Eigið fé jókst um 50 milljarða Sveinn Arnarsson skrifar 1. nóvember 2017 11:00 Myndin tekin í Reykjavíkurhöfn þegar LÍÚ beindi flota sínum þangað til að mótmæla kvótalögum. Vísir/vilhelm Eigið fé íslenskra útgerðarfyrirtækja hækkaði um tæpa fimmtíu milljarða milli áranna 2015 og 2016. Á sama tíma segja útgerðirnar að veiðigjöld séu of há. Eigið fé útgerðarinnar fór úr 251 í 299 milljarða á þessu tímabili samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Var því árið 2015 nokkuð hagfellt útgerðum hér á landi. Þó að rekstrartekjur fyrirtækjanna hafi dregist nokkuð mikið saman milli ára er útkoma fyrirtækjanna nokkuð góð. Afkomutölur sjávarútvegsins árið 2016 líta nokkuð vel út. Langtímaskuldir fyrirtækjanna lækka um 13 milljarða. Handbært fé þeirra hækkar um tólf milljarða og eigið fé um tæplega 50 eins og áður sagði. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í atvinnuveganefnd á síðasta kjörtímabili, segir stóru útgerðirnar ekki eiga í erfiðleikum með að greiða há veiðigjöld. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðsdómslögmaður á Lex lögmannsstofu.„Stóru fyrirtækin geta auðveldlega greitt veiðigjöld. Hins vegar hefur SFS ekki horft nógu vel á litlu og meðalstóru útgerðirnar. Þau fyrirtæki gætu átt erfiðara uppdráttar með hækkandi veiðigjöldum. Því þurfum við að huga að þeim en vissulega geta stóru útgerðirnar greitt veiðigjöld,“ segir Lilja Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir fyrirtækin standa ágætlega en óveðursský sé að finna á sjóndeildarhringnum. „Skuldir eru að lækka töluvert í sjávarútvegi og á sama tíma eru fyrirtæki í fjárfestingum. Það er því ekkert óeðlilegt við að eigið fé fyrirtækjanna sé að aukast,“ segir Heiðrún Lind. „Eigið fé segir svo ekkert um reksturinn almennt. Nýleg skýrsla Deloitte hefur bent á að hagnaður af eiginlegum rekstri dregst saman í sjávarútvegi og sýnir að blikur eru á lofti.“ Heiðrún Lind segir því veiðigjöld næsta fiskveiðiárs verða of há. „Veiðigjöld eru að tvöfaldast á milli ára og það er allt of hátt. Ef við leggjum aðeins saman tekjuskatt og veiðigjöld eru sjávarútvegsfyrirtækin að greiða um 38 prósent af hagnaði sínum í skatt,“ segir Heiðrún Lind og bendir á að sú skattlagning sé mun hærri en annarra fyrirtækja á landinu. Sjávarútvegur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Eigið fé íslenskra útgerðarfyrirtækja hækkaði um tæpa fimmtíu milljarða milli áranna 2015 og 2016. Á sama tíma segja útgerðirnar að veiðigjöld séu of há. Eigið fé útgerðarinnar fór úr 251 í 299 milljarða á þessu tímabili samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Var því árið 2015 nokkuð hagfellt útgerðum hér á landi. Þó að rekstrartekjur fyrirtækjanna hafi dregist nokkuð mikið saman milli ára er útkoma fyrirtækjanna nokkuð góð. Afkomutölur sjávarútvegsins árið 2016 líta nokkuð vel út. Langtímaskuldir fyrirtækjanna lækka um 13 milljarða. Handbært fé þeirra hækkar um tólf milljarða og eigið fé um tæplega 50 eins og áður sagði. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í atvinnuveganefnd á síðasta kjörtímabili, segir stóru útgerðirnar ekki eiga í erfiðleikum með að greiða há veiðigjöld. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðsdómslögmaður á Lex lögmannsstofu.„Stóru fyrirtækin geta auðveldlega greitt veiðigjöld. Hins vegar hefur SFS ekki horft nógu vel á litlu og meðalstóru útgerðirnar. Þau fyrirtæki gætu átt erfiðara uppdráttar með hækkandi veiðigjöldum. Því þurfum við að huga að þeim en vissulega geta stóru útgerðirnar greitt veiðigjöld,“ segir Lilja Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir fyrirtækin standa ágætlega en óveðursský sé að finna á sjóndeildarhringnum. „Skuldir eru að lækka töluvert í sjávarútvegi og á sama tíma eru fyrirtæki í fjárfestingum. Það er því ekkert óeðlilegt við að eigið fé fyrirtækjanna sé að aukast,“ segir Heiðrún Lind. „Eigið fé segir svo ekkert um reksturinn almennt. Nýleg skýrsla Deloitte hefur bent á að hagnaður af eiginlegum rekstri dregst saman í sjávarútvegi og sýnir að blikur eru á lofti.“ Heiðrún Lind segir því veiðigjöld næsta fiskveiðiárs verða of há. „Veiðigjöld eru að tvöfaldast á milli ára og það er allt of hátt. Ef við leggjum aðeins saman tekjuskatt og veiðigjöld eru sjávarútvegsfyrirtækin að greiða um 38 prósent af hagnaði sínum í skatt,“ segir Heiðrún Lind og bendir á að sú skattlagning sé mun hærri en annarra fyrirtækja á landinu.
Sjávarútvegur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira