Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 11:30 Donald Trump bendir hér á Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlands, í gegnum net aflandsfélaga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Paradísarskjölunum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.The Guardian fjallar um tengsl Ross við Rússland. Þar kemur fram að Ross eigi hluti í skipafyrirtækinu Navigator. Ross er milljarðamæringur og náinn vinur Trump. Hann losaði sig ekki við hlut sinn í skipafyrirtækinu þegar hann tók við embætti viðskiptaráðherra. Navigator á í hagkvæmu viðskiptasambandi með Sibur, rússnesku gasfélagi, sem meðal annars er í eigu Kirill Shamalov, eiginmanns Katerina Tikhononva, dóttur Rússlandsforseta. Í Guardian kemur fram að þetta þýði að Ross muni hagnast á viðskiptum við rússneskt félag sem rekið er að fjölskyldu Pútín, sem og sumum af nánustu ráðgjöfum. Þar segir einnig Navigator hafi aukið samstarf sitt við Sibur árið 2014, á sama tíma og Bandaríkin og Evrópusambandið settu á umfangsmikið viðskiptabann á Rússland vegna aðgerða ríkisins í Úkraínu og Krímskaga. Alls hefur Navigator hagnast um 68 milljónir dollara frá 2014 á samstarfinu við Sibur.Wilbur Ross er einn nánasti vinur Donald Trump.Vísir/Gettur„Það virðist vera Rússi í hverjum skáp“ Lítið virðist hafa verið farið ofan í saumana á viðskiptasögu Ross áður en hann tók við embætti. Sérfræðingar sem Guardian leitaði til telja að viðskipti Ross í Rússlandi valdi áhyggjum. „Ég skil ekki hvernig einhver getur hafa tekið þá ákvörðun að standa í þessum viðskiptum eftir að hann tekur við háttsettri stöðu í ríkisstjórninni,“ segir Daniel Fried sem starfaði við málefni Evrópu og Rússlands í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. „Hvað er hann að spá?“ „Þetta kemur mér mjög á óvart en kannski ætti þetta ekki að gera það vegna þess að það undir stjórn þessarar ríkisstjórnar virðist vera Rússi í hverjum skáp,“ sagði Peter Harrell, háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu í forsetatíð Barack Obama. Tengsl Donald Trump við Rússland hafa verið í deiglunni að undanförnu, ekki síst að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka möguleg afskipti Rússland af forsetakosningunum þar í landi á síðasta ári, sem og hugsanlegu samráði Rússa við kosningastjórn Trump. Í Paradísarskjölunum kemur einnig fram að Ross hafi átt hlut í tugum aflandsfélaga en hann hefur gefið sig út fyrir að vera einn helsti stuðningsmaður áætlunar Bandaríkjaforseta um að ná í peninga frá aflandssvæðum, líkt og hann lofaði í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar.Nánar er fjall um viðskipti Ross í Rússlandi á vef The Guardian. Í gær var greint frá umfangsmiklum gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala sem nefnd hafa verið Paradísarskjölin, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu.Vefsíðu ICIJ má svo finna hér. Paradísarskjölin Tengdar fréttir Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlands, í gegnum net aflandsfélaga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Paradísarskjölunum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.The Guardian fjallar um tengsl Ross við Rússland. Þar kemur fram að Ross eigi hluti í skipafyrirtækinu Navigator. Ross er milljarðamæringur og náinn vinur Trump. Hann losaði sig ekki við hlut sinn í skipafyrirtækinu þegar hann tók við embætti viðskiptaráðherra. Navigator á í hagkvæmu viðskiptasambandi með Sibur, rússnesku gasfélagi, sem meðal annars er í eigu Kirill Shamalov, eiginmanns Katerina Tikhononva, dóttur Rússlandsforseta. Í Guardian kemur fram að þetta þýði að Ross muni hagnast á viðskiptum við rússneskt félag sem rekið er að fjölskyldu Pútín, sem og sumum af nánustu ráðgjöfum. Þar segir einnig Navigator hafi aukið samstarf sitt við Sibur árið 2014, á sama tíma og Bandaríkin og Evrópusambandið settu á umfangsmikið viðskiptabann á Rússland vegna aðgerða ríkisins í Úkraínu og Krímskaga. Alls hefur Navigator hagnast um 68 milljónir dollara frá 2014 á samstarfinu við Sibur.Wilbur Ross er einn nánasti vinur Donald Trump.Vísir/Gettur„Það virðist vera Rússi í hverjum skáp“ Lítið virðist hafa verið farið ofan í saumana á viðskiptasögu Ross áður en hann tók við embætti. Sérfræðingar sem Guardian leitaði til telja að viðskipti Ross í Rússlandi valdi áhyggjum. „Ég skil ekki hvernig einhver getur hafa tekið þá ákvörðun að standa í þessum viðskiptum eftir að hann tekur við háttsettri stöðu í ríkisstjórninni,“ segir Daniel Fried sem starfaði við málefni Evrópu og Rússlands í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. „Hvað er hann að spá?“ „Þetta kemur mér mjög á óvart en kannski ætti þetta ekki að gera það vegna þess að það undir stjórn þessarar ríkisstjórnar virðist vera Rússi í hverjum skáp,“ sagði Peter Harrell, háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu í forsetatíð Barack Obama. Tengsl Donald Trump við Rússland hafa verið í deiglunni að undanförnu, ekki síst að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka möguleg afskipti Rússland af forsetakosningunum þar í landi á síðasta ári, sem og hugsanlegu samráði Rússa við kosningastjórn Trump. Í Paradísarskjölunum kemur einnig fram að Ross hafi átt hlut í tugum aflandsfélaga en hann hefur gefið sig út fyrir að vera einn helsti stuðningsmaður áætlunar Bandaríkjaforseta um að ná í peninga frá aflandssvæðum, líkt og hann lofaði í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar.Nánar er fjall um viðskipti Ross í Rússlandi á vef The Guardian. Í gær var greint frá umfangsmiklum gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala sem nefnd hafa verið Paradísarskjölin, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu.Vefsíðu ICIJ má svo finna hér.
Paradísarskjölin Tengdar fréttir Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21
Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45