Skattafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 21:04 Repúblikanar fagna eftir að frumvarpið var samþykkt. Vísir/AFP Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa samþykkt umfangsmikið skattafrumvarp Repúblikanaflokksins. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fór að mestu eftir flokkslínum 227-205 en þrettán þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Pressan er nú á repúblikönum á öldungadeildinni að færa flokknum og Donald Trump, forseta, sigur fyrir jól. Ekki er búist við að atkvæðagreiðsla muni fara fram þar fyrr en í þarnæstu viku. Framtíð frumvarpsins þar er þó óljós eftir að þingmaður flokksins lýsti því yfir í gær að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu án verulegra breytinga.„Þetta snýst um að útvega harðvinnandi skattgreiðendum stærri útborganir. Þetta er um að hraða vexti hagkerfisins, svo við getum hækkað laun, fjölgað störfum og komið Bandaríkjunum undir stýri efnahagsrútu heimsins aftur,“ sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar eftir að frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu munu skattar á stór fyrirtæki lækka úr 35 prósentum í tuttugu. Skattar á smærri fyrirtæki munu einnig lækka. Varðandi einstaklinga þá mun frumvarpið valda því að nokkrir vinsælir skattaafslættir sem snúa að læknakostnaði, námslánum og öðru verða felldir niður. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með breytingunum sé verið að gera hina ríku ríkari á kostnað annarra. Demókratar segja að frumvarpið muni þar að auki leiða til hærri skatta á miðstétt Bandaríkjanna og koma niður á ríkiskassanum. „Repúblikanar hafa samið frumvarp sem mun arðræna miðstéttina til að fylla vasa hinna ríkustu og veita stórum fyrirtækjum sem flytja störf úr landi skattaafslátt,“ sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins á fulltrúadeildinni, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt Politico voru síðustu umfangsmiklu breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna gerðar árið 1986. Undirbúningur þeirra tók marga mánuði en frumvarpið sem var samþykkt nú í kvöld var kynnt fyrir einungis tveimur vikum.Frumvarp öldungadeildarinnar inniheldur einnig grein um að fella niður mikilvægan hluta heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis Bandaríkjanna, Obamacare. Það gæti leitt til þess að þingmenn Repúblikanaflokksins sem kusu gegn því að fella niður Obamacare fyrr á árinu neiti að styðja þetta frumvarp. Nokkur munur er á frumvörpum fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar og samþykki öldungadeildin frumvarp sitt þurfa fulltrúar beggja deilda að setjast niður og sameina frumvörpin og senda nýtt frumvarp aftur í gegnum báðar deildir. Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa samþykkt umfangsmikið skattafrumvarp Repúblikanaflokksins. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fór að mestu eftir flokkslínum 227-205 en þrettán þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Pressan er nú á repúblikönum á öldungadeildinni að færa flokknum og Donald Trump, forseta, sigur fyrir jól. Ekki er búist við að atkvæðagreiðsla muni fara fram þar fyrr en í þarnæstu viku. Framtíð frumvarpsins þar er þó óljós eftir að þingmaður flokksins lýsti því yfir í gær að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu án verulegra breytinga.„Þetta snýst um að útvega harðvinnandi skattgreiðendum stærri útborganir. Þetta er um að hraða vexti hagkerfisins, svo við getum hækkað laun, fjölgað störfum og komið Bandaríkjunum undir stýri efnahagsrútu heimsins aftur,“ sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar eftir að frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu munu skattar á stór fyrirtæki lækka úr 35 prósentum í tuttugu. Skattar á smærri fyrirtæki munu einnig lækka. Varðandi einstaklinga þá mun frumvarpið valda því að nokkrir vinsælir skattaafslættir sem snúa að læknakostnaði, námslánum og öðru verða felldir niður. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með breytingunum sé verið að gera hina ríku ríkari á kostnað annarra. Demókratar segja að frumvarpið muni þar að auki leiða til hærri skatta á miðstétt Bandaríkjanna og koma niður á ríkiskassanum. „Repúblikanar hafa samið frumvarp sem mun arðræna miðstéttina til að fylla vasa hinna ríkustu og veita stórum fyrirtækjum sem flytja störf úr landi skattaafslátt,“ sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins á fulltrúadeildinni, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt Politico voru síðustu umfangsmiklu breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna gerðar árið 1986. Undirbúningur þeirra tók marga mánuði en frumvarpið sem var samþykkt nú í kvöld var kynnt fyrir einungis tveimur vikum.Frumvarp öldungadeildarinnar inniheldur einnig grein um að fella niður mikilvægan hluta heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis Bandaríkjanna, Obamacare. Það gæti leitt til þess að þingmenn Repúblikanaflokksins sem kusu gegn því að fella niður Obamacare fyrr á árinu neiti að styðja þetta frumvarp. Nokkur munur er á frumvörpum fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar og samþykki öldungadeildin frumvarp sitt þurfa fulltrúar beggja deilda að setjast niður og sameina frumvörpin og senda nýtt frumvarp aftur í gegnum báðar deildir.
Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila