Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 13:26 Dóra Tynes lögfræðingur og sérfræðingur í Evrópurétti segir tíðindin frá Brussel ekki hafa komið sér á óvart. Vísir Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði ákveðið að undanskilja ekki Ísland og Noreg verndarráðstöfunum um kísiljárn. Á næstu dögum kemur í ljós hvort aðildaríki ESB samþykki tillöguna. Dóra Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, segir tillögu framkvæmdastjórnarinnar ekki hafa komið henni á óvart. „Því þetta eru ráðstafanir sem framkvæmdastjórnin er að grípa til undir GATS-samningnum, þetta er regluverk Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og þar eru skýrar reglur um að ef tollabandalög setja á svona verndarráðstafanir þá gildi þær um alla aðila sem standa utan tollabandalagsins.“ Utanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum telja að framkvæmdastjórn ESB væri með tillögunni að fara gegn EES-samningnum. „Verndarráðstafanir eða ráðstafanir sem takmarka innflutning og frjálst flæði vara brjóta náttúrulega gegn meginreglum EES samningsins. Hins vegar er í EES samningnum úrræði um verndarráðstafanir sem samningsaðilar geta gripið til þannig að þeir víkja í rauninni til hliðar hlutum samningsins vegna tiltekinna aðstæðna þannig að það er kannski dálítið langt gengið að segja að þetta sé ólöglegt, það er frekar að hvaða marki er hægt að grípa til þessara verndaraðgerða undir EES-samningnum,“ útskýrir Dóra. Fari allt á versta veg þá segir Dóra að Elkem geti látið reyna á lögmæti tillögu framkvæmdastjórnarinnar fyrir dómstól ESB. Kenningin um Kína langsótt Í samfélagsumræðu um málið hefur því verið velt upp hvort Ísland og Noregur séu ekki undanskilin aðgerðunum vegna eignarhaldsins en Kínverjar eiga stóran hlut í fyrirtækinu. „Það kæmi mér verulega á óvart vegna þess að það er alls konar eignarhald á innri markaðnum frá aðilum sem standa fyrir utan hann þannig að það held ég að sé nú kannski fulllangt seilst en menn hafa þá önnur tæki ef menn vilja grípa til ráðstafana gegn einhverju sérstöku ríki, þá geta menn sett á verndartolla og eitthvað slíkt, en ég held að það sé nú svolítið langsótt.“ Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stóriðja Skattar, tollar og gjöld Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Tengdar fréttir Bindur vonir við „plan B“ Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum. 12. nóvember 2025 17:57 Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði ákveðið að undanskilja ekki Ísland og Noreg verndarráðstöfunum um kísiljárn. Á næstu dögum kemur í ljós hvort aðildaríki ESB samþykki tillöguna. Dóra Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, segir tillögu framkvæmdastjórnarinnar ekki hafa komið henni á óvart. „Því þetta eru ráðstafanir sem framkvæmdastjórnin er að grípa til undir GATS-samningnum, þetta er regluverk Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og þar eru skýrar reglur um að ef tollabandalög setja á svona verndarráðstafanir þá gildi þær um alla aðila sem standa utan tollabandalagsins.“ Utanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum telja að framkvæmdastjórn ESB væri með tillögunni að fara gegn EES-samningnum. „Verndarráðstafanir eða ráðstafanir sem takmarka innflutning og frjálst flæði vara brjóta náttúrulega gegn meginreglum EES samningsins. Hins vegar er í EES samningnum úrræði um verndarráðstafanir sem samningsaðilar geta gripið til þannig að þeir víkja í rauninni til hliðar hlutum samningsins vegna tiltekinna aðstæðna þannig að það er kannski dálítið langt gengið að segja að þetta sé ólöglegt, það er frekar að hvaða marki er hægt að grípa til þessara verndaraðgerða undir EES-samningnum,“ útskýrir Dóra. Fari allt á versta veg þá segir Dóra að Elkem geti látið reyna á lögmæti tillögu framkvæmdastjórnarinnar fyrir dómstól ESB. Kenningin um Kína langsótt Í samfélagsumræðu um málið hefur því verið velt upp hvort Ísland og Noregur séu ekki undanskilin aðgerðunum vegna eignarhaldsins en Kínverjar eiga stóran hlut í fyrirtækinu. „Það kæmi mér verulega á óvart vegna þess að það er alls konar eignarhald á innri markaðnum frá aðilum sem standa fyrir utan hann þannig að það held ég að sé nú kannski fulllangt seilst en menn hafa þá önnur tæki ef menn vilja grípa til ráðstafana gegn einhverju sérstöku ríki, þá geta menn sett á verndartolla og eitthvað slíkt, en ég held að það sé nú svolítið langsótt.“
Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stóriðja Skattar, tollar og gjöld Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Tengdar fréttir Bindur vonir við „plan B“ Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum. 12. nóvember 2025 17:57 Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Bindur vonir við „plan B“ Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum. 12. nóvember 2025 17:57
Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent