Nýtt politburo bendir til langrar valdatíðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. október 2017 06:00 Xi Jinping er afar vinsæll á meðal flokksmanna og líklegt þykir að hann haldi völdum lengi. Nordicphotos/AFP Endurskipun forsætisnefndar kínverska Kommúnistaflokksins, sem kynnt var í gær, þykir bera þess merki að Xi Jinping, leiðtogi flokksins og forseti Kína, verði við völd í Asíuríkinu lengur en þau tíu ár sem undanfarnir leiðtogar hafa ríkt. Xi hefur nú þegar tryggt sér forsetastólinn þar til árið 2022 og siglir nú inn í kjörtímabil sem samkvæmt hefðinni ætti að vera hans síðasta. Meðlimir nýju forsætisnefndarinnar, en slíkar fastanefndir eru jafnan kallaðar politburo innan kommúnistaflokka, eru allir á svipuðum aldri og Xi. Sá elsti er 67 ára og sá yngsti sextugur. Sjálfur er Xi 64 ára. Þykir nokkuð hár aldur allra nefndarmanna benda til þess að Xi ætli áfram að leiða Kínverja eftir árið 2022, þegar nýhafið kjörtímabil er á enda. Talið hafði verið að Xi myndi skipa Chen Miner, formann flokksins í Chongqing, og Hu Chunhua, formann flokksins í Guangdong, í forsætisnefndina, að því er BBC greinir frá. Eru þeir báðir á sextugsaldri og segir greinandi BBC að það geri þá nógu unga til þess að vera mögulegir eftirmenn Xi. Af þessu varð hins vegar ekki. Svokölluð tíu ára regla, eða öllu heldur hefð, hefur verið við lýði í Kína frá því á tíunda áratugnum þegar Deng Xiaoping kom hefðinni á til þess að koma í veg fyrir að óreiðan sem fylgdi endalokum valdatíðar Maós Zedong myndi endurtaka sig. Hafa Jiang Zemin og Hu Jintao, síðustu tveir leiðtogar Kína, fylgt hefðinni en ýmislegt bendir til þess að Xi muni ekki endurtaka leikinn. Annað sem bendir til lengri valdatíðar Xis er sú ákvörðun landsþings Kommúnistaflokksins að setja hann á sama stall og Maó með því að rita nafn hans og hugmyndafræði í stjórnarskrá flokksins. Enginn annar leiðtogi Kína hefur notið sama heiðurs á meðan hann lifði og þykir þetta styrkja stöðu Xi til muna. Halda stjórnmálafræðingar því fram að jafnvel þótt Xi myndi stíga til hliðar eftir kjörtímabilið gæti hann stýrt ríkinu áfram ef hann vildi vegna gríðarlegra áhrifa á flokkinn. Hugmyndafræðin sem Xi fékk ritaða í stjórnarskrá flokksins gengur út á sýn hans um nýtt tímabil í sögu alþýðulýðveldisins. Áður hefur Xi skipt sögu alþýðulýðveldisins í tvö tímabil. Sameiningu undir Maó og vaxandi hagsæld undir Deng. Hið nýja tímabil, tímabil Xi, á að einkennast af styrkingu Kína á alþjóðavísu. Washington Post greinir frá því að utanríkismálastefna Kína muni einkennast af þessu næstu árin undir stjórn Xi. Lengi hafi hann lofað því að gera Kína að ofurstórveldi, álíka máttugu og Bandaríkin og Sovétríkin voru í kalda stríðinu, og að því verkefni verði lokið fyrir aldarafmæli alþýðulýðveldisins árið 2049. Kína verði þannig leiðandi afl, meðal annars á sviði alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, og sýni öðrum ríkjum fram á nýjan valkost í formi kínversks sósíalisma. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Endurskipun forsætisnefndar kínverska Kommúnistaflokksins, sem kynnt var í gær, þykir bera þess merki að Xi Jinping, leiðtogi flokksins og forseti Kína, verði við völd í Asíuríkinu lengur en þau tíu ár sem undanfarnir leiðtogar hafa ríkt. Xi hefur nú þegar tryggt sér forsetastólinn þar til árið 2022 og siglir nú inn í kjörtímabil sem samkvæmt hefðinni ætti að vera hans síðasta. Meðlimir nýju forsætisnefndarinnar, en slíkar fastanefndir eru jafnan kallaðar politburo innan kommúnistaflokka, eru allir á svipuðum aldri og Xi. Sá elsti er 67 ára og sá yngsti sextugur. Sjálfur er Xi 64 ára. Þykir nokkuð hár aldur allra nefndarmanna benda til þess að Xi ætli áfram að leiða Kínverja eftir árið 2022, þegar nýhafið kjörtímabil er á enda. Talið hafði verið að Xi myndi skipa Chen Miner, formann flokksins í Chongqing, og Hu Chunhua, formann flokksins í Guangdong, í forsætisnefndina, að því er BBC greinir frá. Eru þeir báðir á sextugsaldri og segir greinandi BBC að það geri þá nógu unga til þess að vera mögulegir eftirmenn Xi. Af þessu varð hins vegar ekki. Svokölluð tíu ára regla, eða öllu heldur hefð, hefur verið við lýði í Kína frá því á tíunda áratugnum þegar Deng Xiaoping kom hefðinni á til þess að koma í veg fyrir að óreiðan sem fylgdi endalokum valdatíðar Maós Zedong myndi endurtaka sig. Hafa Jiang Zemin og Hu Jintao, síðustu tveir leiðtogar Kína, fylgt hefðinni en ýmislegt bendir til þess að Xi muni ekki endurtaka leikinn. Annað sem bendir til lengri valdatíðar Xis er sú ákvörðun landsþings Kommúnistaflokksins að setja hann á sama stall og Maó með því að rita nafn hans og hugmyndafræði í stjórnarskrá flokksins. Enginn annar leiðtogi Kína hefur notið sama heiðurs á meðan hann lifði og þykir þetta styrkja stöðu Xi til muna. Halda stjórnmálafræðingar því fram að jafnvel þótt Xi myndi stíga til hliðar eftir kjörtímabilið gæti hann stýrt ríkinu áfram ef hann vildi vegna gríðarlegra áhrifa á flokkinn. Hugmyndafræðin sem Xi fékk ritaða í stjórnarskrá flokksins gengur út á sýn hans um nýtt tímabil í sögu alþýðulýðveldisins. Áður hefur Xi skipt sögu alþýðulýðveldisins í tvö tímabil. Sameiningu undir Maó og vaxandi hagsæld undir Deng. Hið nýja tímabil, tímabil Xi, á að einkennast af styrkingu Kína á alþjóðavísu. Washington Post greinir frá því að utanríkismálastefna Kína muni einkennast af þessu næstu árin undir stjórn Xi. Lengi hafi hann lofað því að gera Kína að ofurstórveldi, álíka máttugu og Bandaríkin og Sovétríkin voru í kalda stríðinu, og að því verkefni verði lokið fyrir aldarafmæli alþýðulýðveldisins árið 2049. Kína verði þannig leiðandi afl, meðal annars á sviði alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, og sýni öðrum ríkjum fram á nýjan valkost í formi kínversks sósíalisma.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira