Katrín: Þetta er skemmtileg tilbreyting í nóvember Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Stjörnukonan Lorina White á æfingu með Stjörnunni í gærkvöldi en það er ekki á hverju ári sem það er Evrópuleikur í nóvember á Islandi. Vísir/Vilhelm Stjarnan tekur á móti Tékklandsmeisturum Slavia Prag í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Stjörnukonur unnu sinn riðil í forkeppni Meistaradeildarinnar örugglega og drógust svo eins og venjulega á móti rússnesku liði, Rossiyanka, í 32-liða úrslitum. Fyrri leiknum í Garðabænum lyktaði með 1-1 jafntefli en Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann útileikinn 0-4 og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í fyrsta sinn. Og þar drógust Garðbæingar á móti Slavia Prag sem hefur orðið tékkneskur meistari undanfarin fjögur ár. „Við erum spenntar fyrir verkefninu og teljum að við eigum alveg möguleika á að fara í 8-liða úrslit. En við þurfum að gera allt rétt, spila okkar leik og vonast eftir góðum úrslitum,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið. Þótt Slavia Prag sé sterkt lið hefði Stjarnan getað fengi mun erfiðari mótherja, eins og Frakklands- og Evrópumeistara Lyon eða Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg. „Þetta hefði getað verið verra. Það voru þrjú lið sem við töldum okkur eiga einhverja möguleika gegn og þetta lið var eitt þeirra. Við vorum alveg ánægðar með það og það er gaman að fara inn í 16-liða úrslit og eiga möguleika,“ sagði Katrín sem segir Slavia Prag vera með öflugt lið, enda með marga landsliðsmenn innan sinna raða. „Þær eru flestar í tékkneska landsliðinu og margar í byrjunarliðinu. Þær eru líkamlega sterkar og pressa hátt uppi á vellinum. Við höfum séð Slavia Prag spila þannig og þær opna vörnina og svæðið milli varnar og miðju. Við þurfum að nýta okkur það og keyra á þær þegar við fáum tækifæri til,“ sagði Katrín sem var í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í undankeppni HM í síðasta mánuði. Leikar fóru 1-1.Vísir/VilhelmKatrín segir að það hjálpi Stjörnunni að Ísland og Tékkland hafi mæst fyrir rúmum tveimur vikum. „Það hjálpar. Það eru margar í Slavia Prag sem spila fyrir landsliðið. Varnarleikurinn er þeirra veikleiki og við höfum farið yfir hvernig við getum sótt á þær. Við höfum leikgreint þær vel og erum tilbúnar,“ sagði Katrín. Pepsi-deild kvenna kláraðist í lok september og því er leikformið ekki mikið hjá leikmönnum Stjörnunnar, nema hjá þeim sem voru í landsliðinu. Katrín segir þó að það hafi gengið ágætlega hjá Stjörnukonum að halda sér við og undirbúningurinn fyrir leikina gegn Slavia Prag hafi verið góður. „Það hefur gengið vel. Stelpurnar fengu tvisvar sinnum gott helgarfrí og æfðu vel þar á milli. Síðustu tvær vikur höfum við æft á fullu og tekið æfingaleiki við stráka. Það er hátt tempó á æfingu og allir einbeittir. Ég er mjög ánægð með hvernig æfingarnar hafa gengið,“ sagði Katrín.Vísir/VilhelmSlavia Prag vinnur alla leiki heima fyrir með miklum yfirburðum en liðið er á toppi tékknesku deildarinnar með 28 stig eftir 10 leiki og markatöluna 77-9. „Það er mjög erfitt að bera deildina hjá þeim og deildina hér heima saman. Við höfum aðallega skoðað leikina þeirra við Minsk í 32-liða úrslitunum. Við styðjumst mest við þá,“ sagði Katrín. Hún segir að Evrópuleikirnir gefi tímabilinu, þar sem enginn titill kom í hús í Garðabænum, smá lit. „Við vissum snemma í september að Íslandsmeistaratitillinn væri genginn okkur úr greipum og bikarinn líka en þetta kórónar sumarið að vera komnar svona langt. Og við vitum að við getum farið enn lengra. Þetta heldur okkur gangandi. Þetta er skemmtileg tilbreyting í nóvember,“ sagði Katrín að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjá meira
Stjarnan tekur á móti Tékklandsmeisturum Slavia Prag í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Stjörnukonur unnu sinn riðil í forkeppni Meistaradeildarinnar örugglega og drógust svo eins og venjulega á móti rússnesku liði, Rossiyanka, í 32-liða úrslitum. Fyrri leiknum í Garðabænum lyktaði með 1-1 jafntefli en Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann útileikinn 0-4 og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í fyrsta sinn. Og þar drógust Garðbæingar á móti Slavia Prag sem hefur orðið tékkneskur meistari undanfarin fjögur ár. „Við erum spenntar fyrir verkefninu og teljum að við eigum alveg möguleika á að fara í 8-liða úrslit. En við þurfum að gera allt rétt, spila okkar leik og vonast eftir góðum úrslitum,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið. Þótt Slavia Prag sé sterkt lið hefði Stjarnan getað fengi mun erfiðari mótherja, eins og Frakklands- og Evrópumeistara Lyon eða Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg. „Þetta hefði getað verið verra. Það voru þrjú lið sem við töldum okkur eiga einhverja möguleika gegn og þetta lið var eitt þeirra. Við vorum alveg ánægðar með það og það er gaman að fara inn í 16-liða úrslit og eiga möguleika,“ sagði Katrín sem segir Slavia Prag vera með öflugt lið, enda með marga landsliðsmenn innan sinna raða. „Þær eru flestar í tékkneska landsliðinu og margar í byrjunarliðinu. Þær eru líkamlega sterkar og pressa hátt uppi á vellinum. Við höfum séð Slavia Prag spila þannig og þær opna vörnina og svæðið milli varnar og miðju. Við þurfum að nýta okkur það og keyra á þær þegar við fáum tækifæri til,“ sagði Katrín sem var í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í undankeppni HM í síðasta mánuði. Leikar fóru 1-1.Vísir/VilhelmKatrín segir að það hjálpi Stjörnunni að Ísland og Tékkland hafi mæst fyrir rúmum tveimur vikum. „Það hjálpar. Það eru margar í Slavia Prag sem spila fyrir landsliðið. Varnarleikurinn er þeirra veikleiki og við höfum farið yfir hvernig við getum sótt á þær. Við höfum leikgreint þær vel og erum tilbúnar,“ sagði Katrín. Pepsi-deild kvenna kláraðist í lok september og því er leikformið ekki mikið hjá leikmönnum Stjörnunnar, nema hjá þeim sem voru í landsliðinu. Katrín segir þó að það hafi gengið ágætlega hjá Stjörnukonum að halda sér við og undirbúningurinn fyrir leikina gegn Slavia Prag hafi verið góður. „Það hefur gengið vel. Stelpurnar fengu tvisvar sinnum gott helgarfrí og æfðu vel þar á milli. Síðustu tvær vikur höfum við æft á fullu og tekið æfingaleiki við stráka. Það er hátt tempó á æfingu og allir einbeittir. Ég er mjög ánægð með hvernig æfingarnar hafa gengið,“ sagði Katrín.Vísir/VilhelmSlavia Prag vinnur alla leiki heima fyrir með miklum yfirburðum en liðið er á toppi tékknesku deildarinnar með 28 stig eftir 10 leiki og markatöluna 77-9. „Það er mjög erfitt að bera deildina hjá þeim og deildina hér heima saman. Við höfum aðallega skoðað leikina þeirra við Minsk í 32-liða úrslitunum. Við styðjumst mest við þá,“ sagði Katrín. Hún segir að Evrópuleikirnir gefi tímabilinu, þar sem enginn titill kom í hús í Garðabænum, smá lit. „Við vissum snemma í september að Íslandsmeistaratitillinn væri genginn okkur úr greipum og bikarinn líka en þetta kórónar sumarið að vera komnar svona langt. Og við vitum að við getum farið enn lengra. Þetta heldur okkur gangandi. Þetta er skemmtileg tilbreyting í nóvember,“ sagði Katrín að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn