Áfram með smjörið Sigurjón Njarðarson skrifar 25. október 2017 15:00 Með aukinni sjósókn á Íslandi sköpuðust loksins skilyrði til að aflétta hinni skelfilegu vistaránauð sem hafði legið eins og mara á íslenskum almenningi um aldir. Í framhaldi varð loksins valkostur fyrir íslenskan almenning að setjast að í þéttbýli. Að óathuguðu máli mætti maður ætla að við þetta hafi íslenskir bændur verið í verri stöðu en áður, hafandi misst vinnumennina sína og í einhverjum tilfellum tekjur af verbúðarsókn. Myndun þéttbýlis fylgdu þó ófyrirséðir möguleikar fyrir hið breytingarfælna bændasamfélag. Með henni varð til innlendur markaður fyrir landbúnaðarafurðir. Það er staðreynd sem við nefnum ótrúlega sjaldan að um áratugaskeið var landbúnaðarmarkaður á Íslandi frjáls. Í þéttbýlunum voru sérstakar mjólkurbúðir og töldu sumir viðskiptavinir sig kenna töluverðan mun á bragði mjólkur eftir því hvar þeir keyptu hana. Í fyrsta skipti um aldir skapaðist líka eftirspurn eftir nýsköpun og framþróun landbúnaðarafurða. Þekkt er dæmið um smjörið. Fram að seinni heimstyrjöld var smjörgerð á Íslandi með ýmsum hætti. Í Flóanum tók til starfa 1905 sérstakt rjómabú sem hóf smjörgerð. Allnokkur slík í viðbót opnuðu á næstu árum. Þess utan voru einstök býli með sína eigin smjörgerð. Það var virk samkeppni og vöruþróun með smjör. Fyrir okkur sem þekkjum bara eina tegund af smjöri kemur þetta undarlega fyrir sjónir. Staðreyndin er sú að það eru til ótal afbrigði af smjöri; smjör getur innihaldið mismunandi magn af salti, það er hægt að bragðbæta það á ýmsan hátt, smjör er líka mismunandi á bragðið eftir árstíðum. Þannig gat neytandi valið á milli þeirra smjörgerða sem honum fundust bestar. Eins og gengur á frjálsum markaði þá voru sumar gerðir vinsælli en aðrar og hækkuðu í verði. Þeir sem gerðu lakara smjör, seldu minna og fengu minna verð fyrir. Með tíð og tíma varð fákeppnismarkaður og loks einokunarmarkaður með landbúnaðarafurðir. Ástæðurnar voru svo sem skiljanlegar. Samræmd gæðastýring var nauðsynleg og mismunandi fjarlægð framleiðslueininga (býlanna) var sömuleiðis úrlausnarefni. Vandamálið er það að þeir bændur sem skiluðu betri afurð gátu ekki lengur notið þess. Afurð búskussa rann saman við betri afurðir. Eini hvatinn sem eftir var fyrir bændur til að hámarka arð sinn var að framleiða meira. Það er vel hægt að setja sig í spor þeirra sem töldu að íslenskum landbúnaði yrði best borgið í ríkisvernduðu, framleiðslu- og miðstýrðu kerfi. Um þetta var samfélagsleg og lýðræðisleg sátt um langan tíma. Útkoman er sú að landbúnaðarafurðir urðu einhæfari en þær þurftu að vera ― nýsköpun er minni en hún þarf að vera. Þótt eitthvað hafi birt til, er valmöguleikum bænda til þess að hámarka arð af sinni framleiðslu enn þá settar miklar skorður. Þeir hafa takmarkaðan aðgang að afurðarstöðvum og nýsköpun er dýr og áhættusöm. Enn þann dag í dag rennur afurð lélegri framleiðslu saman við þá betri. Ísland á ekki að vera eina landið á vesturhveli jarðar sem ekki ríkisstyrkir sinn landbúnað. Slíkt væri óráð. En styrkur til bænda verður að vera á forsendum þeirra sjálfra. Það er allra hagur að matvælaframleiðsla á Íslandi sé arðbær og hvati til gæða sé ótvíræður. Það eru sterkar vísbendingar um að matvælaneysla almennings sé í þann mund að taka miklum breytingum. Meðvitund um aðbúnað starfsmanna matvælaframleiðslu eykst sem og um aðbúnað skepna. Neytendur framtíðar munu taka mun meira tillit til framleiðsluaðferða og þeirra efna og lyfja sem notuð eru til framleiðslunnar. Íslensk matvælaframleiðsla getur verið samstíga þessari þróun, eða jafnvel á undan henni. Vonum að niðurstaðan verði ekki önnur. Sigurjón Njarðarson Höfundur skipar 4. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Sigurjón Njarðarson Mest lesið Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Með aukinni sjósókn á Íslandi sköpuðust loksins skilyrði til að aflétta hinni skelfilegu vistaránauð sem hafði legið eins og mara á íslenskum almenningi um aldir. Í framhaldi varð loksins valkostur fyrir íslenskan almenning að setjast að í þéttbýli. Að óathuguðu máli mætti maður ætla að við þetta hafi íslenskir bændur verið í verri stöðu en áður, hafandi misst vinnumennina sína og í einhverjum tilfellum tekjur af verbúðarsókn. Myndun þéttbýlis fylgdu þó ófyrirséðir möguleikar fyrir hið breytingarfælna bændasamfélag. Með henni varð til innlendur markaður fyrir landbúnaðarafurðir. Það er staðreynd sem við nefnum ótrúlega sjaldan að um áratugaskeið var landbúnaðarmarkaður á Íslandi frjáls. Í þéttbýlunum voru sérstakar mjólkurbúðir og töldu sumir viðskiptavinir sig kenna töluverðan mun á bragði mjólkur eftir því hvar þeir keyptu hana. Í fyrsta skipti um aldir skapaðist líka eftirspurn eftir nýsköpun og framþróun landbúnaðarafurða. Þekkt er dæmið um smjörið. Fram að seinni heimstyrjöld var smjörgerð á Íslandi með ýmsum hætti. Í Flóanum tók til starfa 1905 sérstakt rjómabú sem hóf smjörgerð. Allnokkur slík í viðbót opnuðu á næstu árum. Þess utan voru einstök býli með sína eigin smjörgerð. Það var virk samkeppni og vöruþróun með smjör. Fyrir okkur sem þekkjum bara eina tegund af smjöri kemur þetta undarlega fyrir sjónir. Staðreyndin er sú að það eru til ótal afbrigði af smjöri; smjör getur innihaldið mismunandi magn af salti, það er hægt að bragðbæta það á ýmsan hátt, smjör er líka mismunandi á bragðið eftir árstíðum. Þannig gat neytandi valið á milli þeirra smjörgerða sem honum fundust bestar. Eins og gengur á frjálsum markaði þá voru sumar gerðir vinsælli en aðrar og hækkuðu í verði. Þeir sem gerðu lakara smjör, seldu minna og fengu minna verð fyrir. Með tíð og tíma varð fákeppnismarkaður og loks einokunarmarkaður með landbúnaðarafurðir. Ástæðurnar voru svo sem skiljanlegar. Samræmd gæðastýring var nauðsynleg og mismunandi fjarlægð framleiðslueininga (býlanna) var sömuleiðis úrlausnarefni. Vandamálið er það að þeir bændur sem skiluðu betri afurð gátu ekki lengur notið þess. Afurð búskussa rann saman við betri afurðir. Eini hvatinn sem eftir var fyrir bændur til að hámarka arð sinn var að framleiða meira. Það er vel hægt að setja sig í spor þeirra sem töldu að íslenskum landbúnaði yrði best borgið í ríkisvernduðu, framleiðslu- og miðstýrðu kerfi. Um þetta var samfélagsleg og lýðræðisleg sátt um langan tíma. Útkoman er sú að landbúnaðarafurðir urðu einhæfari en þær þurftu að vera ― nýsköpun er minni en hún þarf að vera. Þótt eitthvað hafi birt til, er valmöguleikum bænda til þess að hámarka arð af sinni framleiðslu enn þá settar miklar skorður. Þeir hafa takmarkaðan aðgang að afurðarstöðvum og nýsköpun er dýr og áhættusöm. Enn þann dag í dag rennur afurð lélegri framleiðslu saman við þá betri. Ísland á ekki að vera eina landið á vesturhveli jarðar sem ekki ríkisstyrkir sinn landbúnað. Slíkt væri óráð. En styrkur til bænda verður að vera á forsendum þeirra sjálfra. Það er allra hagur að matvælaframleiðsla á Íslandi sé arðbær og hvati til gæða sé ótvíræður. Það eru sterkar vísbendingar um að matvælaneysla almennings sé í þann mund að taka miklum breytingum. Meðvitund um aðbúnað starfsmanna matvælaframleiðslu eykst sem og um aðbúnað skepna. Neytendur framtíðar munu taka mun meira tillit til framleiðsluaðferða og þeirra efna og lyfja sem notuð eru til framleiðslunnar. Íslensk matvælaframleiðsla getur verið samstíga þessari þróun, eða jafnvel á undan henni. Vonum að niðurstaðan verði ekki önnur. Sigurjón Njarðarson Höfundur skipar 4. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun