Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2017 15:40 Natalia Veselnitskaya, rússneski lögfræðingurinn sem fundað með Donald Trump yngri og öðrum starfsmönnum framboðs Trump í júní í fyrra. Vísir/AFP Natalia Veselnitskaya, rússneski lögfræðingurinn sem fundað með Donald Trump yngri og öðrum starfsmönnum framboðs Trump í júní í fyrra, segir Trump yngri hafa gefið í skyn að lög sem beindust gegn Rússlandi yrðu endurskoðuð ef Trump eldri myndi vinna forsetakosningarnar. Hún segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. Veselnitskaya ræddi við blaðamenn Bloomberg í Moskvu á dögunum og sagðist hún ætla að setja rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hið sama. Hún fer hins vegar fram á svör hennar verði gerð opinber, en þingnefndin hefur ekki fallist á það.Umdeildur fundurHún hefur fengið fjölda spurninga frá nefndinni varðandi fund hennar og starfsmanna Trump í Trump-turninum í New York. Í tölvupóstum sem sendir voru á milli Trump yngri og annarra kom fram að fundurinn væri svo hægt væri að koma gögnum sem skaðað gætu framboð Clinton til Trump-liða og það væri liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Á fundinum voru einnig þeir Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur Trump og ráðgjafi hans.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaVeselnitskaya sagði blaðamönnum Bloomberg að hún væri einnig tilbúin til að svara spurningum rannsakenda Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulega aðkomu framboðs Trump að þeim afskiptum.Mætti með gögn um skattasvik Veselnitskaya segir að hún hafi farið á fundinni til að sýna forsvarsmönnum framboðsins upplýsingar um að fjárhagslegir bakhjarlar Demókrataflokksins hefðu svikið undan sköttum og þrýsta á þá að breyta lögum sem kallast Magnitsky-lögin. Þau lög voru sett á til að refsa rússneskum embættismönnum fyrir morðið á rússneskum endurskoðenda sem hafði sakað Kremlin um spillingu.Hún segir Trump yngri hafa sagt að það væri hægt að endurskoða lögin ef Trump eldri kæmist til valda. Hún segir hann einnig hafa sagt að mögulega hefðu Bandaríkin gert mistök með lögunum en það gæti tekið langan tíma að komast til botns í málinu. Þá segir hún einnig að Trump yngri hefði beðið hana um gögn sem sýndu að einhverjir af þeim fjármunum sem bakhjarlar Demókrataflokksins hefðu verið að koma undan sköttum hefðu endað í framboði Clinton.Ekki gögnin sem þeir vildu Veselnitskaya sagði að hún hefði ekki verið með slík gögn og að fundurinn hefði verið misheppnaður. Trump yngri hefur einnig sagt að hann hefði sóað tíma sínum með því að hitta Veselnitskaya. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um hvað fór fram á fundinum. Lögmaður Trump yngri sagði Bloomberg að hann hefði ekkert um málið að segja. Hún segir einnig að hún hafi farið á fundinn á eigin vegum og að hún hafi ekki verið í forsvari fyrir stjórnvöld Rússlands. Hins vegar eru vísbendingar um að hið opinbera í Rússlandi hafi komið að málinu. Veselnitskaya mætti á fundinn í Trump-turni með fjögurra síðna minnisblað sem innihélt mjög svipaðar upplýsingar og hún hafði áður rætt við æðsta saksóknarar Rússlands, Yuri Y. Chaika. Tveimur mánuðum fyrir fundinn hafði skrifstofa Chaika útvegað bandaríska þingmanninum Dana Rohrabacher. Hún hafði einnig fundað sjálf með Rohrabacher í apríl.Sjá einnig: Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum KremlRohrabacher hefur lengi verið mjög hliðhollur Rússlandi og talað fyrir bættum samskiptum ríkjanna. Háttsettur þingmaður Repúblikanaflokksins, Kevin McCarthy, sagði við aðra leiðtoga flokksins í fyrra að hann væri viss um að Vladimir Putin, forseti Rússlands, greiddi tveimur manneskjum laun. Það væru þeir Rohrabacher og Donald Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður rjúkandi reiður eftir ákærurnar Bandamenn Bandaríkjaforseta hvísla um að ákærur á hendur fyrrverandi starfsmönnum framboðs hans auki líkurnar á að hann grípi inn í rannsókn Roberts Mueller. 31. október 2017 11:53 Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15 Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 „Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Natalia Veselnitskaya, rússneski lögfræðingurinn sem fundað með Donald Trump yngri og öðrum starfsmönnum framboðs Trump í júní í fyrra, segir Trump yngri hafa gefið í skyn að lög sem beindust gegn Rússlandi yrðu endurskoðuð ef Trump eldri myndi vinna forsetakosningarnar. Hún segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. Veselnitskaya ræddi við blaðamenn Bloomberg í Moskvu á dögunum og sagðist hún ætla að setja rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hið sama. Hún fer hins vegar fram á svör hennar verði gerð opinber, en þingnefndin hefur ekki fallist á það.Umdeildur fundurHún hefur fengið fjölda spurninga frá nefndinni varðandi fund hennar og starfsmanna Trump í Trump-turninum í New York. Í tölvupóstum sem sendir voru á milli Trump yngri og annarra kom fram að fundurinn væri svo hægt væri að koma gögnum sem skaðað gætu framboð Clinton til Trump-liða og það væri liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Á fundinum voru einnig þeir Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur Trump og ráðgjafi hans.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaVeselnitskaya sagði blaðamönnum Bloomberg að hún væri einnig tilbúin til að svara spurningum rannsakenda Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulega aðkomu framboðs Trump að þeim afskiptum.Mætti með gögn um skattasvik Veselnitskaya segir að hún hafi farið á fundinni til að sýna forsvarsmönnum framboðsins upplýsingar um að fjárhagslegir bakhjarlar Demókrataflokksins hefðu svikið undan sköttum og þrýsta á þá að breyta lögum sem kallast Magnitsky-lögin. Þau lög voru sett á til að refsa rússneskum embættismönnum fyrir morðið á rússneskum endurskoðenda sem hafði sakað Kremlin um spillingu.Hún segir Trump yngri hafa sagt að það væri hægt að endurskoða lögin ef Trump eldri kæmist til valda. Hún segir hann einnig hafa sagt að mögulega hefðu Bandaríkin gert mistök með lögunum en það gæti tekið langan tíma að komast til botns í málinu. Þá segir hún einnig að Trump yngri hefði beðið hana um gögn sem sýndu að einhverjir af þeim fjármunum sem bakhjarlar Demókrataflokksins hefðu verið að koma undan sköttum hefðu endað í framboði Clinton.Ekki gögnin sem þeir vildu Veselnitskaya sagði að hún hefði ekki verið með slík gögn og að fundurinn hefði verið misheppnaður. Trump yngri hefur einnig sagt að hann hefði sóað tíma sínum með því að hitta Veselnitskaya. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um hvað fór fram á fundinum. Lögmaður Trump yngri sagði Bloomberg að hann hefði ekkert um málið að segja. Hún segir einnig að hún hafi farið á fundinn á eigin vegum og að hún hafi ekki verið í forsvari fyrir stjórnvöld Rússlands. Hins vegar eru vísbendingar um að hið opinbera í Rússlandi hafi komið að málinu. Veselnitskaya mætti á fundinn í Trump-turni með fjögurra síðna minnisblað sem innihélt mjög svipaðar upplýsingar og hún hafði áður rætt við æðsta saksóknarar Rússlands, Yuri Y. Chaika. Tveimur mánuðum fyrir fundinn hafði skrifstofa Chaika útvegað bandaríska þingmanninum Dana Rohrabacher. Hún hafði einnig fundað sjálf með Rohrabacher í apríl.Sjá einnig: Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum KremlRohrabacher hefur lengi verið mjög hliðhollur Rússlandi og talað fyrir bættum samskiptum ríkjanna. Háttsettur þingmaður Repúblikanaflokksins, Kevin McCarthy, sagði við aðra leiðtoga flokksins í fyrra að hann væri viss um að Vladimir Putin, forseti Rússlands, greiddi tveimur manneskjum laun. Það væru þeir Rohrabacher og Donald Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður rjúkandi reiður eftir ákærurnar Bandamenn Bandaríkjaforseta hvísla um að ákærur á hendur fyrrverandi starfsmönnum framboðs hans auki líkurnar á að hann grípi inn í rannsókn Roberts Mueller. 31. október 2017 11:53 Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15 Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 „Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Trump sagður rjúkandi reiður eftir ákærurnar Bandamenn Bandaríkjaforseta hvísla um að ákærur á hendur fyrrverandi starfsmönnum framboðs hans auki líkurnar á að hann grípi inn í rannsókn Roberts Mueller. 31. október 2017 11:53
Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30
Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15
Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15
Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30
„Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30