Mikill ójöfnuður eigna hérlendis er staðreynd Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 20. október 2017 14:30 Stjórnmál snúast um hvers konar samfélag við viljum búa í. Það er stjórnmálamanna að benda á það sem betur má fara og hvaða leiðir eru færar til að bæta hag almennings. Ein af staðreyndunum sem ég hef bent á er mikill ójöfnuður eigna á Íslandi. Nýverið töldu Samtök atvinnulífsins að það væri nauðsynlegt að birta grein til að réttlæta ójöfnuð á Íslandi og að þeirra mati leiðrétta það sem þeir kölluðu bábiljur ónefndra stjórnmálamanna. Það er skemmst frá því að segja að þeim tekst ekki að hrekja eina einustu staðreynd sem ég hef sett fram um eignaójöfnuð á Íslandi. Okkar fullyrðing um að 5 prósent landsmanna eigi næstum jafnmikið af nettóeignum og 95 prósent af þjóðinni stendur. Þessi tala og aðrar eru skv. gögnum Hagstofunnar. Okkar staðreynd um að 10 prósent af þjóðinni eigi 62 prósent alls eigin fjár stendur. Þetta er meira að segja staðreynd sem Samtök atvinnulífsins nefna sjálf í grein sinni. Okkar staðreynd um að 20 prósent af þjóðinni eigi næstum 90 prósent af hreinni eign landsmanna og 80 prósent landsmanna eigi 10 prósent eignanna stendur. Samtök atvinnulífsins ákveða að einblína á jöfnuð tekna en ekki eigna og telja sig geta ályktað að allt sé í himnalagi í þeim efnum. Í mínum málflutningi hef ég ekki minnst á tekjurnar heldur fjallað um eignirnar. Það er rétt að jöfnuður tekna er talsverður hér á landi skv. OECD en þó ber að hafa í huga að OECD tölurnar eru frá 2014.10 prósent tók til sín helminginn af nýju eigin fé Eftir stendur að eignaójöfnður er gríðarlegur á Íslandi. Og því til viðbótar má nefna að virði eigna hinna ofurríku eru vanmetnar því verðbréf eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði sem er mun hærra. Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Hagstofunni kemur einnig fram að 10 prósent af ríkustu landsmönnum tóku til sín um helming þess eigin fjár sem varð til á Íslandi í fyrra. Hin 90 prósent þjóðarinnar skiptu með sér hinum helmingnum. Þetta þýðir að tæplega helmingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síðasta ári fór til tíu prósent efnamestu framteljendanna. Um 60 prósent eiginfjár sem orðið hefur til frá 2010-2016 fór til 20 prósent ríkustu fjölskyldna í landinu.Skattkerfið hentar best hinum ríku Samtök atvinnulífsins vitna í tölur Credit Suisse máli sínu til stuðnings og segja að eignajöfnuður sé mestur á Íslandi af Norðurlöndunum. Hins vegar segja Samtök atvinnulífsins bara hálfa söguna. Því samkvæmt Credit Suisse er ójöfnuður eigna einmitt mikill á Norðurlöndum og meiri en víðast annars staðar í Evrópu, :“The celebrated social-democratic nations of Scandinavia have some of the highest wealth inequality in Europe. That's according to Credit Suisse's weighty Global Wealth Report 2014…The Nordic nations on the list sit in the "high inequality" group, where the top 10% hold 60-70% of the country's household wealth.” Business Insider. Það að ójöfnuður eigna sé meiri á Norðurlöndunum en t.d. í mörgum Evrópuríkjum, kemur sumum á óvart en það er hins vegar staðreynd samkvæmt Credit Suisse. Á móti er jöfnuður tekna meiri á Norðurlöndunum en almennt er í Evrópu og það hef ég ekki dregið í efa. Rétt skal vera rétt. Ójöfnuður eigna er mikill á Íslandi og þurfum við því að hafa skattkerfi sem er því bæði sanngjarnara og réttlátara sem hentar þorra almennings en ekki skattkerfi sem hentar best ríkustu 5-10 prósent landsmanna eins og nú er.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Stjórnmál snúast um hvers konar samfélag við viljum búa í. Það er stjórnmálamanna að benda á það sem betur má fara og hvaða leiðir eru færar til að bæta hag almennings. Ein af staðreyndunum sem ég hef bent á er mikill ójöfnuður eigna á Íslandi. Nýverið töldu Samtök atvinnulífsins að það væri nauðsynlegt að birta grein til að réttlæta ójöfnuð á Íslandi og að þeirra mati leiðrétta það sem þeir kölluðu bábiljur ónefndra stjórnmálamanna. Það er skemmst frá því að segja að þeim tekst ekki að hrekja eina einustu staðreynd sem ég hef sett fram um eignaójöfnuð á Íslandi. Okkar fullyrðing um að 5 prósent landsmanna eigi næstum jafnmikið af nettóeignum og 95 prósent af þjóðinni stendur. Þessi tala og aðrar eru skv. gögnum Hagstofunnar. Okkar staðreynd um að 10 prósent af þjóðinni eigi 62 prósent alls eigin fjár stendur. Þetta er meira að segja staðreynd sem Samtök atvinnulífsins nefna sjálf í grein sinni. Okkar staðreynd um að 20 prósent af þjóðinni eigi næstum 90 prósent af hreinni eign landsmanna og 80 prósent landsmanna eigi 10 prósent eignanna stendur. Samtök atvinnulífsins ákveða að einblína á jöfnuð tekna en ekki eigna og telja sig geta ályktað að allt sé í himnalagi í þeim efnum. Í mínum málflutningi hef ég ekki minnst á tekjurnar heldur fjallað um eignirnar. Það er rétt að jöfnuður tekna er talsverður hér á landi skv. OECD en þó ber að hafa í huga að OECD tölurnar eru frá 2014.10 prósent tók til sín helminginn af nýju eigin fé Eftir stendur að eignaójöfnður er gríðarlegur á Íslandi. Og því til viðbótar má nefna að virði eigna hinna ofurríku eru vanmetnar því verðbréf eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði sem er mun hærra. Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Hagstofunni kemur einnig fram að 10 prósent af ríkustu landsmönnum tóku til sín um helming þess eigin fjár sem varð til á Íslandi í fyrra. Hin 90 prósent þjóðarinnar skiptu með sér hinum helmingnum. Þetta þýðir að tæplega helmingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síðasta ári fór til tíu prósent efnamestu framteljendanna. Um 60 prósent eiginfjár sem orðið hefur til frá 2010-2016 fór til 20 prósent ríkustu fjölskyldna í landinu.Skattkerfið hentar best hinum ríku Samtök atvinnulífsins vitna í tölur Credit Suisse máli sínu til stuðnings og segja að eignajöfnuður sé mestur á Íslandi af Norðurlöndunum. Hins vegar segja Samtök atvinnulífsins bara hálfa söguna. Því samkvæmt Credit Suisse er ójöfnuður eigna einmitt mikill á Norðurlöndum og meiri en víðast annars staðar í Evrópu, :“The celebrated social-democratic nations of Scandinavia have some of the highest wealth inequality in Europe. That's according to Credit Suisse's weighty Global Wealth Report 2014…The Nordic nations on the list sit in the "high inequality" group, where the top 10% hold 60-70% of the country's household wealth.” Business Insider. Það að ójöfnuður eigna sé meiri á Norðurlöndunum en t.d. í mörgum Evrópuríkjum, kemur sumum á óvart en það er hins vegar staðreynd samkvæmt Credit Suisse. Á móti er jöfnuður tekna meiri á Norðurlöndunum en almennt er í Evrópu og það hef ég ekki dregið í efa. Rétt skal vera rétt. Ójöfnuður eigna er mikill á Íslandi og þurfum við því að hafa skattkerfi sem er því bæði sanngjarnara og réttlátara sem hentar þorra almennings en ekki skattkerfi sem hentar best ríkustu 5-10 prósent landsmanna eins og nú er.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar