Verk sem talið er vera eftir da Vinci á uppboð í kvöld Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 22:16 Verkið hefur vakið mikla athygli, enda ekki á hverjum degi sem fólk fær að berja glatað verk meistara augum. Vísir/Getty 500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. Lágmarksboð uppboðshússins er 100 milljónir bandaríkjadala eða um 10,3 milljarðar íslenskra króna, að því er fram kemur í frétt á vef BBC. Verkið heitir Salvator Mundi eða Bjargvættur heimsins. Leonardo da Vinci lést árið 1519 og eru færri en 20 málverk eftir hann til í heiminum. Aðeins eitt er talið vera í einkaeigu og er það Salvator Mundi, sem talið er að hafi verið málað eftir 1505. Árið 1958 var verkið selt í London fyrir einungis 60 bandaríkjadali. Þá var almennt talið að málverkið væri eftir einn af lærlingum Leonardos eða aðdáanda hans, en ekki eftir hann sjálfan. Enn efast margir um að verkið sé eftir da Vinci sjálfan en uppboðshúsið Christie‘s er sannfært um að svo sé og hafa kallað það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Árið 2005 vakti verkið mikla athygli þegar fólk uppgötvaði að mögulega væri um að ræða verk eftir Da vinci og hófust þá miklar endurbætur á verkinu. Fjölskylda rússneska milljarðamæringsins Dmitry E Rybolovlev er nú að selja verkið en hann keypti það í maí árið 2013 fyrir um 127,5 milljónir bandaríkjadala. Lágmarksboð Christie‘s er sem fyrr segir 100 milljónir dala en búist er við því að verkið fari fyrir töluvert hærri upphæð. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. Lágmarksboð uppboðshússins er 100 milljónir bandaríkjadala eða um 10,3 milljarðar íslenskra króna, að því er fram kemur í frétt á vef BBC. Verkið heitir Salvator Mundi eða Bjargvættur heimsins. Leonardo da Vinci lést árið 1519 og eru færri en 20 málverk eftir hann til í heiminum. Aðeins eitt er talið vera í einkaeigu og er það Salvator Mundi, sem talið er að hafi verið málað eftir 1505. Árið 1958 var verkið selt í London fyrir einungis 60 bandaríkjadali. Þá var almennt talið að málverkið væri eftir einn af lærlingum Leonardos eða aðdáanda hans, en ekki eftir hann sjálfan. Enn efast margir um að verkið sé eftir da Vinci sjálfan en uppboðshúsið Christie‘s er sannfært um að svo sé og hafa kallað það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Árið 2005 vakti verkið mikla athygli þegar fólk uppgötvaði að mögulega væri um að ræða verk eftir Da vinci og hófust þá miklar endurbætur á verkinu. Fjölskylda rússneska milljarðamæringsins Dmitry E Rybolovlev er nú að selja verkið en hann keypti það í maí árið 2013 fyrir um 127,5 milljónir bandaríkjadala. Lágmarksboð Christie‘s er sem fyrr segir 100 milljónir dala en búist er við því að verkið fari fyrir töluvert hærri upphæð.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira