
Tökum upp þrepaskiptan persónuafslátt
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í Fréttablaðinu 20. september að hugmyndir um að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990 myndu þýða tekjutap fyrir ríkissjóð upp á að lágmarki 130 milljarða króna á ári. Af þeirri fjárhæð færu um 74 prósent til þeirra tekjuhærri.
Nei, það gerist ekki því 74% færu ekki til þeirra tekjuhærri. Persónuafslátturinn mun fjara út við tekjur sem komnar eru yfir eina milljón króna og verða enginn við 1,5 milljóna króna mánaðarlaun. Þetta gerir það að verkum að þetta kostar ríkið svo til ekkert í raun og lífeyrislaunaþegar og láglaunafólk á fyrir húsnæði, mat, læknisþjónustu og lyfjum. Þetta mun síðan hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks til góðs fyrir allt samfélagið.
Fátæktarmörk eru í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónum og því eru lífeyrislaunin um 130.000 krónum undir fátæktarmörkum, sem er ekkert annað en sárafátækt og lágmarkslaun 60.000 krónum undir fátæktarmörkum sem er ekkert annað en fáránlegt og SA ætti að skammast sín fyrir það.
Hver fann upp þetta ómannlega refsikerfi mannvonskunnar og ber ábyrgð á því? Það gera ríkisstjórnir frá 1988 og til dagsins í dag, ASÍ og SA, því við upptöku á staðgreiðslu skatta voru lífeyrislaun TR skattlaus og þá var einnig afgangur upp í 30% af lífeyrissjóðstekjum.
Þetta á að vera í dag 320.000 króna skatta- og skerðingarlausar greiðslur, ef rétt væri gefið. Skattbyrði á okkur lífeyrisþega er því upp á um 120.000 krónur frá 1988 með kjaragliðnuninni og þá eru eftir skerðingar og keðjuverkandi skerðingar, sem er ekkert annað en fjárhagslegt ofbeldi.
Allar ríkisstjórnir frá þessum tíma hafa ekki bara viðhaldið þessari skattahækkun, heldur aukið hana og þá einnig bætt í skerðingar og keðjuverkandi skerðingar til að koma okkur í sárafátækt.
Tökum strax upp þrepaskiptan persónuafslátt þannig að ráðstöfunartekjur lífeyrisþega, þeirra tekjulægstu og millitekjufólks aukist. Það er ekki eðlilegt að einstaklingar á lífeyri, með lægstu og millitekjur séu með sama persónuafslátt og hátekjufólk.
Þrepaskiptur persónuafsláttur er góð leið til að láta persónuafsláttinn fjara út þegar lífeyrisþegar og launafólk hefur náð yfir 1 milljónar króna launum á mánuði.
Sköttum því strax lífeyrissjóðsgreiðslur i lífeyrissjóðina, því það er fáránlegt að sjóðirnir séu að leika sér á markaði með skatttekjur framtíðarinnar. Tapaðar skatttekjur vegna hrunsins 2007 voru ekki undir 250 milljörðum króna og nú eru í lífeyrissjóðunum skattur á markaði upp á um 1.500 milljarða króna. Spáið í það og hvað væri hægt að gera við þá milljarða fyrir fólkið í landinu, en ekki bara útvalið hálaunafólk ríkisins, verkalýðsforingja og Samtaka atvinnulífsins.
Framkvæmdastjóri SA segir í Fréttablaðinu tillöguna óraunhæfa. „Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við fjögurra prósenta framlag launþega í lífeyrissjóð.“
Skerðingar á lífeyrissjóðsgreiðslum er um 48 milljarðar króna í heildina á ári og þá er skatturinn ekki undir 60 milljarðar króna. Samtals er þetta yfir 108 milljarðar króna og þá er eftir virðisaukaskattur og aðrir skattar ríkisins. Þetta er ekkert annað en eignarupptaka á stórum hluta af lögþvinguðum og eignavörðum lífeyrissjóðgreiðslum okkar.
Hver er það sem græðir því á þessu spillta mannvonskukerfi. Jú, það eru hátekjufólkið og aðrir útvaldir auðmenn. Við sem erum föst í þessu mannvonskukerfi þeirra lifum í fátækt og stór hópur í sárafátækt.
Flokkur fólksins berst fyrir því númer eitt að engin börn, lífeyrislaunaþegar eða láglaunafólk lifi í fátækt, hvað þá í sárafátækt. Tökum höndum saman og útrýmum þessari þjóðarskömm sem fátækt er strax.
Höfundur er varaformaður Flokk fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar