Áfram með smjörið Sigurjón Njarðarson skrifar 25. október 2017 15:00 Með aukinni sjósókn á Íslandi sköpuðust loksins skilyrði til að aflétta hinni skelfilegu vistaránauð sem hafði legið eins og mara á íslenskum almenningi um aldir. Í framhaldi varð loksins valkostur fyrir íslenskan almenning að setjast að í þéttbýli. Að óathuguðu máli mætti maður ætla að við þetta hafi íslenskir bændur verið í verri stöðu en áður, hafandi misst vinnumennina sína og í einhverjum tilfellum tekjur af verbúðarsókn. Myndun þéttbýlis fylgdu þó ófyrirséðir möguleikar fyrir hið breytingarfælna bændasamfélag. Með henni varð til innlendur markaður fyrir landbúnaðarafurðir. Það er staðreynd sem við nefnum ótrúlega sjaldan að um áratugaskeið var landbúnaðarmarkaður á Íslandi frjáls. Í þéttbýlunum voru sérstakar mjólkurbúðir og töldu sumir viðskiptavinir sig kenna töluverðan mun á bragði mjólkur eftir því hvar þeir keyptu hana. Í fyrsta skipti um aldir skapaðist líka eftirspurn eftir nýsköpun og framþróun landbúnaðarafurða. Þekkt er dæmið um smjörið. Fram að seinni heimstyrjöld var smjörgerð á Íslandi með ýmsum hætti. Í Flóanum tók til starfa 1905 sérstakt rjómabú sem hóf smjörgerð. Allnokkur slík í viðbót opnuðu á næstu árum. Þess utan voru einstök býli með sína eigin smjörgerð. Það var virk samkeppni og vöruþróun með smjör. Fyrir okkur sem þekkjum bara eina tegund af smjöri kemur þetta undarlega fyrir sjónir. Staðreyndin er sú að það eru til ótal afbrigði af smjöri; smjör getur innihaldið mismunandi magn af salti, það er hægt að bragðbæta það á ýmsan hátt, smjör er líka mismunandi á bragðið eftir árstíðum. Þannig gat neytandi valið á milli þeirra smjörgerða sem honum fundust bestar. Eins og gengur á frjálsum markaði þá voru sumar gerðir vinsælli en aðrar og hækkuðu í verði. Þeir sem gerðu lakara smjör, seldu minna og fengu minna verð fyrir. Með tíð og tíma varð fákeppnismarkaður og loks einokunarmarkaður með landbúnaðarafurðir. Ástæðurnar voru svo sem skiljanlegar. Samræmd gæðastýring var nauðsynleg og mismunandi fjarlægð framleiðslueininga (býlanna) var sömuleiðis úrlausnarefni. Vandamálið er það að þeir bændur sem skiluðu betri afurð gátu ekki lengur notið þess. Afurð búskussa rann saman við betri afurðir. Eini hvatinn sem eftir var fyrir bændur til að hámarka arð sinn var að framleiða meira. Það er vel hægt að setja sig í spor þeirra sem töldu að íslenskum landbúnaði yrði best borgið í ríkisvernduðu, framleiðslu- og miðstýrðu kerfi. Um þetta var samfélagsleg og lýðræðisleg sátt um langan tíma. Útkoman er sú að landbúnaðarafurðir urðu einhæfari en þær þurftu að vera ― nýsköpun er minni en hún þarf að vera. Þótt eitthvað hafi birt til, er valmöguleikum bænda til þess að hámarka arð af sinni framleiðslu enn þá settar miklar skorður. Þeir hafa takmarkaðan aðgang að afurðarstöðvum og nýsköpun er dýr og áhættusöm. Enn þann dag í dag rennur afurð lélegri framleiðslu saman við þá betri. Ísland á ekki að vera eina landið á vesturhveli jarðar sem ekki ríkisstyrkir sinn landbúnað. Slíkt væri óráð. En styrkur til bænda verður að vera á forsendum þeirra sjálfra. Það er allra hagur að matvælaframleiðsla á Íslandi sé arðbær og hvati til gæða sé ótvíræður. Það eru sterkar vísbendingar um að matvælaneysla almennings sé í þann mund að taka miklum breytingum. Meðvitund um aðbúnað starfsmanna matvælaframleiðslu eykst sem og um aðbúnað skepna. Neytendur framtíðar munu taka mun meira tillit til framleiðsluaðferða og þeirra efna og lyfja sem notuð eru til framleiðslunnar. Íslensk matvælaframleiðsla getur verið samstíga þessari þróun, eða jafnvel á undan henni. Vonum að niðurstaðan verði ekki önnur.Sigurjón NjarðarsonHöfundur skipar 4. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Með aukinni sjósókn á Íslandi sköpuðust loksins skilyrði til að aflétta hinni skelfilegu vistaránauð sem hafði legið eins og mara á íslenskum almenningi um aldir. Í framhaldi varð loksins valkostur fyrir íslenskan almenning að setjast að í þéttbýli. Að óathuguðu máli mætti maður ætla að við þetta hafi íslenskir bændur verið í verri stöðu en áður, hafandi misst vinnumennina sína og í einhverjum tilfellum tekjur af verbúðarsókn. Myndun þéttbýlis fylgdu þó ófyrirséðir möguleikar fyrir hið breytingarfælna bændasamfélag. Með henni varð til innlendur markaður fyrir landbúnaðarafurðir. Það er staðreynd sem við nefnum ótrúlega sjaldan að um áratugaskeið var landbúnaðarmarkaður á Íslandi frjáls. Í þéttbýlunum voru sérstakar mjólkurbúðir og töldu sumir viðskiptavinir sig kenna töluverðan mun á bragði mjólkur eftir því hvar þeir keyptu hana. Í fyrsta skipti um aldir skapaðist líka eftirspurn eftir nýsköpun og framþróun landbúnaðarafurða. Þekkt er dæmið um smjörið. Fram að seinni heimstyrjöld var smjörgerð á Íslandi með ýmsum hætti. Í Flóanum tók til starfa 1905 sérstakt rjómabú sem hóf smjörgerð. Allnokkur slík í viðbót opnuðu á næstu árum. Þess utan voru einstök býli með sína eigin smjörgerð. Það var virk samkeppni og vöruþróun með smjör. Fyrir okkur sem þekkjum bara eina tegund af smjöri kemur þetta undarlega fyrir sjónir. Staðreyndin er sú að það eru til ótal afbrigði af smjöri; smjör getur innihaldið mismunandi magn af salti, það er hægt að bragðbæta það á ýmsan hátt, smjör er líka mismunandi á bragðið eftir árstíðum. Þannig gat neytandi valið á milli þeirra smjörgerða sem honum fundust bestar. Eins og gengur á frjálsum markaði þá voru sumar gerðir vinsælli en aðrar og hækkuðu í verði. Þeir sem gerðu lakara smjör, seldu minna og fengu minna verð fyrir. Með tíð og tíma varð fákeppnismarkaður og loks einokunarmarkaður með landbúnaðarafurðir. Ástæðurnar voru svo sem skiljanlegar. Samræmd gæðastýring var nauðsynleg og mismunandi fjarlægð framleiðslueininga (býlanna) var sömuleiðis úrlausnarefni. Vandamálið er það að þeir bændur sem skiluðu betri afurð gátu ekki lengur notið þess. Afurð búskussa rann saman við betri afurðir. Eini hvatinn sem eftir var fyrir bændur til að hámarka arð sinn var að framleiða meira. Það er vel hægt að setja sig í spor þeirra sem töldu að íslenskum landbúnaði yrði best borgið í ríkisvernduðu, framleiðslu- og miðstýrðu kerfi. Um þetta var samfélagsleg og lýðræðisleg sátt um langan tíma. Útkoman er sú að landbúnaðarafurðir urðu einhæfari en þær þurftu að vera ― nýsköpun er minni en hún þarf að vera. Þótt eitthvað hafi birt til, er valmöguleikum bænda til þess að hámarka arð af sinni framleiðslu enn þá settar miklar skorður. Þeir hafa takmarkaðan aðgang að afurðarstöðvum og nýsköpun er dýr og áhættusöm. Enn þann dag í dag rennur afurð lélegri framleiðslu saman við þá betri. Ísland á ekki að vera eina landið á vesturhveli jarðar sem ekki ríkisstyrkir sinn landbúnað. Slíkt væri óráð. En styrkur til bænda verður að vera á forsendum þeirra sjálfra. Það er allra hagur að matvælaframleiðsla á Íslandi sé arðbær og hvati til gæða sé ótvíræður. Það eru sterkar vísbendingar um að matvælaneysla almennings sé í þann mund að taka miklum breytingum. Meðvitund um aðbúnað starfsmanna matvælaframleiðslu eykst sem og um aðbúnað skepna. Neytendur framtíðar munu taka mun meira tillit til framleiðsluaðferða og þeirra efna og lyfja sem notuð eru til framleiðslunnar. Íslensk matvælaframleiðsla getur verið samstíga þessari þróun, eða jafnvel á undan henni. Vonum að niðurstaðan verði ekki önnur.Sigurjón NjarðarsonHöfundur skipar 4. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun