Hægist hratt á hagvexti í ár vegna minni útflutnings Hörður Ægisson skrifar 16. nóvember 2017 07:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. vísir/anton brink Hagvöxtur mun helmingast á þessu ári og verða 3,7 prósent samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans en í spá bankans aðeins þremur mánuðum áður var gert ráð fyrir að vöxturinn yrði 5,2 prósent. Á síðasta ári mældist hagvöxtur á Íslandi 7,4 prósent, sem var mesti vöxtur frá 2007, en nú er útlit fyrir að hann dragist nokkuð hratt saman vegna aukins innflutnings og hægari vaxtar útflutnings. Þar ræður mestu að lengri tíma hefur tekið fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að vinna upp framleiðslutap eftir verkfall sjómanna í ársbyrjun og þá hefur dregið hraðar úr vexti þjónustuútflutnings en áætlað var í síðustu spá bankans. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjasta hefti Peningamála Seðlabanka Íslands sem kom út í gær samhliða því að peningastefnunefnd bankans tilkynnti að vextir yrðu áfram 4,25 prósent. Ákvörðunin var í samræmi við allar birtar spár greinenda en í yfirlýsingu nefndarinnar segir að vísbendingar séu um að „spennan í þjóðarbúskapnum kunni að hafa náð hámarki“. Nefndin bendir á að dregið hafi úr verðhækkunum á húsnæðismarkaði sem aftur muni stuðla að minni verðbólgu haldi sú þróun áfram en á móti fjara áhrif sterks gengis krónunnar.Verðbólga mælist nú 1,9 prósent og hefur verið undir markmiði Seðlabankans samfellt í tæp fjögur ár. Þótt ákvörðun peningastefnunefndarinnar um að halda vöxtum óbreyttum hafi verið viðbúin þá hækkaði ávöxtunarkrafa nokkuð á skuldabréfamarkaði í viðskiptum í gær sem má líklega rekja til þess að miðað við tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar telji fjárfestar líkur á að vextir muni lækka minna – og hægar – en áður var búist við. Þá kom einnig fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að ekki stæði til að gera breytingar alveg á næstunni á innflæðishöftum Seðlabankans en samkvæmt núgildandi reglum þurfa erlendir aðilar sem ætla að fjárfesta í skuldabréfum hér á landi að binda 40 prósent af fjárfestingunni á vaxtalausum reikningum í eitt ár. Mjög hefur dregið úr innflæði fjármagns í ríkisskuldabréf frá því að sú bindiskylda var innleidd sumarið 2016. Gaf Már til kynna að ekki yrðu gerðar breytingar á bindiskyldunni fyrr en afleiðuviðskipti með krónuna hafa verið heimiluð og búið verður að losa að fullu um fjármagnshöftin. Unnið sé að endurskoðun á tæknilegum grunni bindiskyldunnar í Seðlabankanum og tillögum að breytingum á lögum sem varða beitingu hennar. Greiningardeild Arion banka bendir á að það sem veki hvað mesta athygli í uppfærðri þjóðhagsspá sé að Seðlabankinn telji núna að sá mikli viðskiptaafgangur sem hefur verið undanfarin ár fari hratt minnkandi – hann verður fjögur prósent í ár í stað tæpra sex prósenta sem fyrri spá gerði ráð fyrir – og verði orðinn 2,5 prósent af landsframleiðslu eftir tvö ár. Þrátt fyrir þessa þróun þá telur Seðlabankinn engu að síður að svigrúm sé fyrir gengisstyrkingu á komandi árum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hagvöxtur mun helmingast á þessu ári og verða 3,7 prósent samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans en í spá bankans aðeins þremur mánuðum áður var gert ráð fyrir að vöxturinn yrði 5,2 prósent. Á síðasta ári mældist hagvöxtur á Íslandi 7,4 prósent, sem var mesti vöxtur frá 2007, en nú er útlit fyrir að hann dragist nokkuð hratt saman vegna aukins innflutnings og hægari vaxtar útflutnings. Þar ræður mestu að lengri tíma hefur tekið fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að vinna upp framleiðslutap eftir verkfall sjómanna í ársbyrjun og þá hefur dregið hraðar úr vexti þjónustuútflutnings en áætlað var í síðustu spá bankans. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjasta hefti Peningamála Seðlabanka Íslands sem kom út í gær samhliða því að peningastefnunefnd bankans tilkynnti að vextir yrðu áfram 4,25 prósent. Ákvörðunin var í samræmi við allar birtar spár greinenda en í yfirlýsingu nefndarinnar segir að vísbendingar séu um að „spennan í þjóðarbúskapnum kunni að hafa náð hámarki“. Nefndin bendir á að dregið hafi úr verðhækkunum á húsnæðismarkaði sem aftur muni stuðla að minni verðbólgu haldi sú þróun áfram en á móti fjara áhrif sterks gengis krónunnar.Verðbólga mælist nú 1,9 prósent og hefur verið undir markmiði Seðlabankans samfellt í tæp fjögur ár. Þótt ákvörðun peningastefnunefndarinnar um að halda vöxtum óbreyttum hafi verið viðbúin þá hækkaði ávöxtunarkrafa nokkuð á skuldabréfamarkaði í viðskiptum í gær sem má líklega rekja til þess að miðað við tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar telji fjárfestar líkur á að vextir muni lækka minna – og hægar – en áður var búist við. Þá kom einnig fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að ekki stæði til að gera breytingar alveg á næstunni á innflæðishöftum Seðlabankans en samkvæmt núgildandi reglum þurfa erlendir aðilar sem ætla að fjárfesta í skuldabréfum hér á landi að binda 40 prósent af fjárfestingunni á vaxtalausum reikningum í eitt ár. Mjög hefur dregið úr innflæði fjármagns í ríkisskuldabréf frá því að sú bindiskylda var innleidd sumarið 2016. Gaf Már til kynna að ekki yrðu gerðar breytingar á bindiskyldunni fyrr en afleiðuviðskipti með krónuna hafa verið heimiluð og búið verður að losa að fullu um fjármagnshöftin. Unnið sé að endurskoðun á tæknilegum grunni bindiskyldunnar í Seðlabankanum og tillögum að breytingum á lögum sem varða beitingu hennar. Greiningardeild Arion banka bendir á að það sem veki hvað mesta athygli í uppfærðri þjóðhagsspá sé að Seðlabankinn telji núna að sá mikli viðskiptaafgangur sem hefur verið undanfarin ár fari hratt minnkandi – hann verður fjögur prósent í ár í stað tæpra sex prósenta sem fyrri spá gerði ráð fyrir – og verði orðinn 2,5 prósent af landsframleiðslu eftir tvö ár. Þrátt fyrir þessa þróun þá telur Seðlabankinn engu að síður að svigrúm sé fyrir gengisstyrkingu á komandi árum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira