samfylkinguna vera að staðfesta fylgi sitt á bilinu þrettán til fimmtán prósent í síðustu kosningum og að flokkurinn geti vel við unað, þrátt fyrir að það sé talsvert minna en flokkurinn fékk þegar hann var sem stærstur.Algjörlega ljóst að Björt framtíð hverfur af þingi Björt framtíð mun falla af þingi, það sé algjörlega ljóst að mati Guðmundar. Hann segir stjórnarsetu Bjartrar framtíðar með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn hafa skaðað flokkinn mikið, en tilvera hans hafi fyrir verið frekar óljós. Flokkurinn hafi verið afar líkur Samfylkingunni og fengið mikið fylgi þaðan, sem virðist vera skila sér aftur heim til Samfylkingarinnar. Hann segir að það muni reynast erfitt að mynda starfhæfa ríkisstjórn að kosningum loknum, verði þetta niðurstaðan þar sem margir flokkar eru á þingi. Reynslan af þriggja flokka stjórnum með tæpan meirihluta hafi ekki verið sérstök. „Reynslan af meirihluta með mörgum flokkum sem hafa tæpan meirihluta kann ekki góðri lukku að stýra. Það verður svo auðvelt að hlaupa undan merkjum.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45 Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45
Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels