Senda Trump skýr skilaboð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Trans konan Danica Roem hirti þingsæti í fulltrúadeild Virginíuþings af sjálftitlaða hommahataranum Bob Marshall. Nordicphotos/AFP Demókratar sópuðu að sér kosningasigrum í Bandaríkjunum þegar úrslit fjölmargra kosninga fóru að skýrast í fyrrinótt. Unnu frambjóðendur flokksins meðal annars tvo ríkisstjóraslagi og allnokkra borgarstjórastóla. Þá sneri flokkurinn einni öldungadeild ríkisþings á sitt band og bætti við sig einu ríki þar sem flokkurinn er með ríkisstjóra og meirihluta í báðum deildum þingsins. Einna helst hefur vakið athygli hversu fjölbreyttur hópur Demókrata náði kjöri í hin ýmsu embætti vestanhafs. Til að mynda stefnir í að fyrsta trans konan sem Bandaríkjamenn kusu meðvitandi taki sæti á þingi, fyrsta svarta konan var kjörin borgarstjóri Charlotte og fyrsti síkinn varð borgarstjóri Hoboken. Kjörsókn Demókrata jókst mikið að meðaltali frá síðustu kosningum í sömu embætti og unnu Demókratar sigra sem þeir höfðu varla gert sér vonir um. Í útgönguspám kemur fram að einna helst hafi kjósendur viljað senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Repúblikana, skýr skilaboð. Miðað við úrslitin stefnir í stórsigur Demókrata þegar kosið verður til þings á næsta ári en kosið verður um öll sæti fulltrúadeildarinnar, þriðjung sæta öldungadeildarinnar og tugi ríkisstjórastóla. Ólíklegt þykir að Repúblikanar missi meirihluta sinn í öldungadeildinni en af þeim 33 sætum sem kosið er um verma Repúblikanar átta í ríkjum sem þykja afar ólíkleg til að kjósa Demókrata. Kosningasigur Demókratans Danicu Roem í Virginíu þykir einna merkilegastur og var kosningabaráttan hörð. Roem barðist um sæti í fulltrúadeild Virginíuþings við sitjandi þingmann, Repúblikanann Bob Marshall. Roem verður að öllum líkindum fyrsta trans konan, sem vinnur kosningar vestanhafs eftir að hafa komið út úr skápnum sem trans, til að taka sæti á þingi. Áður hafði Althea Garrison náð kjöri í fulltrúadeild þingsins í Massachusetts. Þá vissu kjósendur hins vegar ekki að frambjóðandinn væri trans kona. Einnig náði trans konan Stacie Laughton kjöri í New Hampshire árið 2012 en þáði ekki sætið. Fyrrnefndur Marshall lýsti sér eitt sinn sem „aðalhommahatara“ Virginíu og reyndi, án árangurs, að koma frumvarpi í gegnum Virginíuþing sem hefði sett strangar reglur um notkun trans fólks á almenningssalernum í ríkinu. Eins og gefur að skilja var kosningabaráttan á milli Roem og Marshalls því hörð. Sendi framboð Marshall meðal annars frá sér bæklinga þar sem karlkyns fornöfn voru ítrekað notuð í stað kvenkyns fornafna þegar fjallað var um Roem og var Roem sögð gera kyn sitt að helsta kosningamálinu. „Hræsni þingmannsins á sér engin takmörk. Hann segir að ég hafi gert kyn mitt að kosningamáli þegar hann hefur í tvígang sent frá sér efni þar sem hann ræðst á mig fyrir að vera trans, fyrir að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og notar vitlaus fornöfn,“ sagði í yfirlýsingu sem Roem sendi frá sér í kjölfarið. Því svaraði Marshall með yfirlýsingu sem í sagði að innihald bæklingsins snerist ekki um að Roem væri trans. Í yfirlýsingunni hélt hann áfram að nota vitlaus fornöfn um Roem. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Demókratar sópuðu að sér kosningasigrum í Bandaríkjunum þegar úrslit fjölmargra kosninga fóru að skýrast í fyrrinótt. Unnu frambjóðendur flokksins meðal annars tvo ríkisstjóraslagi og allnokkra borgarstjórastóla. Þá sneri flokkurinn einni öldungadeild ríkisþings á sitt band og bætti við sig einu ríki þar sem flokkurinn er með ríkisstjóra og meirihluta í báðum deildum þingsins. Einna helst hefur vakið athygli hversu fjölbreyttur hópur Demókrata náði kjöri í hin ýmsu embætti vestanhafs. Til að mynda stefnir í að fyrsta trans konan sem Bandaríkjamenn kusu meðvitandi taki sæti á þingi, fyrsta svarta konan var kjörin borgarstjóri Charlotte og fyrsti síkinn varð borgarstjóri Hoboken. Kjörsókn Demókrata jókst mikið að meðaltali frá síðustu kosningum í sömu embætti og unnu Demókratar sigra sem þeir höfðu varla gert sér vonir um. Í útgönguspám kemur fram að einna helst hafi kjósendur viljað senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Repúblikana, skýr skilaboð. Miðað við úrslitin stefnir í stórsigur Demókrata þegar kosið verður til þings á næsta ári en kosið verður um öll sæti fulltrúadeildarinnar, þriðjung sæta öldungadeildarinnar og tugi ríkisstjórastóla. Ólíklegt þykir að Repúblikanar missi meirihluta sinn í öldungadeildinni en af þeim 33 sætum sem kosið er um verma Repúblikanar átta í ríkjum sem þykja afar ólíkleg til að kjósa Demókrata. Kosningasigur Demókratans Danicu Roem í Virginíu þykir einna merkilegastur og var kosningabaráttan hörð. Roem barðist um sæti í fulltrúadeild Virginíuþings við sitjandi þingmann, Repúblikanann Bob Marshall. Roem verður að öllum líkindum fyrsta trans konan, sem vinnur kosningar vestanhafs eftir að hafa komið út úr skápnum sem trans, til að taka sæti á þingi. Áður hafði Althea Garrison náð kjöri í fulltrúadeild þingsins í Massachusetts. Þá vissu kjósendur hins vegar ekki að frambjóðandinn væri trans kona. Einnig náði trans konan Stacie Laughton kjöri í New Hampshire árið 2012 en þáði ekki sætið. Fyrrnefndur Marshall lýsti sér eitt sinn sem „aðalhommahatara“ Virginíu og reyndi, án árangurs, að koma frumvarpi í gegnum Virginíuþing sem hefði sett strangar reglur um notkun trans fólks á almenningssalernum í ríkinu. Eins og gefur að skilja var kosningabaráttan á milli Roem og Marshalls því hörð. Sendi framboð Marshall meðal annars frá sér bæklinga þar sem karlkyns fornöfn voru ítrekað notuð í stað kvenkyns fornafna þegar fjallað var um Roem og var Roem sögð gera kyn sitt að helsta kosningamálinu. „Hræsni þingmannsins á sér engin takmörk. Hann segir að ég hafi gert kyn mitt að kosningamáli þegar hann hefur í tvígang sent frá sér efni þar sem hann ræðst á mig fyrir að vera trans, fyrir að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og notar vitlaus fornöfn,“ sagði í yfirlýsingu sem Roem sendi frá sér í kjölfarið. Því svaraði Marshall með yfirlýsingu sem í sagði að innihald bæklingsins snerist ekki um að Roem væri trans. Í yfirlýsingunni hélt hann áfram að nota vitlaus fornöfn um Roem.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira